Ólafía nokkuð frá því að ná niðurskurðinum í Nýja Sjálandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. september 2017 07:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir í einni sandgryfjunni á hringnum í nótt. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur lokið keppni á McKayson LPGA-mótinu á Nýja Sjálandi en það dugði okkar konu ekki að spila annan hringinn á pari. Ólafía lék tvo fyrstu hringina á sex höggum yfir pari og var á endanum fimm höggum frá því að ná niðurskurðinum. Hún endar væntanlega í 110. sæti á mótinu. Ólafía fékk þrjá fugla í hringnum í nótt en einnig einn skramba og einn skolla. Ólafía fékk því skramba (tvöfaldan skolla) báða dagana en sá í nótt kom á sautjándu holu sem er par þrjú hola. Ólafía hafði fengið fyrsta fugl dagsins á sextándu eða holunni á undan. Ólafía fór út á tíundu holu í nótt og fékk síðan fugla á bæði fyrstu og fjórðu holu vallarins en skolli dagsins kom síðan á áttundu holu eða næstsíðustu holu dagsins. Ólafía púttaði betur en á fyrstu hringnum þegar hún þurfti 35 pútt en púttin voru fimm færri í nótt. Hún komst líka inn á flöt í réttum höggfjölda á þrettán holum af átján en hafði aðeins gert það á ellefu holum daginn áður. Ólafía var fyrir mótið í 69. sæti peningalistans á LPGA mótaröðinni en hún fær engan pening fyrir þetta mót og mun því eflaust lækka eitthvað á næsta lista. Þetta var 21. mótið hennar á bandarísku mótaröðinni á þessu tímabili. Hún er samt í góðri stöðu fyrir lokakaflann á tímabilinu að halda keppnisrétti sínum á sterkustu mótaröð heims. Hundrað efstu halda keppnisréttinum í lok tímabilsins og 80 efstu eru í fyrsta forgangshópnum hvað varðar aðgengi að mótum á næsta tímabili. Golf Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Joshua kjálkabraut Paul Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Fleiri fréttir Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur lokið keppni á McKayson LPGA-mótinu á Nýja Sjálandi en það dugði okkar konu ekki að spila annan hringinn á pari. Ólafía lék tvo fyrstu hringina á sex höggum yfir pari og var á endanum fimm höggum frá því að ná niðurskurðinum. Hún endar væntanlega í 110. sæti á mótinu. Ólafía fékk þrjá fugla í hringnum í nótt en einnig einn skramba og einn skolla. Ólafía fékk því skramba (tvöfaldan skolla) báða dagana en sá í nótt kom á sautjándu holu sem er par þrjú hola. Ólafía hafði fengið fyrsta fugl dagsins á sextándu eða holunni á undan. Ólafía fór út á tíundu holu í nótt og fékk síðan fugla á bæði fyrstu og fjórðu holu vallarins en skolli dagsins kom síðan á áttundu holu eða næstsíðustu holu dagsins. Ólafía púttaði betur en á fyrstu hringnum þegar hún þurfti 35 pútt en púttin voru fimm færri í nótt. Hún komst líka inn á flöt í réttum höggfjölda á þrettán holum af átján en hafði aðeins gert það á ellefu holum daginn áður. Ólafía var fyrir mótið í 69. sæti peningalistans á LPGA mótaröðinni en hún fær engan pening fyrir þetta mót og mun því eflaust lækka eitthvað á næsta lista. Þetta var 21. mótið hennar á bandarísku mótaröðinni á þessu tímabili. Hún er samt í góðri stöðu fyrir lokakaflann á tímabilinu að halda keppnisrétti sínum á sterkustu mótaröð heims. Hundrað efstu halda keppnisréttinum í lok tímabilsins og 80 efstu eru í fyrsta forgangshópnum hvað varðar aðgengi að mótum á næsta tímabili.
Golf Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Joshua kjálkabraut Paul Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Fleiri fréttir Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira