Ancelotti rekinn frá Bayern München Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2017 13:03 Carlo Ancelotti. Vísir/Getty Carlo Ancelotti stýrði liði Bayern München í síðasta sinn í gærkvöldi þegar liðið tapaði 3-0 á móti Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni. Fyrstu fregnir voru um að Ítalski þjálfarinn hafi hætt störfum en seinna kom í ljós að hann hafi verið rekinn. ESPN segist hafa heimildir fyrir því að Ancelotti hafi hætt sjálfur en ekki verið rekinn. Annað kom svo í ljós.Carlo Ancelotti has left his role as coach at Bayern Munich, sources close to the club have told ESPN FC: https://t.co/c870rDtGE9pic.twitter.com/tsiLq342AP — ESPN FC (@ESPNFC) September 28, 2017Presseerklärung: FC Bayern trennt sich von Carlo Ancelotti. https://t.co/hcibg8SzlSpic.twitter.com/D5VXNl22Kv — FC Bayern München (@FCBayern) September 28, 2017 Bæjarar áttu fá svör við leik franska liðsins í París í gær og það mátti heyra á yfirmönnum hjá félaginu að svona frammastaða kallaði á afleiðingar. Þetta var meðal annars versta tap liðsins í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á þessari öld. Bayern München liðið hafði áður gert 2-2 jafntefli við VfL Wolfsburg á heimavelli í þýsku deildinni og er fyrir vikið dottið niður í þriðja sæti heima fyrir. Það hefur verið mikil óánægja með frammistöðu Bayern liðsins að undanförnu og pressan kom fyrst fyrir alvöru þegar Bæjarar töpuðu 2-0 á móti 1899 Hoffenheim í þýsku deildinni í byrjun mánaðarins. Ancelotti tók stórar ákvarðanir fyrir leikinn í gær. Stórstjörnurnar Franck Ribery, Arjen Robben og Mats Hummels voru allir á varamannabekknum og Jerome Boateng komst ekki einu sinni í hópinn. Robben kom ekki inná fyrr en að þeir Dani Alves, Edinson Cavani og Neymar voru búnir að koma PSG í 3-0. Hinn 58 ára gamli Ítali tók við liðinu af Pep Guardiola fyrir síðasta tímabil og liðið vann þýska meistaratitilinn í vor. Ancelotti hefur verið þjálfari stórliða í stærstu deildum Evrópu á undanförnum árum en á undan því að þjálfa liða Bayern München þá var hann með Real Madrid á Spáni, Paris Saint Germain í Frakklandi, Chelsea á Englandi og AC Milan á Ítalíu. Það hafa örugglega einhver stór félög í Evrópu áhuga á því að bjóða honum starf.Uppfært 13:50Bayern München hefur staðfest að Carlo Ancelotti hafi verið rekinn. Willy Sagnol stýrir liðinu þangað til nýr þjálfari finnst. Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Neymar á heimleið? Fótbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Sjá meira
Carlo Ancelotti stýrði liði Bayern München í síðasta sinn í gærkvöldi þegar liðið tapaði 3-0 á móti Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni. Fyrstu fregnir voru um að Ítalski þjálfarinn hafi hætt störfum en seinna kom í ljós að hann hafi verið rekinn. ESPN segist hafa heimildir fyrir því að Ancelotti hafi hætt sjálfur en ekki verið rekinn. Annað kom svo í ljós.Carlo Ancelotti has left his role as coach at Bayern Munich, sources close to the club have told ESPN FC: https://t.co/c870rDtGE9pic.twitter.com/tsiLq342AP — ESPN FC (@ESPNFC) September 28, 2017Presseerklärung: FC Bayern trennt sich von Carlo Ancelotti. https://t.co/hcibg8SzlSpic.twitter.com/D5VXNl22Kv — FC Bayern München (@FCBayern) September 28, 2017 Bæjarar áttu fá svör við leik franska liðsins í París í gær og það mátti heyra á yfirmönnum hjá félaginu að svona frammastaða kallaði á afleiðingar. Þetta var meðal annars versta tap liðsins í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á þessari öld. Bayern München liðið hafði áður gert 2-2 jafntefli við VfL Wolfsburg á heimavelli í þýsku deildinni og er fyrir vikið dottið niður í þriðja sæti heima fyrir. Það hefur verið mikil óánægja með frammistöðu Bayern liðsins að undanförnu og pressan kom fyrst fyrir alvöru þegar Bæjarar töpuðu 2-0 á móti 1899 Hoffenheim í þýsku deildinni í byrjun mánaðarins. Ancelotti tók stórar ákvarðanir fyrir leikinn í gær. Stórstjörnurnar Franck Ribery, Arjen Robben og Mats Hummels voru allir á varamannabekknum og Jerome Boateng komst ekki einu sinni í hópinn. Robben kom ekki inná fyrr en að þeir Dani Alves, Edinson Cavani og Neymar voru búnir að koma PSG í 3-0. Hinn 58 ára gamli Ítali tók við liðinu af Pep Guardiola fyrir síðasta tímabil og liðið vann þýska meistaratitilinn í vor. Ancelotti hefur verið þjálfari stórliða í stærstu deildum Evrópu á undanförnum árum en á undan því að þjálfa liða Bayern München þá var hann með Real Madrid á Spáni, Paris Saint Germain í Frakklandi, Chelsea á Englandi og AC Milan á Ítalíu. Það hafa örugglega einhver stór félög í Evrópu áhuga á því að bjóða honum starf.Uppfært 13:50Bayern München hefur staðfest að Carlo Ancelotti hafi verið rekinn. Willy Sagnol stýrir liðinu þangað til nýr þjálfari finnst.
Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Neymar á heimleið? Fótbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Sjá meira