Hæð yfir Finnlandi heldur Austurlandi í járngreipum úrhellisins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. september 2017 16:30 Það er allt á floti í Fljótsdal. Mynd/Landsbjörg „Mér fannst ótrúlegt hvað þetta hækkar mikið miðað við hvað þetta er vítt og opið,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands eftir að hafa skoðað loftmyndir af Fljótsdal. Þar hafa bændur og björgunarsveitir staðið í ströngu við að bjarga kindum eftir að Jökulsá í Fljótsdal flæddi yfir bakka sína. Talið er að tugir kinda hafi drepist og á túnum á Valþjófsstaðanesi liggur klofhátt vatn yfir túnunum að stórum hluta. Gríðarleg úrkoma hefur verið á Suðausturlandi og Austfjörðum undanfarna daga og segjast íbúar þar aldrei hafa séð aðra eins úrkomu og þá sem gengið hefur yfir austanvert landið undanfarin sólarhring.Sjá einnig:Aldrei séð svona úrhelliVarað hefur verið við vatnavöxtum á þessu svæði undanfarna daga en Óli Þór segir að vatnavextirnir á Fljótsdalshéraði hafi samt sem áður komið á óvart.Björgunarsveitarmenn sigldu um á bát til þess að bjarga því sem bjarga varð.Mynd/Landsbjörg„Maður átti von á vatnavöxtum við Suðausturströndina og á sunnanverðum Austfjörðum en það var bara nægilega hvasst til að draga þessa úrkomu líka yfir fjöllin þannig að þetta fór inn á vatnasvið ánna sem renna inn á Fljótsdalshérað,“ segir Óli Þór.Finnska hæðin veldur usla Á vef Veðurstofunnar má sjá að rennsli í Jökulsá í Fljótsdal hefur nærri þrefaldast á örfáum klukkutímum við Valþjófsstaðanes. Þá hefur vatnshæð hækkað um nærri einn og hálfan metra. Þurftu björgunarsveitarmenn að sigla um túnin á bátum til þess að bjarga því sem hægt var að bjarga.Sjá einnig: Ágætt að láta loka sig inni annað slagiðÓli Þór telur þó líklegt að vatnsstaðan á túnunum fari lækkandi í nótt og á morgun en ekki sé hægt að segja til um hversu hratt það gerist. Það muni fara eftir því hvenær hætti að rigna á vatnasviðum ánna á Fljótsdalshéraði.Eins og sjá má er gríðarleg úrkoma á austanverðu landinu.Mynd/VeðurstofanÞá þyki veðurfræðingum einnig óvenjulegt hversu staðbundin úrkoman er. Líkt og sjá má á kortinu hér fyrir ofan er gríðarleg úrkoma á Austfjörðum og Suðausturlandi en lítil sem engin annars staðar. „Það er þessi gríðarstóra hæð yfir Finnlandi sem heldur þessu þarna í járngreipum, hún situr bara föst þarna á sama stað,“ segir Óli Þór sem telur þó líklegt að draga muni úr úrkomunni á morgun. „Um miðjan dag á morgun fara þessi skil nokkuð hratt austur og þá verður hlé.“Að neðan má sjá myndasyrpu sem Ingi Ragnarsson, sem rekur ferðaþjónustu á Bragðavöllum í Hamarsfirði ásamt bróður sínum Eiði, tók af Hamarsá og umhverfi í dag. Veður Tengdar fréttir Sigla um tún og bjarga lömbum eftir mikla vatnavexti Óttast er að lömb hafi drukknað eftir að Jökulsá í Fljótsdal fór yfir bakka sína í morgun eftir mikið vatnsveður. Líklegt er að þjóðvegur eitt lokist vegna vatnavaxta. 27. september 2017 14:30 Aldrei séð svona mikið úrhelli Þetta er það mesta sem ég nokkurn tímann séð. Sama segir pabbi, segir Eiður Ragnarsson á Bragðavöllum í Hamarsfirði á Austurlandi. 27. september 2017 14:45 Bóndinn í Hamarsseli: Ágætt að láta loka sig inni annað slagið Gautur Sverrisson, bóndi í Hamarsseli í Djúpavogshreppi kemst ekki langt á meðan hellirignir og ár flæða á Austurlandi. 27. september 2017 15:39 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fleiri fréttir Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Sjá meira
„Mér fannst ótrúlegt hvað þetta hækkar mikið miðað við hvað þetta er vítt og opið,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands eftir að hafa skoðað loftmyndir af Fljótsdal. Þar hafa bændur og björgunarsveitir staðið í ströngu við að bjarga kindum eftir að Jökulsá í Fljótsdal flæddi yfir bakka sína. Talið er að tugir kinda hafi drepist og á túnum á Valþjófsstaðanesi liggur klofhátt vatn yfir túnunum að stórum hluta. Gríðarleg úrkoma hefur verið á Suðausturlandi og Austfjörðum undanfarna daga og segjast íbúar þar aldrei hafa séð aðra eins úrkomu og þá sem gengið hefur yfir austanvert landið undanfarin sólarhring.Sjá einnig:Aldrei séð svona úrhelliVarað hefur verið við vatnavöxtum á þessu svæði undanfarna daga en Óli Þór segir að vatnavextirnir á Fljótsdalshéraði hafi samt sem áður komið á óvart.Björgunarsveitarmenn sigldu um á bát til þess að bjarga því sem bjarga varð.Mynd/Landsbjörg„Maður átti von á vatnavöxtum við Suðausturströndina og á sunnanverðum Austfjörðum en það var bara nægilega hvasst til að draga þessa úrkomu líka yfir fjöllin þannig að þetta fór inn á vatnasvið ánna sem renna inn á Fljótsdalshérað,“ segir Óli Þór.Finnska hæðin veldur usla Á vef Veðurstofunnar má sjá að rennsli í Jökulsá í Fljótsdal hefur nærri þrefaldast á örfáum klukkutímum við Valþjófsstaðanes. Þá hefur vatnshæð hækkað um nærri einn og hálfan metra. Þurftu björgunarsveitarmenn að sigla um túnin á bátum til þess að bjarga því sem hægt var að bjarga.Sjá einnig: Ágætt að láta loka sig inni annað slagiðÓli Þór telur þó líklegt að vatnsstaðan á túnunum fari lækkandi í nótt og á morgun en ekki sé hægt að segja til um hversu hratt það gerist. Það muni fara eftir því hvenær hætti að rigna á vatnasviðum ánna á Fljótsdalshéraði.Eins og sjá má er gríðarleg úrkoma á austanverðu landinu.Mynd/VeðurstofanÞá þyki veðurfræðingum einnig óvenjulegt hversu staðbundin úrkoman er. Líkt og sjá má á kortinu hér fyrir ofan er gríðarleg úrkoma á Austfjörðum og Suðausturlandi en lítil sem engin annars staðar. „Það er þessi gríðarstóra hæð yfir Finnlandi sem heldur þessu þarna í járngreipum, hún situr bara föst þarna á sama stað,“ segir Óli Þór sem telur þó líklegt að draga muni úr úrkomunni á morgun. „Um miðjan dag á morgun fara þessi skil nokkuð hratt austur og þá verður hlé.“Að neðan má sjá myndasyrpu sem Ingi Ragnarsson, sem rekur ferðaþjónustu á Bragðavöllum í Hamarsfirði ásamt bróður sínum Eiði, tók af Hamarsá og umhverfi í dag.
Veður Tengdar fréttir Sigla um tún og bjarga lömbum eftir mikla vatnavexti Óttast er að lömb hafi drukknað eftir að Jökulsá í Fljótsdal fór yfir bakka sína í morgun eftir mikið vatnsveður. Líklegt er að þjóðvegur eitt lokist vegna vatnavaxta. 27. september 2017 14:30 Aldrei séð svona mikið úrhelli Þetta er það mesta sem ég nokkurn tímann séð. Sama segir pabbi, segir Eiður Ragnarsson á Bragðavöllum í Hamarsfirði á Austurlandi. 27. september 2017 14:45 Bóndinn í Hamarsseli: Ágætt að láta loka sig inni annað slagið Gautur Sverrisson, bóndi í Hamarsseli í Djúpavogshreppi kemst ekki langt á meðan hellirignir og ár flæða á Austurlandi. 27. september 2017 15:39 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fleiri fréttir Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Sjá meira
Sigla um tún og bjarga lömbum eftir mikla vatnavexti Óttast er að lömb hafi drukknað eftir að Jökulsá í Fljótsdal fór yfir bakka sína í morgun eftir mikið vatnsveður. Líklegt er að þjóðvegur eitt lokist vegna vatnavaxta. 27. september 2017 14:30
Aldrei séð svona mikið úrhelli Þetta er það mesta sem ég nokkurn tímann séð. Sama segir pabbi, segir Eiður Ragnarsson á Bragðavöllum í Hamarsfirði á Austurlandi. 27. september 2017 14:45
Bóndinn í Hamarsseli: Ágætt að láta loka sig inni annað slagið Gautur Sverrisson, bóndi í Hamarsseli í Djúpavogshreppi kemst ekki langt á meðan hellirignir og ár flæða á Austurlandi. 27. september 2017 15:39