Hæðin yfir Finnlandi situr sem fastast svo lægðabrautin verður áfram yfir Austurlandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. september 2017 10:27 Frá Hamarsdal í gær. Miklir vatnavextir hafa verið á Austurlandi og Suðausturlandi síðustu daga vegna mikillar úrkomu sem ekkert lát verður á fyrr en á sunnudag samkvæmt spám. Eiður ragnarsson/landsbjörg Daníel Þorláksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að hæðin yfir Finnlandi sem stýri gríðarlega mikilli úrkomu yfir Austur- og Suðausturland veikist ekki fyrr en á sunnudag. Það má því búast við talsverðri og jafnvel mikilli rigningu á svæðinu í dag og á morgun. Daníel segir þó að rigningin verði ekkert í líkingu sem úrkomuna sem féll fyrr í vikunni en hún falli á blauta jörð og því verði staðan áfram varasöm. „Það er þó uppsafnað á einum sólarhring alveg 50 til 60 millimetrar þannig að þetta er nú alveg sæmileg ákefð í úrkomunni en ekkert í líkingu við það sem var. Þetta fer samt á blauta jörð þannig að þetta er alveg ennþá varasamt,“ segir Daníel. Há fjöll á Austurlandi og nálægðin við Vatnajökul hafa áhrif á úrkomuna og vatnavextina sem henni fylgja. Daníel segir að há fjöll við sjóinn valdi því að þegar að loft komi úr austri eða suðaustir þá lyftir það sér mikið og þéttist þá enn meiri raki sem eykur úrkomuákefðina. Þá fer það eftir hitastigi rigningarinnar þegar hún lendir á Vatnajökli hvort að ís og snjór bráðni og auki þá við vatnavextina. Aðspurður um hæðina yfir Finnlandi sem hélt Austurlandi í járngreipum úrhellisins fyrr í vikunni segir Daníel að hún sé enn á sínum stað og hreyfist mjög lítil. „Þá er lægðabrautin bara yfir Austurlandinu en nýjustu líkurnar hjá okkur gera ráð fyrir að þessi fyrirstöðuhæð veikist með helginni. Þá verður svona hefðbundnari lægðagangur og mun ekki mæða svona mikið á suðausturhorninu á sunnudag og eftir helgi.“ Veður Tengdar fréttir Byggja bráðabirgðabrú yfir Steinavötn Brúin yfir Steinavötn í Suðursveit er svo illa farin eftir mikla vatnavexti á Suðausturlandi síðustu daga að byggja þarf nýja brú. 29. september 2017 09:57 Sjötíu ferjaðir yfir Steinavötn með þyrlu Landhelgisgæslunnar Ákveðið hefur verið að þyrlan verði á Höfn í Hornafirði í nótt eins og þurfa þykir. 28. september 2017 19:57 Áfram varað við vatnavöxtum og skriðuföllum fyrir austan Útlit er fyrir áframhaldandi votviðri og vatnavexti á Suðausturlandi og Austfjörðum fram eftir laugardegi og því lítið lát á vatnavöxtunum sem verið hafa á svæðinu síðustu daga. 29. september 2017 08:36 Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Daníel Þorláksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að hæðin yfir Finnlandi sem stýri gríðarlega mikilli úrkomu yfir Austur- og Suðausturland veikist ekki fyrr en á sunnudag. Það má því búast við talsverðri og jafnvel mikilli rigningu á svæðinu í dag og á morgun. Daníel segir þó að rigningin verði ekkert í líkingu sem úrkomuna sem féll fyrr í vikunni en hún falli á blauta jörð og því verði staðan áfram varasöm. „Það er þó uppsafnað á einum sólarhring alveg 50 til 60 millimetrar þannig að þetta er nú alveg sæmileg ákefð í úrkomunni en ekkert í líkingu við það sem var. Þetta fer samt á blauta jörð þannig að þetta er alveg ennþá varasamt,“ segir Daníel. Há fjöll á Austurlandi og nálægðin við Vatnajökul hafa áhrif á úrkomuna og vatnavextina sem henni fylgja. Daníel segir að há fjöll við sjóinn valdi því að þegar að loft komi úr austri eða suðaustir þá lyftir það sér mikið og þéttist þá enn meiri raki sem eykur úrkomuákefðina. Þá fer það eftir hitastigi rigningarinnar þegar hún lendir á Vatnajökli hvort að ís og snjór bráðni og auki þá við vatnavextina. Aðspurður um hæðina yfir Finnlandi sem hélt Austurlandi í járngreipum úrhellisins fyrr í vikunni segir Daníel að hún sé enn á sínum stað og hreyfist mjög lítil. „Þá er lægðabrautin bara yfir Austurlandinu en nýjustu líkurnar hjá okkur gera ráð fyrir að þessi fyrirstöðuhæð veikist með helginni. Þá verður svona hefðbundnari lægðagangur og mun ekki mæða svona mikið á suðausturhorninu á sunnudag og eftir helgi.“
Veður Tengdar fréttir Byggja bráðabirgðabrú yfir Steinavötn Brúin yfir Steinavötn í Suðursveit er svo illa farin eftir mikla vatnavexti á Suðausturlandi síðustu daga að byggja þarf nýja brú. 29. september 2017 09:57 Sjötíu ferjaðir yfir Steinavötn með þyrlu Landhelgisgæslunnar Ákveðið hefur verið að þyrlan verði á Höfn í Hornafirði í nótt eins og þurfa þykir. 28. september 2017 19:57 Áfram varað við vatnavöxtum og skriðuföllum fyrir austan Útlit er fyrir áframhaldandi votviðri og vatnavexti á Suðausturlandi og Austfjörðum fram eftir laugardegi og því lítið lát á vatnavöxtunum sem verið hafa á svæðinu síðustu daga. 29. september 2017 08:36 Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Byggja bráðabirgðabrú yfir Steinavötn Brúin yfir Steinavötn í Suðursveit er svo illa farin eftir mikla vatnavexti á Suðausturlandi síðustu daga að byggja þarf nýja brú. 29. september 2017 09:57
Sjötíu ferjaðir yfir Steinavötn með þyrlu Landhelgisgæslunnar Ákveðið hefur verið að þyrlan verði á Höfn í Hornafirði í nótt eins og þurfa þykir. 28. september 2017 19:57
Áfram varað við vatnavöxtum og skriðuföllum fyrir austan Útlit er fyrir áframhaldandi votviðri og vatnavexti á Suðausturlandi og Austfjörðum fram eftir laugardegi og því lítið lát á vatnavöxtunum sem verið hafa á svæðinu síðustu daga. 29. september 2017 08:36