Á þriðja tug kinda bjargað undan aurskriðu Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. september 2017 18:00 Um 20 til 30 kindum var bjargað í dag eftir að skriða féll neðan við bæinn Hamarssel í Hamarsfirði. Landsbjörg Björgunarsveitarmenn björguðu á þriðja tug kinda sem lent höfðu undir aurskriðu í Hamarsfirði í morgun. Talið er að enn sé eitthvert fé undir skriðunni en gríðarlegir vatnavextir eru á Suðaustur- og Austurlandi vegna úrkomu í gær og í dag. Um 15 til 20 manns frá björgunarsveitinni Báru á Djúpavogi komu að björgunaraðgerðunum í dag eftir að skriða féll neðan við bæinn Hamarssel í Hamarsfirði um klukkan ellefu í morgun. Jökull Fannar Helgason, stjórnarmaður í svæðisstjórn björgunarsveita á Austurlandi, segir í samtali við Vísi að vel hafi gengið að koma kindunum undan skriðunni. „Það féll þarna skriða um ellefuleytið í morgun, gríðarlega stór og kom niður úr giljum og yfir tún. Það varð eitthvað fé undir,“ segir Jökull Fannar en ekki er enn vitað hversu margar kindur urðu fyrir skriðunni. „Þeir náðu að bjarga einhverjum 20 til 30 kindum.“Um 20 til 30 kindum var bjargað undan aurskriðunni í dag.Landsbjörg„Það er náttúrulega bara allt gegnsósa af vatni“ Miklar annir hafa verið hjá björgunarsveitum á Suðausturlandi í gær og í dag vegna gríðarlegra vatnavaxta og úrkomu á svæðinu. Jökull Fannar segist ekki muna eftir öðru eins votviðri. „Það er náttúrulega bara allt gegnsósa af vatni. Ég veit um menn sem hafa búið í Hamarsfirði frá því fyrir 1970 og þeir hafa ekki séð annað eins.“ Talið er að tugir kinda hafi drepist þegar Jökulsá á Fljótsdal flæddi yfir bakka sína við Valþjófstaðanes eftir mikla úrkomu í gær. Þá voru á milli 20 og 25 bæir innlyksa vegna vatnavaxtanna laust eftir hádegi í dag. Ekki er heldur útlit fyrir að hringvegurinn opni fyrr en í fyrsta lagi á sunnudag en hann er lokaður við Hólmsá á Mýrum.Allt er gegnsósa af vatni á svæðinu að sögn Jökuls Fannars Helgasonar, stjórnarmanns í svæðisstjórn björgunarsveita á Austurlandi. Björgunarmenn voru því drullugir á vettvangi í dag.Landsbjörg Veður Tengdar fréttir Bílaleigur leggja þung gjöld á ferðamenn vegna flóðanna Lögregluþjónn og ljósmóðir eru meðal þeirra sem fengið hafa far með þyrlu til Hafnar í Hornafirði í morgun enda þjóðvegurinn í sundur. 28. september 2017 15:23 Hringvegurinn lokaður á tveimur stöðum Búið er að loka fyrir alla umferð yfir brúna á þjóðvegi 1 yfir Steinavötn í Suðursveit. 28. september 2017 10:40 Áfram mun rigna á Austurland Veðurstofan gerir áfram ráð fyrir fyrir talsverðri, samfelldri úrkomu fram undir kvöld. 28. september 2017 06:09 Þyrlan flýgur með nauðsynjavörur á bæi sem eru innlyksa vegna vatnavaxta Von er á þyrlu Landhelgisgæslunnar innan skamms á Suðausturland þar sem gríðarlegir vatnavextir eru vegna úrkomu í gær og í dag. 28. september 2017 12:23 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Björgunarsveitarmenn björguðu á þriðja tug kinda sem lent höfðu undir aurskriðu í Hamarsfirði í morgun. Talið er að enn sé eitthvert fé undir skriðunni en gríðarlegir vatnavextir eru á Suðaustur- og Austurlandi vegna úrkomu í gær og í dag. Um 15 til 20 manns frá björgunarsveitinni Báru á Djúpavogi komu að björgunaraðgerðunum í dag eftir að skriða féll neðan við bæinn Hamarssel í Hamarsfirði um klukkan ellefu í morgun. Jökull Fannar Helgason, stjórnarmaður í svæðisstjórn björgunarsveita á Austurlandi, segir í samtali við Vísi að vel hafi gengið að koma kindunum undan skriðunni. „Það féll þarna skriða um ellefuleytið í morgun, gríðarlega stór og kom niður úr giljum og yfir tún. Það varð eitthvað fé undir,“ segir Jökull Fannar en ekki er enn vitað hversu margar kindur urðu fyrir skriðunni. „Þeir náðu að bjarga einhverjum 20 til 30 kindum.“Um 20 til 30 kindum var bjargað undan aurskriðunni í dag.Landsbjörg„Það er náttúrulega bara allt gegnsósa af vatni“ Miklar annir hafa verið hjá björgunarsveitum á Suðausturlandi í gær og í dag vegna gríðarlegra vatnavaxta og úrkomu á svæðinu. Jökull Fannar segist ekki muna eftir öðru eins votviðri. „Það er náttúrulega bara allt gegnsósa af vatni. Ég veit um menn sem hafa búið í Hamarsfirði frá því fyrir 1970 og þeir hafa ekki séð annað eins.“ Talið er að tugir kinda hafi drepist þegar Jökulsá á Fljótsdal flæddi yfir bakka sína við Valþjófstaðanes eftir mikla úrkomu í gær. Þá voru á milli 20 og 25 bæir innlyksa vegna vatnavaxtanna laust eftir hádegi í dag. Ekki er heldur útlit fyrir að hringvegurinn opni fyrr en í fyrsta lagi á sunnudag en hann er lokaður við Hólmsá á Mýrum.Allt er gegnsósa af vatni á svæðinu að sögn Jökuls Fannars Helgasonar, stjórnarmanns í svæðisstjórn björgunarsveita á Austurlandi. Björgunarmenn voru því drullugir á vettvangi í dag.Landsbjörg
Veður Tengdar fréttir Bílaleigur leggja þung gjöld á ferðamenn vegna flóðanna Lögregluþjónn og ljósmóðir eru meðal þeirra sem fengið hafa far með þyrlu til Hafnar í Hornafirði í morgun enda þjóðvegurinn í sundur. 28. september 2017 15:23 Hringvegurinn lokaður á tveimur stöðum Búið er að loka fyrir alla umferð yfir brúna á þjóðvegi 1 yfir Steinavötn í Suðursveit. 28. september 2017 10:40 Áfram mun rigna á Austurland Veðurstofan gerir áfram ráð fyrir fyrir talsverðri, samfelldri úrkomu fram undir kvöld. 28. september 2017 06:09 Þyrlan flýgur með nauðsynjavörur á bæi sem eru innlyksa vegna vatnavaxta Von er á þyrlu Landhelgisgæslunnar innan skamms á Suðausturland þar sem gríðarlegir vatnavextir eru vegna úrkomu í gær og í dag. 28. september 2017 12:23 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Bílaleigur leggja þung gjöld á ferðamenn vegna flóðanna Lögregluþjónn og ljósmóðir eru meðal þeirra sem fengið hafa far með þyrlu til Hafnar í Hornafirði í morgun enda þjóðvegurinn í sundur. 28. september 2017 15:23
Hringvegurinn lokaður á tveimur stöðum Búið er að loka fyrir alla umferð yfir brúna á þjóðvegi 1 yfir Steinavötn í Suðursveit. 28. september 2017 10:40
Áfram mun rigna á Austurland Veðurstofan gerir áfram ráð fyrir fyrir talsverðri, samfelldri úrkomu fram undir kvöld. 28. september 2017 06:09
Þyrlan flýgur með nauðsynjavörur á bæi sem eru innlyksa vegna vatnavaxta Von er á þyrlu Landhelgisgæslunnar innan skamms á Suðausturland þar sem gríðarlegir vatnavextir eru vegna úrkomu í gær og í dag. 28. september 2017 12:23