Þurfa strákarnir okkar að taka eyrnatappa með til Tyrklands? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. september 2017 13:45 Timo Werner leið mjög illa í gærkvöldi en hávaðinn á vellinum var svakalegur. Vísir/Getty Íslenska karlalandsliðið í fótbolta spilar næst út í Tyrklandi í undankeppni HM í Rússland 2018 og ef marka má hávaðann á leik í Tyrklandi í Meistaradeildinni í gærkvöldi þá eiga strákarnir okkar von á alvöru áreiti í þessum leik. Stuðningsmenn Beskitas gerðu lífið óbærilegt fyrir einn besta leikmann Leipzig liðsins í leiknum og það er ekki á hverjum degi sem háværir stuðningsmenn framkalla skiptingu í alþjóðlegum fótbolta. Þýski landsliðsmaðurinn Timo Werner þurfti hinsvegar að biðja um skiptingu eftir aðeins 32 mínútur í leik Beskitas og Leipzig í Meistaradeildinni í gær. Werner hafði áður reynt að spila með eyrnatappa og sást setja hendurnar fyrir eyrun áður en hann varð að yfirgefa leikinn. Beskitas vann leikinn 2-0 og hefur nú ekki tapað í tíu heimaleikjum í röð í Evrópukeppninni.timo werner vs tiner pic.twitter.com/d8V4WazahP — bilalJK (@koyicinden) September 26, 2017 Ísland mætir Tyrklandi á nýja Eskisehir leikvanginum í Eskisehir eftir níu daga þar sem Tyrkir unnu 1-0 sigur á Króötum í síðasta leik. Leikur íslenska liðsins fer fram föstudagskvöldið 6. október næstkomandi. Nú er bara spurning um hvort að íslensku strákarnir þurfi að taka eyrnatappa með til Tyrklands. Það er í það minnsta ljóst að þetta er gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið og íslenska liðið má ekki við að missa leikmenn útaf vellinum vegna hávaða. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, þarf jafnvel að leita einhverra leiða til að undirbúa leikmenn liðsins fyrir að spila í svona miklum hávaða. Íslenska liðið tapaði 1-0 á móti Tyrklandi þegar liðið var á sömu slóðum í undankeppni EM 2016. Þá hafði íslenska liðið reyndar þegar tryggt sig inn á EM en Tyrkir komust þangað með sigrinum á Íslandi. Tyrkneska liðið byrjaði undankeppnina illa en liðinu hefur tekist að snúa við blaðinu með því að vinna fjóra af síðustu fimm leikjum sínum. Tyrkir komust upp í þriðja sæti riðilsins með sigrinum á Króötum og komast upp fyrir Ísland með sigri. Króatía og Ísland eru efst í riðlinum með tveimur stigum meira en Tyrkland og Úkraína en Króatar eru með fimm marka forskot á íslenska liðið í markatölu. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta spilar næst út í Tyrklandi í undankeppni HM í Rússland 2018 og ef marka má hávaðann á leik í Tyrklandi í Meistaradeildinni í gærkvöldi þá eiga strákarnir okkar von á alvöru áreiti í þessum leik. Stuðningsmenn Beskitas gerðu lífið óbærilegt fyrir einn besta leikmann Leipzig liðsins í leiknum og það er ekki á hverjum degi sem háværir stuðningsmenn framkalla skiptingu í alþjóðlegum fótbolta. Þýski landsliðsmaðurinn Timo Werner þurfti hinsvegar að biðja um skiptingu eftir aðeins 32 mínútur í leik Beskitas og Leipzig í Meistaradeildinni í gær. Werner hafði áður reynt að spila með eyrnatappa og sást setja hendurnar fyrir eyrun áður en hann varð að yfirgefa leikinn. Beskitas vann leikinn 2-0 og hefur nú ekki tapað í tíu heimaleikjum í röð í Evrópukeppninni.timo werner vs tiner pic.twitter.com/d8V4WazahP — bilalJK (@koyicinden) September 26, 2017 Ísland mætir Tyrklandi á nýja Eskisehir leikvanginum í Eskisehir eftir níu daga þar sem Tyrkir unnu 1-0 sigur á Króötum í síðasta leik. Leikur íslenska liðsins fer fram föstudagskvöldið 6. október næstkomandi. Nú er bara spurning um hvort að íslensku strákarnir þurfi að taka eyrnatappa með til Tyrklands. Það er í það minnsta ljóst að þetta er gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið og íslenska liðið má ekki við að missa leikmenn útaf vellinum vegna hávaða. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, þarf jafnvel að leita einhverra leiða til að undirbúa leikmenn liðsins fyrir að spila í svona miklum hávaða. Íslenska liðið tapaði 1-0 á móti Tyrklandi þegar liðið var á sömu slóðum í undankeppni EM 2016. Þá hafði íslenska liðið reyndar þegar tryggt sig inn á EM en Tyrkir komust þangað með sigrinum á Íslandi. Tyrkneska liðið byrjaði undankeppnina illa en liðinu hefur tekist að snúa við blaðinu með því að vinna fjóra af síðustu fimm leikjum sínum. Tyrkir komust upp í þriðja sæti riðilsins með sigrinum á Króötum og komast upp fyrir Ísland með sigri. Króatía og Ísland eru efst í riðlinum með tveimur stigum meira en Tyrkland og Úkraína en Króatar eru með fimm marka forskot á íslenska liðið í markatölu.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira