Sjúkraflutningamaður á biluðum sjúkrabíl á Sólheimasandi lætur stjórnvöld heyra það Birgir Olgeirsson skrifar 11. september 2017 13:42 Henný Hrund er mikið niðri fyrir í myndbandinu og ber hún upp einlæga en ákveðna bón til yfirvalda um að gera eitthvað róttækt í stöðunni. Hún segir að endurnýja þurfi sjúkrabílaflotann því þetta ástand sé ekki boðlegt. „Mér fannst eitthvað þurfa að gerast, ég veit ekki hvort þetta muni breyta einhverju en nú veit almenningur þetta og mér finnst að það eigi ekki að leyna honum þessu ástandi,“ segir Henný Hrund Jóhannsdóttir, sjúkraflutningamaður og hjúkrunarfræðingur í Vík í Mýrdal, sem birti í dag einlægt myndband þar sem hún stendur fyrir framan ógangfæran sjúkrabíl á Sólheimasandi. Var Henný stödd við veg 222 að Mýrdalsjökli. Hráolíulögn hafði losnað þannig að hráolíu lak úr bílnum en þetta er í annað skiptið sem bíllinn bilar í sumar. Í fyrra skiptið bræddi bíllinn úr sér í útkalli og var settur nýr mótor í bílinn fyrir 2,7 milljónir króna. Bíllinn er núna á verkstæði og er því enginn sjúkrabíll í Vík í Mýrdal. Á meðan þurfa sjúkrabílar frá Hvolsvelli og Kirkjubæjarklaustri að dekka svæðið, en um 30 mínútur tekur að aka frá Klaustri að Vík í Mýrdal í forgangsakstri og um 45 mínútur frá Hvolsvelli.Henný Hrund Jóhannsdóttir, sjúkraflutningamaður.Henný Hrund Jóhannsdóttir.Henný Hrund er mikið niðri fyrir í myndbandinu og ber hún upp einlæga en ákveðna bón til yfirvalda um að gera eitthvað róttækt í stöðunni. Hún segir að endurnýja þurfi sjúkrabílaflotann því þetta ástand sé ekki boðlegt. „Ég vil að ráðamenn hætti að hugsa bara um peninga. Málið snýst um að láta sjúklinginn ávallt njóta vafans og vera með það besta sem er í boði. Svona á ekki að koma fyrir á leið í útkall og þessir hlutir þurfa að vera í lagi. Ég vil bara fá nýja bíla til landsins,“ segir Henný í samtali við Vísi. Hún tekur skýrt fram að þetta ákall komi frá henni sjálfri, og sé ekki sett fram fyrir hönd Heilbrigðisstofnunar Suðurlands eða sjúkraflutninga Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Sjúkraflutningabíllinn er nú á verkstæði en hún segir að verið sé að senda sjúkrabíl frá Vestmannaeyjum. Það er bíllinn sem sjúkraflutningamenn í Vík höfðu áður notað. Hún segir sjúkrabílinn sem bilaði vera tiltölulega nýlegan, en svæðið sem sjúkraflutningamenn á Suðurlandi þurfa að dekka er stórt og mikið og er mikið um langa sjúkraflutninga. Er því álagið á bílunum mikið og þeir að jafnaði mikið keyrði. Viðhaldið er mikið en hún segir endurnýjun á bílunum þurfa að vera örari. Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Richard Attenborough allur Erlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
„Mér fannst eitthvað þurfa að gerast, ég veit ekki hvort þetta muni breyta einhverju en nú veit almenningur þetta og mér finnst að það eigi ekki að leyna honum þessu ástandi,“ segir Henný Hrund Jóhannsdóttir, sjúkraflutningamaður og hjúkrunarfræðingur í Vík í Mýrdal, sem birti í dag einlægt myndband þar sem hún stendur fyrir framan ógangfæran sjúkrabíl á Sólheimasandi. Var Henný stödd við veg 222 að Mýrdalsjökli. Hráolíulögn hafði losnað þannig að hráolíu lak úr bílnum en þetta er í annað skiptið sem bíllinn bilar í sumar. Í fyrra skiptið bræddi bíllinn úr sér í útkalli og var settur nýr mótor í bílinn fyrir 2,7 milljónir króna. Bíllinn er núna á verkstæði og er því enginn sjúkrabíll í Vík í Mýrdal. Á meðan þurfa sjúkrabílar frá Hvolsvelli og Kirkjubæjarklaustri að dekka svæðið, en um 30 mínútur tekur að aka frá Klaustri að Vík í Mýrdal í forgangsakstri og um 45 mínútur frá Hvolsvelli.Henný Hrund Jóhannsdóttir, sjúkraflutningamaður.Henný Hrund Jóhannsdóttir.Henný Hrund er mikið niðri fyrir í myndbandinu og ber hún upp einlæga en ákveðna bón til yfirvalda um að gera eitthvað róttækt í stöðunni. Hún segir að endurnýja þurfi sjúkrabílaflotann því þetta ástand sé ekki boðlegt. „Ég vil að ráðamenn hætti að hugsa bara um peninga. Málið snýst um að láta sjúklinginn ávallt njóta vafans og vera með það besta sem er í boði. Svona á ekki að koma fyrir á leið í útkall og þessir hlutir þurfa að vera í lagi. Ég vil bara fá nýja bíla til landsins,“ segir Henný í samtali við Vísi. Hún tekur skýrt fram að þetta ákall komi frá henni sjálfri, og sé ekki sett fram fyrir hönd Heilbrigðisstofnunar Suðurlands eða sjúkraflutninga Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Sjúkraflutningabíllinn er nú á verkstæði en hún segir að verið sé að senda sjúkrabíl frá Vestmannaeyjum. Það er bíllinn sem sjúkraflutningamenn í Vík höfðu áður notað. Hún segir sjúkrabílinn sem bilaði vera tiltölulega nýlegan, en svæðið sem sjúkraflutningamenn á Suðurlandi þurfa að dekka er stórt og mikið og er mikið um langa sjúkraflutninga. Er því álagið á bílunum mikið og þeir að jafnaði mikið keyrði. Viðhaldið er mikið en hún segir endurnýjun á bílunum þurfa að vera örari.
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Richard Attenborough allur Erlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira