Stofnendur United Silicon út í kuldann Haraldur Guðmundsson skrifar 13. september 2017 06:00 Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri og hluthafi kísilversins, segir ekkert hæft í fullyrðingum stjórnar United Silicon um að hann hafi stundað stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. vísir/eyþór Útlit er fyrir að stjórn United Silicon muni einungis verða skipuð fulltrúum Arion banka og þeirra íslensku lífeyrissjóða sem fjárfestu í fyrirtækinu. Bankinn hefur gengið að veðum og tekið yfir hlutabréf stærsta eiganda verksmiðjunnar sem voru áður í eigu hollenskra félaga og stofnenda United Silicon. Þeir hafa þar með misst nánast allt sitt hlutafé í kísilverinu. Doron Beeri Sanders, fyrrverandi stjórnarformaður verksmiðjunnar og núverandi fulltrúi hollenska hrávörufyrirtækisins Bit Fondel í stjórninni, sem hefur einkarétt á sölu á kísilmálmi fyrirtækisins í gegnum Silicon Mineral Ventures sem tók þátt í stofnun kísilversins, mun að öllum líkindum hverfa úr stjórninni á næstu dögum þegar boðað verður til hluthafafundar United Silicon..„Arion banki er nú með 57 prósenta hlut eftir að hafa gengið að veðum í Kísil Íslandi, og tekið yfir hlutabréfin í United Silicon sem voru í eigu þess félags, en 67 prósenta atkvæðavægi. Næststærsti eigandinn er Kísill III en þar inni eru skuldabréfaeigendurnir, meðal annars Arion banki, og þeir eru með veð í hlutafé sem þeir hafa ekki gengið að, hvorki við né aðrir,“ segir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka. Stjórn United Silicon var í byrjun ágúst skipuð fimm einstaklingum. Tveir þeirra, Friðbjörn Eiríkur Garðarsson lögmaður, einn af stofnendum United Silicon og hálfbróðir Magnúsar Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra kísilversins, og Inga Birna Barkardóttir, hættu í stjórninni um tveimur vikum síðar. Eftir eru Jakob Bjarnason stjórnarformaður og Sigrún Ragna Ólafsdóttir, sem bæði njóta stuðnings Arion banka, og Doron Beeri Sanders, sem var stjórnarformaður félagsins frá stofnun þess og þangað til í byrjun ágúst. Upplýsingar um eignarhald United Silicon hafa ekki legið á lausu þar sem hlutur Kísils Íslands hefur verið skráður á hollensk félög. Kísill Ísland átti í árslok 2016 um 37 prósenta hlut í fyrirtækinu sem Arion hefur nú tekið yfir. Kísill III, sem er í eigu bankans og íslenskra lífeyrissjóða sem fjárfestu í verkefninu með kaupum á skuldabréfum, átti þá 31 prósent. Arion banki, stærsti lánveitandi kísilversins, er eins og komið hefur fram með um átta milljarða útistandandi við United Silicon í lánsloforðum og ábyrgðum. Þar að auki hafði hann fært niður 16,3 prósenta hlut sinn í verksmiðjunni að fullu, áður en hann gekk að bréfum Kísils Íslands, sem var bókfærður á rétt tæpan einn milljarð króna. „Þetta eru tímabundin yfirráð enda stendur til að endurskipuleggja félagið og vonandi fá inn nýja fjárfesta,“ segir Haraldur Guðni. Stjórn United Silicon hefur líkt og komið hefur fram kært Magnús Garðarsson til embættis héraðssaksóknara. Hann hætti í stjórn kísilversins í mars og íhuga nú bæði Arion banki og lífeyrissjóðir í hluthafahópnum, þar á meðal Frjálsi lífeyrissjóðurinn og Festa, að kæra Magnús sem grunaður er um stórfelld auðgunarbrot. Markaðir United Silicon Tengdar fréttir Magnús talinn hafa svikið áfram eftir starfslok Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið kærður vegna meints skjalafals og fjárdráttar. Talinn hafa falsað reikninga frá fyrirtæki á Ítalíu. 12. september 2017 06:00 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Sjá meira
Útlit er fyrir að stjórn United Silicon muni einungis verða skipuð fulltrúum Arion banka og þeirra íslensku lífeyrissjóða sem fjárfestu í fyrirtækinu. Bankinn hefur gengið að veðum og tekið yfir hlutabréf stærsta eiganda verksmiðjunnar sem voru áður í eigu hollenskra félaga og stofnenda United Silicon. Þeir hafa þar með misst nánast allt sitt hlutafé í kísilverinu. Doron Beeri Sanders, fyrrverandi stjórnarformaður verksmiðjunnar og núverandi fulltrúi hollenska hrávörufyrirtækisins Bit Fondel í stjórninni, sem hefur einkarétt á sölu á kísilmálmi fyrirtækisins í gegnum Silicon Mineral Ventures sem tók þátt í stofnun kísilversins, mun að öllum líkindum hverfa úr stjórninni á næstu dögum þegar boðað verður til hluthafafundar United Silicon..„Arion banki er nú með 57 prósenta hlut eftir að hafa gengið að veðum í Kísil Íslandi, og tekið yfir hlutabréfin í United Silicon sem voru í eigu þess félags, en 67 prósenta atkvæðavægi. Næststærsti eigandinn er Kísill III en þar inni eru skuldabréfaeigendurnir, meðal annars Arion banki, og þeir eru með veð í hlutafé sem þeir hafa ekki gengið að, hvorki við né aðrir,“ segir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka. Stjórn United Silicon var í byrjun ágúst skipuð fimm einstaklingum. Tveir þeirra, Friðbjörn Eiríkur Garðarsson lögmaður, einn af stofnendum United Silicon og hálfbróðir Magnúsar Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra kísilversins, og Inga Birna Barkardóttir, hættu í stjórninni um tveimur vikum síðar. Eftir eru Jakob Bjarnason stjórnarformaður og Sigrún Ragna Ólafsdóttir, sem bæði njóta stuðnings Arion banka, og Doron Beeri Sanders, sem var stjórnarformaður félagsins frá stofnun þess og þangað til í byrjun ágúst. Upplýsingar um eignarhald United Silicon hafa ekki legið á lausu þar sem hlutur Kísils Íslands hefur verið skráður á hollensk félög. Kísill Ísland átti í árslok 2016 um 37 prósenta hlut í fyrirtækinu sem Arion hefur nú tekið yfir. Kísill III, sem er í eigu bankans og íslenskra lífeyrissjóða sem fjárfestu í verkefninu með kaupum á skuldabréfum, átti þá 31 prósent. Arion banki, stærsti lánveitandi kísilversins, er eins og komið hefur fram með um átta milljarða útistandandi við United Silicon í lánsloforðum og ábyrgðum. Þar að auki hafði hann fært niður 16,3 prósenta hlut sinn í verksmiðjunni að fullu, áður en hann gekk að bréfum Kísils Íslands, sem var bókfærður á rétt tæpan einn milljarð króna. „Þetta eru tímabundin yfirráð enda stendur til að endurskipuleggja félagið og vonandi fá inn nýja fjárfesta,“ segir Haraldur Guðni. Stjórn United Silicon hefur líkt og komið hefur fram kært Magnús Garðarsson til embættis héraðssaksóknara. Hann hætti í stjórn kísilversins í mars og íhuga nú bæði Arion banki og lífeyrissjóðir í hluthafahópnum, þar á meðal Frjálsi lífeyrissjóðurinn og Festa, að kæra Magnús sem grunaður er um stórfelld auðgunarbrot.
Markaðir United Silicon Tengdar fréttir Magnús talinn hafa svikið áfram eftir starfslok Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið kærður vegna meints skjalafals og fjárdráttar. Talinn hafa falsað reikninga frá fyrirtæki á Ítalíu. 12. september 2017 06:00 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Sjá meira
Magnús talinn hafa svikið áfram eftir starfslok Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið kærður vegna meints skjalafals og fjárdráttar. Talinn hafa falsað reikninga frá fyrirtæki á Ítalíu. 12. september 2017 06:00