Guðrún elskaði son sinn ekki strax: „Mér fannst ég vera óhæf móðir“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. október 2017 07:00 Guðrún Runólfsdóttir náði ekki að tengjast syni sínum strax og endaði á geðdeild vegna alvarlegs fæðingarþunglyndis. Vísir/Anton „Síðustu fimm ár hafa verið algjör rússíbani,“ segir förðunarfræðingurinn Guðrún Runólfsdóttir en hún er greind með geðhvörf og glímdi við fæðingarþunglyndi eftir að hún eignaðist son sinn í janúar árið 2016. Guðrún áttaði sig ekki á fæðingarþunglyndinni fyrr en hún var orðin það veik að hún var lögð inn á geðdeild. Hún hvetur mæður til þess að vera vel vakandi fyrir einkennunum og hunsa ekki tilfinningar sínar. „Ég dvaldi í sex vikur á Bugl eftir að ég var greind með geðhvörf. Yfir heildina litið hefur mér liðið virkilega illa síðustu ár en hef líka átt góð tímabil inni á milli.“ Hún upplifði samt ekki vanlíðan eða þunglyndi á meðan hún var ófrísk. „Meðgangan gekk nefnilega eins og í sögu. Ég elskaði að vera ólétt og naut þess í botn, fékk enga ógleði né grindarverki. Ég greindist með meðgöngusykursýki eftir sykurþolspróf sem er minnir mig á 28 viku meðgöngunnar. Sykurinn var þá of hár en ekki það hár að ég þyrfti insúlín. Ég stjórnaði þessu með hreinu, hollu og sykurlausu mataræði.“ Hleypti engum inn Fæðing Guðrúnar gekk mjög vel. Sonur hennar var í sitjandi stöðu í móðurkviði og því var tekin ákvörðun um að fara í fyrirfram ákveðinn keisara sem gekk mjög vel. „Mér leið mjög vel þegar ég fékk hann í hendurnar en fannst þetta mjög yfirþyrmandi Ég man lítið sem ekkert eftir fyrstu dögunum. Ég var að jafna mig líkamlega eftir keisarann og átti erfitt með brjóstagjöfina. Mér fannst þetta allt saman rosalega mikil vinna og álag, var ringluð og þögul, hleypti engum inn.“ Drengurinn hennar Guðrúnar er mjög vær og hefur verið það frá fyrsta degi. Guðrúnu gekk samt illa að tengjast við hann og brjóstagjöfin var erfið. „Þetta gekk hræðilega alveg frá upphafi en ég hélt þetta út í þrjá mánuði með því að pumpa mig. Ég gafst fljótlega upp á að gefa honum brjóst og notaðist við brjóstapumpu og pela, það var hjálplegt að maðurinn minn gat hjálpað til.“ Guðrún byrjaði svo að átta sig á því að það væri eitthvað að þegar drengurinn var þriggja vikna. Hrædd við allt „Óöryggi er það fyrsta sem kemur uppí huga. Ég var hrædd, rosalega kvíðin og þunglynd. Mér þótti vænt um hann, en elskaði hann ekki strax. Mér fannst hann vera fyrir mér,“ útskýrir Guðrún. Henni leið hræðilega á þessum tímapunkti, eins og hún væri í einhverju móki. „Ég var ótrúlega kvíðin og hrædd við allt og ekkert. Mér fannst ég vera óhæf móðir. Hlutirnir fóru bara versnandi með tímanum. Þunglyndishugsanirnar voru meira áberandi og ég fór að sökkva niður í svarta þunglyndi.“ Guðrún áttaði sig samt ekki á því sjálf að hún væri með fæðingarþunglyndi. „Ég reyndi að fá aðstoð, var hjá fagaðilum en náði ekki að opna mig almennilega. Ég kom ekki orðum að því hvering mér leið og var í afneitun.“ Send heim af geðdeild Hjúkrunarkonan sem sinnti þeim sá hana nánast rúmliggjandi vegna vanlíðunar í heimsókn sinni og segir henni að fara strax upp á geðdeild. „Ég kom þarna með manni mínum og barni og við biðum heillengi eftir viðtali við lækni. Þegar við loksins fengum það þá gat ég varla talað, mér leið svo ólýsanlega illa að ég grét bara og grét og náði ekki að koma orðunum út. Þau horfðu svolítið skringilega á mig og siðan spyr læknirinn hvort ég eigi Sobril róandi lyf heima og ég svara játandi. Síðan sendir hann okkur heim. Á þessum tímapunkti var ég með sjálfsvígshugsanir.“ Af hverju varstu send aftur heim? „Ég veit það ekki, kannski náði ég ekki að tjá þeim nógu vel hversu alvarlegt ástandið var. Maðurinn minn og mamma mín voru á staðnum og reyndu að útskýra stöðuna en ekkert virtist virka. Mér leið eins og þetta væri bara búið. Ég fengi enga hjálp og það væri engin von.“ Guðrún segir að hún hafi leitað sér aðstoðar hjá fagaðilateyminu sínu alla meðgönguna og eftir að hún eignaðist son sinn. „Það var ekki að duga við fæðingarþunglyndinu. Ég þurfti meira inngrip.“ Fannst óþægilegt að hafa barnið hjá sér Guðrún hringdi í lækninn sinn eftir að hún var send heim af geðdeildinni til þess að spyrja hann hvað hún ætti að gera. „Hann segir mér að ég þurfi að fara aftur eftir nokkra daga og þá muni þeir taka mig alvarlega og leggja mig inn.“ Hún var svo lögð inn á Geðdeild eftir páskana árið 2016 og var þar í viku. „Það hafði eftir á að hyggja engin áhrif, mér stóð til boða að hafa hann hjá mér og hann var hjá mér fyrstu nóttina. En mér leið eitthvað óþægilega með að vera með hann hjá mér þannig ég vildi frekar að hann væri heima hjá pabba sínum sem var þá enn í fæðingarorlofi. Ég held að það hafi haft góð áhrif ámig að fá smá hvíld.“ Guðrún segir að dvölin á geðdeild hafi verið erfið og hún hafi saknað eiginmannsins og sonar síns mjög mikið. Henni byrjaði svo að líða betur eftir að hún byrjaði á þunglyndislyfi. Henni leið örlítið betur þegar heim var komið en alls ekki vel samt. „Ég var ennþá rosalega þung á mér og kvíðin, tók róandi lyf í nokkra mánuði. Ég er á mörgum lyfjum, þá helst jafnvægislyfjum við geðhvörfunum og svo þunglyndislyfinu og kvíðalyfi.“ Guðrún átti erfitt með að orða tilfinningar sínar en hún hvetur mæður til þess að reyna strax að fá aðstoð ef þær upplifa vanlíðan eða skort á tengslum.Vísir/Anton Mikilvægt að leita strax hjálpar Í dag er sonur hennar 20 mánaða og byrjaður á leikskóla. Guðrún er því komin út á vinnumarkaðinn aftur og líður mjög vel. „Batinn var eins og brött fjallganga. Ég hef dottið niður oft og mörgum sinnum en alltaf náð að standa aftur upp. Móðurhlutverkið hefur hjálpar mér mikið því það gefur mér tilgang. Ég hef mjög gott stuðningsnet, manninn minn og foreldra sem styðja mig í gegnum allt saman. Ég er þeim óendanlega þakklát.“ Guðrún hefur verið í góðu jafnvægi síðustu mánuði eftir að hafa verið lögð aftur inn á geðdeild fyrr á árinu vegna geðhvarfa. Hún segist alveg geta hugsað sér að eignast fleiri börn í framtíðinni en það væri þó ýmislegt sem hún myndi gera öðruvísi. „Já algjörlega, bara ekki nærrum því strax.Ég myndi vera viðbúin því hversu erfitt fyrsta árið í lífi barns er. Síðan myndi ég velta mér minna uppúr brjóstagjöfinni.“ Hún talar mjög opinskátt um andlega líðan og fleira á opnu Snapchatti, þar sem hún er undir nafninu Makeupbygudrunr. Þegar hún horfir til baka á fyrstu mánuðina í lífi barnsins segir hún að þetta hafi verið erfitt og mótandi en á sama tíma líka yndislegur tími. Hún ráðleggur mæðrum sem eru að upplifa svipaðar tilfinningar að leita sér hjálpar sem fyrst „Frekar fyrr en seinna. Það er mikilvægt fyrir þína heilsu og tenginguna við barnið.“ Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Sjá meira
„Síðustu fimm ár hafa verið algjör rússíbani,“ segir förðunarfræðingurinn Guðrún Runólfsdóttir en hún er greind með geðhvörf og glímdi við fæðingarþunglyndi eftir að hún eignaðist son sinn í janúar árið 2016. Guðrún áttaði sig ekki á fæðingarþunglyndinni fyrr en hún var orðin það veik að hún var lögð inn á geðdeild. Hún hvetur mæður til þess að vera vel vakandi fyrir einkennunum og hunsa ekki tilfinningar sínar. „Ég dvaldi í sex vikur á Bugl eftir að ég var greind með geðhvörf. Yfir heildina litið hefur mér liðið virkilega illa síðustu ár en hef líka átt góð tímabil inni á milli.“ Hún upplifði samt ekki vanlíðan eða þunglyndi á meðan hún var ófrísk. „Meðgangan gekk nefnilega eins og í sögu. Ég elskaði að vera ólétt og naut þess í botn, fékk enga ógleði né grindarverki. Ég greindist með meðgöngusykursýki eftir sykurþolspróf sem er minnir mig á 28 viku meðgöngunnar. Sykurinn var þá of hár en ekki það hár að ég þyrfti insúlín. Ég stjórnaði þessu með hreinu, hollu og sykurlausu mataræði.“ Hleypti engum inn Fæðing Guðrúnar gekk mjög vel. Sonur hennar var í sitjandi stöðu í móðurkviði og því var tekin ákvörðun um að fara í fyrirfram ákveðinn keisara sem gekk mjög vel. „Mér leið mjög vel þegar ég fékk hann í hendurnar en fannst þetta mjög yfirþyrmandi Ég man lítið sem ekkert eftir fyrstu dögunum. Ég var að jafna mig líkamlega eftir keisarann og átti erfitt með brjóstagjöfina. Mér fannst þetta allt saman rosalega mikil vinna og álag, var ringluð og þögul, hleypti engum inn.“ Drengurinn hennar Guðrúnar er mjög vær og hefur verið það frá fyrsta degi. Guðrúnu gekk samt illa að tengjast við hann og brjóstagjöfin var erfið. „Þetta gekk hræðilega alveg frá upphafi en ég hélt þetta út í þrjá mánuði með því að pumpa mig. Ég gafst fljótlega upp á að gefa honum brjóst og notaðist við brjóstapumpu og pela, það var hjálplegt að maðurinn minn gat hjálpað til.“ Guðrún byrjaði svo að átta sig á því að það væri eitthvað að þegar drengurinn var þriggja vikna. Hrædd við allt „Óöryggi er það fyrsta sem kemur uppí huga. Ég var hrædd, rosalega kvíðin og þunglynd. Mér þótti vænt um hann, en elskaði hann ekki strax. Mér fannst hann vera fyrir mér,“ útskýrir Guðrún. Henni leið hræðilega á þessum tímapunkti, eins og hún væri í einhverju móki. „Ég var ótrúlega kvíðin og hrædd við allt og ekkert. Mér fannst ég vera óhæf móðir. Hlutirnir fóru bara versnandi með tímanum. Þunglyndishugsanirnar voru meira áberandi og ég fór að sökkva niður í svarta þunglyndi.“ Guðrún áttaði sig samt ekki á því sjálf að hún væri með fæðingarþunglyndi. „Ég reyndi að fá aðstoð, var hjá fagaðilum en náði ekki að opna mig almennilega. Ég kom ekki orðum að því hvering mér leið og var í afneitun.“ Send heim af geðdeild Hjúkrunarkonan sem sinnti þeim sá hana nánast rúmliggjandi vegna vanlíðunar í heimsókn sinni og segir henni að fara strax upp á geðdeild. „Ég kom þarna með manni mínum og barni og við biðum heillengi eftir viðtali við lækni. Þegar við loksins fengum það þá gat ég varla talað, mér leið svo ólýsanlega illa að ég grét bara og grét og náði ekki að koma orðunum út. Þau horfðu svolítið skringilega á mig og siðan spyr læknirinn hvort ég eigi Sobril róandi lyf heima og ég svara játandi. Síðan sendir hann okkur heim. Á þessum tímapunkti var ég með sjálfsvígshugsanir.“ Af hverju varstu send aftur heim? „Ég veit það ekki, kannski náði ég ekki að tjá þeim nógu vel hversu alvarlegt ástandið var. Maðurinn minn og mamma mín voru á staðnum og reyndu að útskýra stöðuna en ekkert virtist virka. Mér leið eins og þetta væri bara búið. Ég fengi enga hjálp og það væri engin von.“ Guðrún segir að hún hafi leitað sér aðstoðar hjá fagaðilateyminu sínu alla meðgönguna og eftir að hún eignaðist son sinn. „Það var ekki að duga við fæðingarþunglyndinu. Ég þurfti meira inngrip.“ Fannst óþægilegt að hafa barnið hjá sér Guðrún hringdi í lækninn sinn eftir að hún var send heim af geðdeildinni til þess að spyrja hann hvað hún ætti að gera. „Hann segir mér að ég þurfi að fara aftur eftir nokkra daga og þá muni þeir taka mig alvarlega og leggja mig inn.“ Hún var svo lögð inn á Geðdeild eftir páskana árið 2016 og var þar í viku. „Það hafði eftir á að hyggja engin áhrif, mér stóð til boða að hafa hann hjá mér og hann var hjá mér fyrstu nóttina. En mér leið eitthvað óþægilega með að vera með hann hjá mér þannig ég vildi frekar að hann væri heima hjá pabba sínum sem var þá enn í fæðingarorlofi. Ég held að það hafi haft góð áhrif ámig að fá smá hvíld.“ Guðrún segir að dvölin á geðdeild hafi verið erfið og hún hafi saknað eiginmannsins og sonar síns mjög mikið. Henni byrjaði svo að líða betur eftir að hún byrjaði á þunglyndislyfi. Henni leið örlítið betur þegar heim var komið en alls ekki vel samt. „Ég var ennþá rosalega þung á mér og kvíðin, tók róandi lyf í nokkra mánuði. Ég er á mörgum lyfjum, þá helst jafnvægislyfjum við geðhvörfunum og svo þunglyndislyfinu og kvíðalyfi.“ Guðrún átti erfitt með að orða tilfinningar sínar en hún hvetur mæður til þess að reyna strax að fá aðstoð ef þær upplifa vanlíðan eða skort á tengslum.Vísir/Anton Mikilvægt að leita strax hjálpar Í dag er sonur hennar 20 mánaða og byrjaður á leikskóla. Guðrún er því komin út á vinnumarkaðinn aftur og líður mjög vel. „Batinn var eins og brött fjallganga. Ég hef dottið niður oft og mörgum sinnum en alltaf náð að standa aftur upp. Móðurhlutverkið hefur hjálpar mér mikið því það gefur mér tilgang. Ég hef mjög gott stuðningsnet, manninn minn og foreldra sem styðja mig í gegnum allt saman. Ég er þeim óendanlega þakklát.“ Guðrún hefur verið í góðu jafnvægi síðustu mánuði eftir að hafa verið lögð aftur inn á geðdeild fyrr á árinu vegna geðhvarfa. Hún segist alveg geta hugsað sér að eignast fleiri börn í framtíðinni en það væri þó ýmislegt sem hún myndi gera öðruvísi. „Já algjörlega, bara ekki nærrum því strax.Ég myndi vera viðbúin því hversu erfitt fyrsta árið í lífi barns er. Síðan myndi ég velta mér minna uppúr brjóstagjöfinni.“ Hún talar mjög opinskátt um andlega líðan og fleira á opnu Snapchatti, þar sem hún er undir nafninu Makeupbygudrunr. Þegar hún horfir til baka á fyrstu mánuðina í lífi barnsins segir hún að þetta hafi verið erfitt og mótandi en á sama tíma líka yndislegur tími. Hún ráðleggur mæðrum sem eru að upplifa svipaðar tilfinningar að leita sér hjálpar sem fyrst „Frekar fyrr en seinna. Það er mikilvægt fyrir þína heilsu og tenginguna við barnið.“
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Sjá meira