Ákvörðun Trump „stærstu mistök í sögu nútímastjórnmála“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. september 2017 07:26 Stephen Bannon ræddi við Charlie Rose í 60 mínútum. CBS Stephen Bannon, fyrrum ráðgjafi Bandaríkjaforseta, segir að ákvörðun Donalds Trump um að reka fyrrum alríkislögreglustjórann James Comey gætu verið „stærstu mistök í sögu nútímastjórnmála.“ Bannon lét hafa þetta eftir sér í viðtali við fréttaskýringaþáttinn 60 mínútum í gærkvöldi - fyrsta sjónvarpsviðtalinu sem hann veitir eftir að hann yfirgaf Hvíta húsið. „Ég er ekki í nokkrum vafa um það að hefði James Comey ekki verið rekinn þá værum við ekki að horfa upp á þessa rannsóknarnefnd,“ sagði Bannon og vísar þar til nefndarinnar, undir stjórn Roberts Mueller, sem rannsakar meint samráð forsetaframboðs Trump við Rússa. „Það væri engin Mueller-rannsókn af þeirri stærðargráðu sem er ljóst að Mueller stefnir á,“ bætti Bannon við.Sjá einnig: Mueller tekur höndum saman við saksóknara í New YorkRobert Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi í kjölfar brottrekstar James Comey í maí síðastliðnum. Þeir sem þekkja til rannsóknar Mueller segja í samtali við Washington Post að hann rannsaki nú hvers vegna Comey var látinn fara. Margir telji að ákvörðun Trumps um að láta reka Comey hafi hindrað framgang réttvísinnar en alríkislögreglustjórinn rannsakaði aðkomu Rússa að kosningabaráttunni vestanhafs í fyrra. Bannon neitaði að svara sjónvarpsmanninum Charlie Rose þegar hann spurðist fyrir um samtöl hans við forsetann um brottreksturinn, meðan Bannon starfaði enn innan veggja Hvíta hússins. Hann gaf þó upp að ekki hefði verið rætt um að reka Mueller á þeim tíma sem hann starfaði fyrir forsetann.Steve Bannon's not done... More from @CharlieRose's #60Minutes interview with Steve Bannon: https://t.co/cIFkKZZ5ff— 60 Minutes (@60Minutes) September 10, 2017 Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump búinn að reka yfirmann FBI Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna lagði til við forsetann að James Comey yrði rekinn. 9. maí 2017 22:02 Til rannsóknar hvort Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Robert S. Mueller III, sérstakur saksóknari, hefur nú tekið til rannsóknar hvort að forsetinn sjálfur hafi gert tilraun til að hindra framgang réttvísinnar. 14. júní 2017 22:56 Mueller tekur höndum saman við saksóknara í New York Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump getur ekki treyst á náðun forsetans ef ríkisyfirvöld í New York fá hann sakfelldan. 31. ágúst 2017 11:29 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Fleiri fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Sjá meira
Stephen Bannon, fyrrum ráðgjafi Bandaríkjaforseta, segir að ákvörðun Donalds Trump um að reka fyrrum alríkislögreglustjórann James Comey gætu verið „stærstu mistök í sögu nútímastjórnmála.“ Bannon lét hafa þetta eftir sér í viðtali við fréttaskýringaþáttinn 60 mínútum í gærkvöldi - fyrsta sjónvarpsviðtalinu sem hann veitir eftir að hann yfirgaf Hvíta húsið. „Ég er ekki í nokkrum vafa um það að hefði James Comey ekki verið rekinn þá værum við ekki að horfa upp á þessa rannsóknarnefnd,“ sagði Bannon og vísar þar til nefndarinnar, undir stjórn Roberts Mueller, sem rannsakar meint samráð forsetaframboðs Trump við Rússa. „Það væri engin Mueller-rannsókn af þeirri stærðargráðu sem er ljóst að Mueller stefnir á,“ bætti Bannon við.Sjá einnig: Mueller tekur höndum saman við saksóknara í New YorkRobert Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi í kjölfar brottrekstar James Comey í maí síðastliðnum. Þeir sem þekkja til rannsóknar Mueller segja í samtali við Washington Post að hann rannsaki nú hvers vegna Comey var látinn fara. Margir telji að ákvörðun Trumps um að láta reka Comey hafi hindrað framgang réttvísinnar en alríkislögreglustjórinn rannsakaði aðkomu Rússa að kosningabaráttunni vestanhafs í fyrra. Bannon neitaði að svara sjónvarpsmanninum Charlie Rose þegar hann spurðist fyrir um samtöl hans við forsetann um brottreksturinn, meðan Bannon starfaði enn innan veggja Hvíta hússins. Hann gaf þó upp að ekki hefði verið rætt um að reka Mueller á þeim tíma sem hann starfaði fyrir forsetann.Steve Bannon's not done... More from @CharlieRose's #60Minutes interview with Steve Bannon: https://t.co/cIFkKZZ5ff— 60 Minutes (@60Minutes) September 10, 2017
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump búinn að reka yfirmann FBI Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna lagði til við forsetann að James Comey yrði rekinn. 9. maí 2017 22:02 Til rannsóknar hvort Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Robert S. Mueller III, sérstakur saksóknari, hefur nú tekið til rannsóknar hvort að forsetinn sjálfur hafi gert tilraun til að hindra framgang réttvísinnar. 14. júní 2017 22:56 Mueller tekur höndum saman við saksóknara í New York Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump getur ekki treyst á náðun forsetans ef ríkisyfirvöld í New York fá hann sakfelldan. 31. ágúst 2017 11:29 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Fleiri fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Sjá meira
Trump búinn að reka yfirmann FBI Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna lagði til við forsetann að James Comey yrði rekinn. 9. maí 2017 22:02
Til rannsóknar hvort Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Robert S. Mueller III, sérstakur saksóknari, hefur nú tekið til rannsóknar hvort að forsetinn sjálfur hafi gert tilraun til að hindra framgang réttvísinnar. 14. júní 2017 22:56
Mueller tekur höndum saman við saksóknara í New York Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump getur ekki treyst á náðun forsetans ef ríkisyfirvöld í New York fá hann sakfelldan. 31. ágúst 2017 11:29