Forsætisráðherra um flóðasvæðin: „Gríðarlega miklar hamfarir“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. september 2017 16:08 Hreggviður Símonarson stýrimaður tók þessa mynd úr TF-GNA fyrr í dag af brúnni yfir Steinavötn. hreggviður símonarson/landhelgisgæslan Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hefur farið um flóðasvæðin á Suðausturlandi í dag ásamt Jóni Gunnarssyni, samgönguráðherra, og Hreini Haraldssyni, vegamálastjóri. Bjarni segir ljóst að gríðarlegar hamfarir hafi orðið í vatnavöxtunum síðustu daga. „Það er tvennt sem stendur upp úr þegar maður fer hérna yfir. Það er annars vegar að mjög ánægjulegt er að sjá hvað allir hafa tekið höndum saman og eru með samstillar aðgerðir við að vinna á þessum brýnustu viðfangsefnum. Hins vegar verð ég að segja að þessi flóð ná yfir stærra landsvæði en ég hafði gert mér grein fyrir áður en ég kom hingað austur. Þetta eru gríðarlega miklar hamfarir hérna,“ segir Bjarni í samtali við Vísi. Hann bendir til að mynda á að eftir að varnargarðar brustu þá hafi margir kílómetrar af þjóðvegi 1 farið undir vatnselginn. Því hafi þurft að rjúfa veginn til að hleypa vatninu framhjá. „Þá hefur flætt hérna mikið yfir tún og girðingar og það á eftir að koma í ljós hvernig hefur farið með ræktarlönd. Það hefur þurft að bjarga skepnum og svo framvegis þannig að þetta er mikið ástand.“Tímapressa á mjólkurbúi á Mýrum Bjarni segir að flogið hafi verið yfir Steinavötn þar sem brúin hefur sigið mjög mikið og er farin vinna af stað við að byggja bráðabirgðabrú. Þá var einnig farið að Selbakka á Mýrum þar sem rekið er stórt mjólkurbú en það er algjörlega innlyksa. „Selbakki er þannig í sveit settur að vestan megin hefur brúin brotnað og austan megin er vegurinn rofinn. Þeir eru í tímapressu og þurfa að koma mjólkinni frá sér ekki seinna en á sunnudag,“ segir Bjarni. Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi, segir alveg ljóst að það verði truflanir á vegasamgöngum á Suðausturlandi í einhvern tíma. Þjóðvegur 1 hefur farið í sundur á þremur stöðum austan Hólmsár og eru lokanir enn í gildi þar sem og við Steinavötn í Suðursveit þar sem lokað er fyrir alla umferð yfir brúna. Ljóst að truflanir verða á vegasamgöngum í töluverðan tíma „Það er verið að vinna að úrbótum. Bæði er Vegagerðin komin með mikinn mannskap og tækjum á svæðið til að laga veginn og svo er undirbúningur á fullu við að gera bráðabirgðabrúna yfir Steinavötn. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur svo flogið með sérfræðinga Vegagerðarinnar um svæðið til að koma á merkingum og búnaði og hefur líka farið með vörur á bæi þannig að þeir sem eru alveg innilokaðir fái það sem þeir þurfa,“ segir Víðir. Björgunarsveitir hafa einnig farið um svæðið í dag og kannað vegi sem eru á kafi og hvort hægt sé að keyra þá upp á það ef koma þarf neyðarþjónustu inn á svæðin. „Þannig að það er allt á fullu við að reyna að draga úr áhrifum þessara atburða, en það er alveg ljóst að þarna verða truflanir á vegasamgöngum í töluverðan tíma.“ Veður Tengdar fréttir Áfram varað við vatnavöxtum og skriðuföllum fyrir austan Útlit er fyrir áframhaldandi votviðri og vatnavexti á Suðausturlandi og Austfjörðum fram eftir laugardegi og því lítið lát á vatnavöxtunum sem verið hafa á svæðinu síðustu daga. 29. september 2017 08:36 Brúin lokuð fyrir akandi og gangandi umferð Lögreglan hefur birt tilkynningu um lokanir og umferðartakmarkanir vegna vatnsflóða á Suðurlandi. 29. september 2017 12:42 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hefur farið um flóðasvæðin á Suðausturlandi í dag ásamt Jóni Gunnarssyni, samgönguráðherra, og Hreini Haraldssyni, vegamálastjóri. Bjarni segir ljóst að gríðarlegar hamfarir hafi orðið í vatnavöxtunum síðustu daga. „Það er tvennt sem stendur upp úr þegar maður fer hérna yfir. Það er annars vegar að mjög ánægjulegt er að sjá hvað allir hafa tekið höndum saman og eru með samstillar aðgerðir við að vinna á þessum brýnustu viðfangsefnum. Hins vegar verð ég að segja að þessi flóð ná yfir stærra landsvæði en ég hafði gert mér grein fyrir áður en ég kom hingað austur. Þetta eru gríðarlega miklar hamfarir hérna,“ segir Bjarni í samtali við Vísi. Hann bendir til að mynda á að eftir að varnargarðar brustu þá hafi margir kílómetrar af þjóðvegi 1 farið undir vatnselginn. Því hafi þurft að rjúfa veginn til að hleypa vatninu framhjá. „Þá hefur flætt hérna mikið yfir tún og girðingar og það á eftir að koma í ljós hvernig hefur farið með ræktarlönd. Það hefur þurft að bjarga skepnum og svo framvegis þannig að þetta er mikið ástand.“Tímapressa á mjólkurbúi á Mýrum Bjarni segir að flogið hafi verið yfir Steinavötn þar sem brúin hefur sigið mjög mikið og er farin vinna af stað við að byggja bráðabirgðabrú. Þá var einnig farið að Selbakka á Mýrum þar sem rekið er stórt mjólkurbú en það er algjörlega innlyksa. „Selbakki er þannig í sveit settur að vestan megin hefur brúin brotnað og austan megin er vegurinn rofinn. Þeir eru í tímapressu og þurfa að koma mjólkinni frá sér ekki seinna en á sunnudag,“ segir Bjarni. Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi, segir alveg ljóst að það verði truflanir á vegasamgöngum á Suðausturlandi í einhvern tíma. Þjóðvegur 1 hefur farið í sundur á þremur stöðum austan Hólmsár og eru lokanir enn í gildi þar sem og við Steinavötn í Suðursveit þar sem lokað er fyrir alla umferð yfir brúna. Ljóst að truflanir verða á vegasamgöngum í töluverðan tíma „Það er verið að vinna að úrbótum. Bæði er Vegagerðin komin með mikinn mannskap og tækjum á svæðið til að laga veginn og svo er undirbúningur á fullu við að gera bráðabirgðabrúna yfir Steinavötn. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur svo flogið með sérfræðinga Vegagerðarinnar um svæðið til að koma á merkingum og búnaði og hefur líka farið með vörur á bæi þannig að þeir sem eru alveg innilokaðir fái það sem þeir þurfa,“ segir Víðir. Björgunarsveitir hafa einnig farið um svæðið í dag og kannað vegi sem eru á kafi og hvort hægt sé að keyra þá upp á það ef koma þarf neyðarþjónustu inn á svæðin. „Þannig að það er allt á fullu við að reyna að draga úr áhrifum þessara atburða, en það er alveg ljóst að þarna verða truflanir á vegasamgöngum í töluverðan tíma.“
Veður Tengdar fréttir Áfram varað við vatnavöxtum og skriðuföllum fyrir austan Útlit er fyrir áframhaldandi votviðri og vatnavexti á Suðausturlandi og Austfjörðum fram eftir laugardegi og því lítið lát á vatnavöxtunum sem verið hafa á svæðinu síðustu daga. 29. september 2017 08:36 Brúin lokuð fyrir akandi og gangandi umferð Lögreglan hefur birt tilkynningu um lokanir og umferðartakmarkanir vegna vatnsflóða á Suðurlandi. 29. september 2017 12:42 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Áfram varað við vatnavöxtum og skriðuföllum fyrir austan Útlit er fyrir áframhaldandi votviðri og vatnavexti á Suðausturlandi og Austfjörðum fram eftir laugardegi og því lítið lát á vatnavöxtunum sem verið hafa á svæðinu síðustu daga. 29. september 2017 08:36
Brúin lokuð fyrir akandi og gangandi umferð Lögreglan hefur birt tilkynningu um lokanir og umferðartakmarkanir vegna vatnsflóða á Suðurlandi. 29. september 2017 12:42