NBA-liðin verða hér eftir sektuð fyrir að hvíla leikmenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. september 2017 08:30 LeBron James missir ekki af mörgum leikjum en þetta kvöld fékk hann frí. Vísir/Getty NBA-deildin samþykkti athyglisverðar reglubreytingar í gær í tengslum við nýliðavalið og varðandi það að liðin mega ekki lengur hvíla leikmenn að óþörfu. Stjórn NBA-deildararnar var tilbúin að fylgja eftir skoðun yfirmannsins Adam Silver sem hefur talað mikið fyrir báðum breytingum. Þessar reglubreytingar koma því ekki mikið á óvart. Báðar breytingar eiga að stuðla því að auka skemmtanagildi í NBA-deildinni, fækka leikjum þar sem stjörnurnar eru hvíldar eða leikjum þar sem lélegu liðin hætta að reyna að vinna. NBA-liðin mega ekki lengur mæta í leiki með varamenn sína og þá eiga þessar reglubreytingar að stuðla að því að lélegustu liðin græði ekki eins mikið á því að vera með lélegasta árangurinn í deildinni. Lélegasta liðið í deildinni hefur hingað til átt 25 prósent möguleika á því að ná fyrsta valrétti í nýliðavalinu en nú eiga þrjá neðstu liðin öll fjórtán prósent möguleika á því að fá fyrsta valrétt. Hér fyrir neðan má sjá breytingar á líkum lélegustu liðanna að fá efstu valréttina en þetta verður þó ekki tekið upp fyrr en í nýliðavalinu 2019.The NBA’s Board of Governors passed a draft lottery reform. New rules will start with 2019 Draft. pic.twitter.com/EpsmkSYC5l — SportsCenter (@SportsCenter) September 28, 2017 Með hinni breytingunni er verið að reyna að koma í veg fyrir þá slæmu þróun síðustu tímabil að NBA-þjálfararnir voru mikið farnir að hvíla sína bestu leikmenn í leikjum þegar álagið var mikið og það oft þegar leikirnir voru sendir út í beinni stjórnvarpútsendingu á stóru stöðvunum. NBA-deildin er þegar búin að dreifa úr leikjadagskránni og fækka þeim tilfellum sem liðin spila kvöld eftir kvöld.NBA Draft lottery reform reportedly includes penalties for resting players https://t.co/kPBicCVzetpic.twitter.com/WpWs9h1VhQ — Sporting News NBA (@sn_nba) September 28, 2017 Adam Silver, yfirmaður NBA-deildarinnar, fær nú leyfi til þess að sekta félög hvíli þau leikmenn þegar engin ástæða er til og eða að þau hvíla ómeidda leikmenn í leikjum sem eru sýndir á ESPN, ABC eða TNT sjónvarpsstöðvunum. Liðunum er einnig ráðlagt það að hvíla leikmenn í heimaleikjum sé þörf á því og ef að leikmenn fá frí í leik þá þurfa þeir engu að síður að vera á bekknum og gefa færi á sér með stuðningsmönnum fyrir leik.Sources: The NBA's draft lottery reform passed 28-1-1. Oklahoma City voted "No" and Dallas abstained. NBA needed 3/4th majority for passage. — Adrian Wojnarowski (@wojespn) September 28, 2017 NBA Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Sjá meira
NBA-deildin samþykkti athyglisverðar reglubreytingar í gær í tengslum við nýliðavalið og varðandi það að liðin mega ekki lengur hvíla leikmenn að óþörfu. Stjórn NBA-deildararnar var tilbúin að fylgja eftir skoðun yfirmannsins Adam Silver sem hefur talað mikið fyrir báðum breytingum. Þessar reglubreytingar koma því ekki mikið á óvart. Báðar breytingar eiga að stuðla því að auka skemmtanagildi í NBA-deildinni, fækka leikjum þar sem stjörnurnar eru hvíldar eða leikjum þar sem lélegu liðin hætta að reyna að vinna. NBA-liðin mega ekki lengur mæta í leiki með varamenn sína og þá eiga þessar reglubreytingar að stuðla að því að lélegustu liðin græði ekki eins mikið á því að vera með lélegasta árangurinn í deildinni. Lélegasta liðið í deildinni hefur hingað til átt 25 prósent möguleika á því að ná fyrsta valrétti í nýliðavalinu en nú eiga þrjá neðstu liðin öll fjórtán prósent möguleika á því að fá fyrsta valrétt. Hér fyrir neðan má sjá breytingar á líkum lélegustu liðanna að fá efstu valréttina en þetta verður þó ekki tekið upp fyrr en í nýliðavalinu 2019.The NBA’s Board of Governors passed a draft lottery reform. New rules will start with 2019 Draft. pic.twitter.com/EpsmkSYC5l — SportsCenter (@SportsCenter) September 28, 2017 Með hinni breytingunni er verið að reyna að koma í veg fyrir þá slæmu þróun síðustu tímabil að NBA-þjálfararnir voru mikið farnir að hvíla sína bestu leikmenn í leikjum þegar álagið var mikið og það oft þegar leikirnir voru sendir út í beinni stjórnvarpútsendingu á stóru stöðvunum. NBA-deildin er þegar búin að dreifa úr leikjadagskránni og fækka þeim tilfellum sem liðin spila kvöld eftir kvöld.NBA Draft lottery reform reportedly includes penalties for resting players https://t.co/kPBicCVzetpic.twitter.com/WpWs9h1VhQ — Sporting News NBA (@sn_nba) September 28, 2017 Adam Silver, yfirmaður NBA-deildarinnar, fær nú leyfi til þess að sekta félög hvíli þau leikmenn þegar engin ástæða er til og eða að þau hvíla ómeidda leikmenn í leikjum sem eru sýndir á ESPN, ABC eða TNT sjónvarpsstöðvunum. Liðunum er einnig ráðlagt það að hvíla leikmenn í heimaleikjum sé þörf á því og ef að leikmenn fá frí í leik þá þurfa þeir engu að síður að vera á bekknum og gefa færi á sér með stuðningsmönnum fyrir leik.Sources: The NBA's draft lottery reform passed 28-1-1. Oklahoma City voted "No" and Dallas abstained. NBA needed 3/4th majority for passage. — Adrian Wojnarowski (@wojespn) September 28, 2017
NBA Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Sjá meira