Hrikaleg byrjun á fyrstu holu hjá Ólafíu á Nýja Sjálandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2017 07:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/LET/Tristan Jones Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hóf keppni í nótt á LPGA móti á Nýja Sjálandi en þetta er 21. mótið á bandarísku atvinnumannamótaröðinni á þessu ári hjá henni. Það fór ekki vel hjá okkar konu á þessum fyrsta hring og byrjunin var skelfileg. Ólafía Þórunn fékk tvöfaldan skolla á fyrstu holu og síðan sex skolla til viðbótar. Hún endaði á því að spila á 78 höggum eða sex höggum yfir pari. Ólafía er í 114. sæti eftir fyrsta hringinn og þarf að spila miklu miklu betur á öðrum hring ætli hún að ná niðurskurðinum á mótinu. Ólafía náði þó fugli á tveimur holum í röð á hringnum en hún spilaði holur 9 og 10 báðar á einu höggi undir pari. Það voru hinsvegar einu fuglarnir hennar í nótt. Ólafía Þórunn var fyrir mótið í 69. sæti peningalistans á LPGA mótaröðinni og besti árangur hennar á einu móti er 4. sæti. Hún er því í góðri stöðu fyrir lokakaflann á tímabilinu þar sem hún reynir að halda keppnisrétti sínum á sterkustu mótaröð heims. Hundrað efstu halda keppnisréttinum í lok tímabilsins og 80 efstu eru í fyrsta forgangshópnum hvað varðar aðgengi að mótum á næsta tímabili. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hóf keppni í nótt á LPGA móti á Nýja Sjálandi en þetta er 21. mótið á bandarísku atvinnumannamótaröðinni á þessu ári hjá henni. Það fór ekki vel hjá okkar konu á þessum fyrsta hring og byrjunin var skelfileg. Ólafía Þórunn fékk tvöfaldan skolla á fyrstu holu og síðan sex skolla til viðbótar. Hún endaði á því að spila á 78 höggum eða sex höggum yfir pari. Ólafía er í 114. sæti eftir fyrsta hringinn og þarf að spila miklu miklu betur á öðrum hring ætli hún að ná niðurskurðinum á mótinu. Ólafía náði þó fugli á tveimur holum í röð á hringnum en hún spilaði holur 9 og 10 báðar á einu höggi undir pari. Það voru hinsvegar einu fuglarnir hennar í nótt. Ólafía Þórunn var fyrir mótið í 69. sæti peningalistans á LPGA mótaröðinni og besti árangur hennar á einu móti er 4. sæti. Hún er því í góðri stöðu fyrir lokakaflann á tímabilinu þar sem hún reynir að halda keppnisrétti sínum á sterkustu mótaröð heims. Hundrað efstu halda keppnisréttinum í lok tímabilsins og 80 efstu eru í fyrsta forgangshópnum hvað varðar aðgengi að mótum á næsta tímabili.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira