Dagur Sig: Valsmenn eiga ekki séns í Selfoss Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2017 09:30 Fjórða umferð Olís-deildar karla í handbolta fer fram í kvöld og þar á meðal munu Íslandsmeistarar Vals heimsækja Selfoss. Maður sem gerði Þýskaland að Evrópumeisturum sendi Valsliðinu skýr skilaboð. Valsmenn eru með fullt hús eftir þrjár umferðir en hafa ekki verið alltof sannfærandi í þessum sigurleikjum sínum sem liðið hefur unnið með samtals 8 mörkum á móti liðum sem menn búast við að verði í neðri hluta deildarinnar. Dagur Sigurðsson var í Seinni bylgjunni á mánudagskvöldið og hann var ekkert að fela sannleikann fyrir Valsmönnum fyrir leik liðsins á Selfossi í kvöld. „Ég sé þá ekki standa í Selfossi í næsta leik. Eins og þeir hafa spilað fyrstu leikina þá eiga þeir bara ekki séns,“ sagði Dagur Sigurðsson. Hann var síðan spurður út í þá ákvörðun Snorra Steins Guðjónssonar að vilja ekki spila með Valsliðinu. Dagur skilur að Snorri vilji gefa öðrum leikmönnum tækifæri á miðjunni. „Ýmir (Örn Gíslason) er mjög efnilegur leikmaður og hann verður að fá einhverja leiki til að sýna sig og sanna. Sama með Anton (Rúnarsson). Hann var Íslandsmeistari í fyrra og þú tekur hann ekkert út og setur sjálfan þig inná,“ sagði Dagur. „Það er ekki hægt að bera þetta saman við mína stöðu þegar ég var há Bregenz. Ég skil vel að hann vilji gefa þeim sanngjarnan séns og koma sér betur inn í liðið. Ég held að hann sjái það mjög fljótlega að það þarf að koma meiri hraði inn í sóknarleikinn og meira tempó. Þetta þarf að vera miklu meira beint á markið,“ sagði Dagur. Í spilaranum fyrir ofan má sjá þegar Seinni bylgjan fór yfir sóknarleik Valsmanna í síðasta leik. Jóhann Gunnar Einarsson talaði um að nokkrir leikmenn Íslandsmeistaranna væru bara týndir og Dagur Sigurðsson benti á það hvað boltinn gangi hægt hjá Valsliðinu. Leikur Selfoss og Vals hefst klukkan 19.30 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Olís-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
Fjórða umferð Olís-deildar karla í handbolta fer fram í kvöld og þar á meðal munu Íslandsmeistarar Vals heimsækja Selfoss. Maður sem gerði Þýskaland að Evrópumeisturum sendi Valsliðinu skýr skilaboð. Valsmenn eru með fullt hús eftir þrjár umferðir en hafa ekki verið alltof sannfærandi í þessum sigurleikjum sínum sem liðið hefur unnið með samtals 8 mörkum á móti liðum sem menn búast við að verði í neðri hluta deildarinnar. Dagur Sigurðsson var í Seinni bylgjunni á mánudagskvöldið og hann var ekkert að fela sannleikann fyrir Valsmönnum fyrir leik liðsins á Selfossi í kvöld. „Ég sé þá ekki standa í Selfossi í næsta leik. Eins og þeir hafa spilað fyrstu leikina þá eiga þeir bara ekki séns,“ sagði Dagur Sigurðsson. Hann var síðan spurður út í þá ákvörðun Snorra Steins Guðjónssonar að vilja ekki spila með Valsliðinu. Dagur skilur að Snorri vilji gefa öðrum leikmönnum tækifæri á miðjunni. „Ýmir (Örn Gíslason) er mjög efnilegur leikmaður og hann verður að fá einhverja leiki til að sýna sig og sanna. Sama með Anton (Rúnarsson). Hann var Íslandsmeistari í fyrra og þú tekur hann ekkert út og setur sjálfan þig inná,“ sagði Dagur. „Það er ekki hægt að bera þetta saman við mína stöðu þegar ég var há Bregenz. Ég skil vel að hann vilji gefa þeim sanngjarnan séns og koma sér betur inn í liðið. Ég held að hann sjái það mjög fljótlega að það þarf að koma meiri hraði inn í sóknarleikinn og meira tempó. Þetta þarf að vera miklu meira beint á markið,“ sagði Dagur. Í spilaranum fyrir ofan má sjá þegar Seinni bylgjan fór yfir sóknarleik Valsmanna í síðasta leik. Jóhann Gunnar Einarsson talaði um að nokkrir leikmenn Íslandsmeistaranna væru bara týndir og Dagur Sigurðsson benti á það hvað boltinn gangi hægt hjá Valsliðinu. Leikur Selfoss og Vals hefst klukkan 19.30 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4.
Olís-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni