Segir íslenskt ferðafólk sýna útlendingunum hroka Garðar Örn Úlfarsson skrifar 29. september 2017 06:00 Góð stemning er meðal nemenda í íslensku fyrir útlendinga í Vík. Mynd/Anna „Ég hef orðið vitni að því oftar en einu sinni að Íslendingar eru bara mjög dónalegir við starfsfólkið okkar af því að það talar ekki íslensku,“ segir Anna Lára Pálsdóttir, starfsmaður í móttökunni á Hótel Kötlu í Vík, sem nú kennir útlendingum á staðnum íslensku. Fræðslunet Suðurlands stendur fyrir námskeiðinu sem haldið er í húsakynnum Kötlusetursins í Vík og hófst á mánudaginn. Anna Lára segir ekki endanlega ljóst hversu margir ætli að sitja námskeiðið sem fram fer tvo eftirmiðdaga í viku þar til í lok nóvember. Fólkið sé allt í vaktavinnu og einhverjir af 24 sem höfðu skráð sig hafi ekki getað fengið sig lausa og afbókað. „En eins og þetta leit út á mánudaginn sýndist mér ég þurfa að vera með tvo hópa, það voru svo margir skráðir,“ segir hún. Útlendingarnir sem búa í Vík og sækja námskeiðið eru allir að vinna í ferðaþjónustu að sögn Önnu. Þetta fólk hafi þegar verið í talsverðan tíma á landinu. „Það er mikið af Pólverjum og Tékkum og á námskeiðinu hjá mér er líka til dæmis fólk frá Frakklandi og Spáni. Það voru allir mjög jákvæðir og spenntir.“Anna Lára Pálsdóttir kennari starfar í móttökunni á Hótel Kötlu í Vík. Anna segir sérstaklega þá sem hafi verið hér á Íslandi um lengri tíma vilja ná betri tökum á íslenskunni. „Markmiðið er að fólk öðlist sjálfstraust til að tala og nota tungumálið og skilja það en ég er ekki að leggja áherslu á að rita mikið eða á málfræði,“ útskýrir hún. „Margir hafa verið hér mjög lengi en skortir kjarkinn til að láta vaða og byrja að tala.“ Að sögn Önnu eru um níutíu prósent af gestunum sem koma á Hótel Kötlu útlendingar. „Við erum nánast bara með útlendinga í þjónustustörfum hérna, þeir eru áttatíu prósent eða meira. Allir þjónarnir eru útlenskir til dæmis þótt við séum íslenskar í móttökunni,“ segir hún. Oft sé komið og kvartað undan þessu við Íslendingana í móttökunni. „Ég veit ekki hvort þetta er óöryggi hjá Íslendingunum en ég hef oftar en einu sinni orðið vitni að því að það er komið fram við fólkið af hroka af því að það talar ekki íslensku. Íslendingum finnst að þeir eigi rétt á því að fá þjónustu á íslensku á Íslandi,“ segir Anna sem kveðst þá benda á að landslagið sé nú breytt. „Ef þetta fólk væri ekki hérna að sinna þessum störfum fyrir okkur þá væri þetta hótel ekkert opið. Það eru ekki Íslendingar hér til að vinna þessi störf.“ Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Sjá meira
„Ég hef orðið vitni að því oftar en einu sinni að Íslendingar eru bara mjög dónalegir við starfsfólkið okkar af því að það talar ekki íslensku,“ segir Anna Lára Pálsdóttir, starfsmaður í móttökunni á Hótel Kötlu í Vík, sem nú kennir útlendingum á staðnum íslensku. Fræðslunet Suðurlands stendur fyrir námskeiðinu sem haldið er í húsakynnum Kötlusetursins í Vík og hófst á mánudaginn. Anna Lára segir ekki endanlega ljóst hversu margir ætli að sitja námskeiðið sem fram fer tvo eftirmiðdaga í viku þar til í lok nóvember. Fólkið sé allt í vaktavinnu og einhverjir af 24 sem höfðu skráð sig hafi ekki getað fengið sig lausa og afbókað. „En eins og þetta leit út á mánudaginn sýndist mér ég þurfa að vera með tvo hópa, það voru svo margir skráðir,“ segir hún. Útlendingarnir sem búa í Vík og sækja námskeiðið eru allir að vinna í ferðaþjónustu að sögn Önnu. Þetta fólk hafi þegar verið í talsverðan tíma á landinu. „Það er mikið af Pólverjum og Tékkum og á námskeiðinu hjá mér er líka til dæmis fólk frá Frakklandi og Spáni. Það voru allir mjög jákvæðir og spenntir.“Anna Lára Pálsdóttir kennari starfar í móttökunni á Hótel Kötlu í Vík. Anna segir sérstaklega þá sem hafi verið hér á Íslandi um lengri tíma vilja ná betri tökum á íslenskunni. „Markmiðið er að fólk öðlist sjálfstraust til að tala og nota tungumálið og skilja það en ég er ekki að leggja áherslu á að rita mikið eða á málfræði,“ útskýrir hún. „Margir hafa verið hér mjög lengi en skortir kjarkinn til að láta vaða og byrja að tala.“ Að sögn Önnu eru um níutíu prósent af gestunum sem koma á Hótel Kötlu útlendingar. „Við erum nánast bara með útlendinga í þjónustustörfum hérna, þeir eru áttatíu prósent eða meira. Allir þjónarnir eru útlenskir til dæmis þótt við séum íslenskar í móttökunni,“ segir hún. Oft sé komið og kvartað undan þessu við Íslendingana í móttökunni. „Ég veit ekki hvort þetta er óöryggi hjá Íslendingunum en ég hef oftar en einu sinni orðið vitni að því að það er komið fram við fólkið af hroka af því að það talar ekki íslensku. Íslendingum finnst að þeir eigi rétt á því að fá þjónustu á íslensku á Íslandi,“ segir Anna sem kveðst þá benda á að landslagið sé nú breytt. „Ef þetta fólk væri ekki hérna að sinna þessum störfum fyrir okkur þá væri þetta hótel ekkert opið. Það eru ekki Íslendingar hér til að vinna þessi störf.“
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Sjá meira