Messi í ham þegar Barcelona lagði Juventus að velli | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. september 2017 20:30 Lionel Messi sýndi snilli sína þegar Barcelona vann 3-0 sigur á Juventus í D-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Messi skoraði tvívegis í leiknum og var í algjörum sérflokki á vellinum. Argentínumaðurinn kom Barcelona yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks eftir sendingu frá Luis Suárez. Ivan Rakitic bætti öðru marki við á 56. mínútu og 13 mínútum síðar skoraði Messi sitt annað mark og þriðja mark Börsunga. Þetta eru fyrstu mörkin sem Messi skorar hjá Gianluigi Buffon, markverði Juventus. Messi hefur verið í fantaformi í byrjun tímabils og skorað átta mörk í fyrstu sex leikjum Barcelona í öllum keppnum. Meistaradeild Evrópu
Lionel Messi sýndi snilli sína þegar Barcelona vann 3-0 sigur á Juventus í D-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Messi skoraði tvívegis í leiknum og var í algjörum sérflokki á vellinum. Argentínumaðurinn kom Barcelona yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks eftir sendingu frá Luis Suárez. Ivan Rakitic bætti öðru marki við á 56. mínútu og 13 mínútum síðar skoraði Messi sitt annað mark og þriðja mark Börsunga. Þetta eru fyrstu mörkin sem Messi skorar hjá Gianluigi Buffon, markverði Juventus. Messi hefur verið í fantaformi í byrjun tímabils og skorað átta mörk í fyrstu sex leikjum Barcelona í öllum keppnum.
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti