Ráðherra vill blátt bann við urðun lífræns úrgangs Sveinn Arnarsson skrifar 29. september 2017 06:00 Jarðgerðarstöðin Molta á Akureyri breytir lífrænum úrgangi í jarðveg. Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra leggst gegn því að Stekkjarvík fái undanþágu frá starfsleyfi sínu til að urða meira magn. Stefnan sé að leggja blátt bann við urðun lífræns úrgangs. „Ég tel það ekki þjóna neinum hagsmunum að undanþága verði veitt frá gildandi starfsleyfi,“ segir Björt. „Það leysir ekki þann vanda sem við er að etja því ljóst er að sama vandamál mun koma upp aftur næsta haust ef fram heldur sem horfir.“ Björt segir vinnu hafa verið í gangi við að banna urðun lífræns úrgangs. „Mun umhverfisvænna er að nýta þennan lífræna úrgang til þarfari verka, svo sem í moltugerð eða framleiðslu á lífdísil. Í rauninni eru möguleikarnir margir og betri fyrir náttúruna en urðun.“Björt ÓlafsdóttirFréttablaðið greindi frá því í gær að urðunarstaðurinn Stekkjarvík við Blönduós myndi á næstu dögum óska eftir undanþágu á starfsleyfi frá Umhverfisstofnun. Telja forsvarsmenn urðunarstaðarins að þeir fari yfir leyfilegt magn úrgangs til urðunar í ár vegna aukins sláturúrgangs. Urðunarstaðurinn hefur leyfi til að urða allt að 21.000 tonn árlega og ljóst er að farið verður yfir þá tölu fyrr en seinna. Fannar Viggósson, verkstjóri urðunarstaðarins, sagði tvær meginskýringar vera á því að kvótinn sem fengist árlega væri að klárast. Sláturúrgangur væri mikill en einnig hentu íbúar meira sorpi nú en áður. Í markmiðum landsáætlunar um meðhöndlun úrgangs kemur fram að stórlega eigi að draga úr urðun lífræns úrgangs á næstu árum. Jarðgerðarstöðin Molta í Eyjafirði tekur á móti lífrænum úrgangi og í fyrra tók hún samtals við rúmum átta þúsund tonnum til moltugerðar. Úr því eru framleidd um fjögur þúsund tonn af næringarríkum jarðvegi sem hefur nýst vel til landgræðslu sem bæði bændur og fyrirtæki hafa nýtt sér. Birtist í Fréttablaðinu Blönduós Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra leggst gegn því að Stekkjarvík fái undanþágu frá starfsleyfi sínu til að urða meira magn. Stefnan sé að leggja blátt bann við urðun lífræns úrgangs. „Ég tel það ekki þjóna neinum hagsmunum að undanþága verði veitt frá gildandi starfsleyfi,“ segir Björt. „Það leysir ekki þann vanda sem við er að etja því ljóst er að sama vandamál mun koma upp aftur næsta haust ef fram heldur sem horfir.“ Björt segir vinnu hafa verið í gangi við að banna urðun lífræns úrgangs. „Mun umhverfisvænna er að nýta þennan lífræna úrgang til þarfari verka, svo sem í moltugerð eða framleiðslu á lífdísil. Í rauninni eru möguleikarnir margir og betri fyrir náttúruna en urðun.“Björt ÓlafsdóttirFréttablaðið greindi frá því í gær að urðunarstaðurinn Stekkjarvík við Blönduós myndi á næstu dögum óska eftir undanþágu á starfsleyfi frá Umhverfisstofnun. Telja forsvarsmenn urðunarstaðarins að þeir fari yfir leyfilegt magn úrgangs til urðunar í ár vegna aukins sláturúrgangs. Urðunarstaðurinn hefur leyfi til að urða allt að 21.000 tonn árlega og ljóst er að farið verður yfir þá tölu fyrr en seinna. Fannar Viggósson, verkstjóri urðunarstaðarins, sagði tvær meginskýringar vera á því að kvótinn sem fengist árlega væri að klárast. Sláturúrgangur væri mikill en einnig hentu íbúar meira sorpi nú en áður. Í markmiðum landsáætlunar um meðhöndlun úrgangs kemur fram að stórlega eigi að draga úr urðun lífræns úrgangs á næstu árum. Jarðgerðarstöðin Molta í Eyjafirði tekur á móti lífrænum úrgangi og í fyrra tók hún samtals við rúmum átta þúsund tonnum til moltugerðar. Úr því eru framleidd um fjögur þúsund tonn af næringarríkum jarðvegi sem hefur nýst vel til landgræðslu sem bæði bændur og fyrirtæki hafa nýtt sér.
Birtist í Fréttablaðinu Blönduós Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira