Bílaleigur leggja þung gjöld á ferðamenn vegna flóðanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. september 2017 15:23 Brúin yfir Kolgrímu við Skálafell rétt vestan við Mýrar. Eins og sjá má er rennsli í ánni mjög mikið. Lögreglan á Suðurlandi Björgunarsveitir og aðrir viðbragðsaðilar vinna nú að því að aðstoða heimamenn á Mýrum og í Suðursveit en eins og kunnugt er er vegurinn um brúna yfir Steinavötn lokaður og brúin eitthvað farin að síga. Þá hafa verið rofin skörð í veginn austan við Hólmsá og flæðir vatn þar nú í gegn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Starfsfólk á Höfn, bæði lögreglumaður og ljósmóðir, voru flutt til vinnu með þyrlu Landhelgisgæslunnar í morgun. Þá hafa ferðamenn þurft að skilja bíla sína eftir á lokunarsvæðum og dæmi eru um að bílaleigur hér á landi leggi veruleg gjöld á ferðamenn vegna þessa. Önnur séu þó viljug til að leysa málin með sanngjörnum hætti. Þyrlan nýtt í bak og fyrir Mikið vatn liggur nú á túnum og á láglendi og enda þótt nú hafi stytt nokkuð upp gera spár ráð fyrir mikilli rigningu í fyrramálið. Því er ljóst að vegasamband verður ekki komið á við þess bæi fyrr en um eða eftir helgi. Þá skipta afdrif brúarinnar yfir Steinavötn öllu máli því ef hún rofnar mun taka lengri tíma að koma umferð á hringveginn um Suðurlandið. Með flugi LHG úr Reykjavík í morgun fóru verkfræðingar Vegagerðar til að meta ástand brúarinnar og mögulegar aðgerðir til að bjarga henni. Þá flutti hún lögreglumann af Suðurlandi austur og ljósmóður frá Kirkjubæjarklaustri á Höfn vegna vinnu hennar þar. Nú er verið að nýta þyrluna í að fljúga með starfsmenn lögreglu, Vegagerðar og Rarik til að meta ástand vega og veitukerfis. Ásamt því að huga að búfénaði sem vera kann í flóðvatni innan svæðisins. 50-60 ferðamenn innlyksa Síðan verða fluttar nauðsynlegar vistir til íbúa innan lokunarinnar, lyf, bæði fyrir menn og skepnur og annað sem ekki getur beðið. Þá er verið að skipuleggja úrlausnir fyrir ferðamenn innan lokunarinnar en þar munu milli 50 og 60 manns vera stopp, flestir á Smyrlabjörgum og allir í góðu yfirlæti. Í tilkynningu lögreglu kemur jafnframt fram að ljóst sé að einhverjir ferðamannanna munu þurfa að skilja bílaleigubíla sína eftir innan lokunarinnar og hafa flestar bílaleigur verið viljugar til að leysa það með sanngjörnum hætti. Þó eru til dæmi um leigur sem virðast ekki hafa skilning á neyð þessara ágætu ferðamanna og leggja veruleg gjöld á þá vegna þessa. Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Björgunarsveitir og aðrir viðbragðsaðilar vinna nú að því að aðstoða heimamenn á Mýrum og í Suðursveit en eins og kunnugt er er vegurinn um brúna yfir Steinavötn lokaður og brúin eitthvað farin að síga. Þá hafa verið rofin skörð í veginn austan við Hólmsá og flæðir vatn þar nú í gegn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Starfsfólk á Höfn, bæði lögreglumaður og ljósmóðir, voru flutt til vinnu með þyrlu Landhelgisgæslunnar í morgun. Þá hafa ferðamenn þurft að skilja bíla sína eftir á lokunarsvæðum og dæmi eru um að bílaleigur hér á landi leggi veruleg gjöld á ferðamenn vegna þessa. Önnur séu þó viljug til að leysa málin með sanngjörnum hætti. Þyrlan nýtt í bak og fyrir Mikið vatn liggur nú á túnum og á láglendi og enda þótt nú hafi stytt nokkuð upp gera spár ráð fyrir mikilli rigningu í fyrramálið. Því er ljóst að vegasamband verður ekki komið á við þess bæi fyrr en um eða eftir helgi. Þá skipta afdrif brúarinnar yfir Steinavötn öllu máli því ef hún rofnar mun taka lengri tíma að koma umferð á hringveginn um Suðurlandið. Með flugi LHG úr Reykjavík í morgun fóru verkfræðingar Vegagerðar til að meta ástand brúarinnar og mögulegar aðgerðir til að bjarga henni. Þá flutti hún lögreglumann af Suðurlandi austur og ljósmóður frá Kirkjubæjarklaustri á Höfn vegna vinnu hennar þar. Nú er verið að nýta þyrluna í að fljúga með starfsmenn lögreglu, Vegagerðar og Rarik til að meta ástand vega og veitukerfis. Ásamt því að huga að búfénaði sem vera kann í flóðvatni innan svæðisins. 50-60 ferðamenn innlyksa Síðan verða fluttar nauðsynlegar vistir til íbúa innan lokunarinnar, lyf, bæði fyrir menn og skepnur og annað sem ekki getur beðið. Þá er verið að skipuleggja úrlausnir fyrir ferðamenn innan lokunarinnar en þar munu milli 50 og 60 manns vera stopp, flestir á Smyrlabjörgum og allir í góðu yfirlæti. Í tilkynningu lögreglu kemur jafnframt fram að ljóst sé að einhverjir ferðamannanna munu þurfa að skilja bílaleigubíla sína eftir innan lokunarinnar og hafa flestar bílaleigur verið viljugar til að leysa það með sanngjörnum hætti. Þó eru til dæmi um leigur sem virðast ekki hafa skilning á neyð þessara ágætu ferðamanna og leggja veruleg gjöld á þá vegna þessa.
Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira