Engu líkara en ríkisstjórnin sé á sjálfstýringu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 13. september 2017 20:30 Sigurður Ingi Gunnarsson sagði forsætisráðherra eiga í verulegum vanda með að hafa stjórn á litlu samstarfsflokkunum Vísir/Ernir Sigurður Ingi Jóhannson sagði í ræðu sinni í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi að þó að staða efnahagsmála sé góð, sé ein mesta áskorunin í efnahagsmálum ókurvextir og óeðlilegar sveiflur í gengi. „Ekki er hægt að segja að sú ríkisstjórn sem nú situr við völd sé líkleg til mikilla afreka. Stjórnarsáttmálinn er sem kunnugt er þunnur þrettándi - Lítið hefur til ríkisstjórnarinnar spurst í sumar, hún er lítt sýnileg og flýtur sofandi að feigðarósi á meðan málin stór og smá bíða afgreiðslu og úrlausnar.“ Sigurður Ingi sagði að árángur og horfur í efnahagsmálum séu svo sannarlega góðar en komi ekki að sjálfu sér. Sagði hann að framsókn meti stöðuna þannig að tækifærið sé núna til þess að efla grunnþjónustu og byggja upp.Fyrri ríkisstjórn á mikinn þátt í árangrinum„Árangur og horfur í efnahagmálum eru sannarlega góðar en koma ekki af sjálfu sér. Árangur næst með samvinnu, samstöðu, markvissri vinnu og úthaldi og á fyrri ríkisstjórn mikinn þátt í þeim árangri sem náðst hefur. Fyrirséð er að áfram verði vöxtur í þjóðarframleiðslu og því þarf að nýta tímann vel til að uppbyggingar, fyrir almenning, fyrir fólkið í landinu.“ Hann segir að heilbrigðisstofnanir og skólar þurfi öfluga uppbyggingarstefnu ekki stöðnun. „Landsmenn vilja fjölbreytta þjónustu í takt við þarfir á hverjum tíma óháð búsetu og aðgengi má ekki takmarka út frá efnahag fólks. Til að takast á við áskoranir framtíðarinnar er lykilatriði- að menntun sé fjölbreytt og ýtt sé undir nýsköpun þannig að okkar stærsta auðlind, - mannauðurinn fái að njóta sín.“ Byggja þurfi þekkingarbrú á milli skóla og atvinnulífs á öllum skólastigum.Vilja uppstokkun á bankakerfinu„Rannsaka þarf samspil hárra vaxta og gengis til að koma í veg fyrir óeðlilegar sveiflur og fyrirbyggja skaðleg áhrif á útflutningsatvinnugreinar. Agi og samvinna þarf að ríkja á milli nýrrar peninga- og fjármálastefnu til að tryggja þann stöðugleika sem grunnur var lagður að í tíð síðustu ríkisstjórn.“ Sigurður Ingi sagði að framsóknarmenn vildu sjá uppstokkun á bankakerfinu. „Bankakerfið á að þjónusta heimili og fyrirtæki. Hinn almenni neytandi þarf að geta treyst því að eftirlitið sé virkt og aðhald sé gagnvart fjármálastofnunum. Margt hefur áunnist í að endurvekja traust, en þónokkuð er í land.“ Hann segist hafa fengið fátækleg svör þegar hann sendi forsætisráðherra fyrirspurn um eignasafn Seðlabankans. „Með öðrum orðum, almenningur fær ekki að vita hverjir keyptu, á hversu mikið, né hvernig þær voru greiddar. Á sama tíma opna ráðuneytin bókhaldið. Er eðlilegt að Seðlabankinn geti skýlt sér á bak við bankaleynd þegar hann höndlar með eigur almennings?“Ríkisstjórnin á sjálfstýringuSigurður Ingi sagði forsætisráðherra eiga í verulegum vanda með að hafa stjórn á litlu samstarfsflokkunum. Afleiðinguna telur hann óljósa stefnu og óljós skilaboð. Hann sagði engu líkara en ríkisstjórnin sé á sjálfsstýringu og ekki komi á óvart að stuðningur við hana sé sögulega lítil. „Stefnu- og ráðaleysið er algert og þegar tillögur eða aðgerðir koma fram þá er undir hælinn lagt hvar þær lenda. Stóru málin liggja í láginni hjá ríkisstjórninni. Það er okkar stjórnmálamannanna að berjast fyrir breytingum til að hlúa að undirstöðuatvinnugreinum og fjölga störfum með nýsköpun og menntun.“ Framsóknarflokkurinn telur að staðan sé víða góð og mikil tækifæri í að hér haldi áfram skynsamlegur vöxtur. „Hins vegar þarf aðra stjórnarstefnu. Við höfum efni á því að búa betur að þeim sem minna mega sín í samfélaginu.“ Alþingi Tengdar fréttir Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, flytur stefnuræða sína. 13. september 2017 19:00 Forsætisráðherra segir vinnumarkaðslíkanið á Íslandi ónýtt Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, flutti stefnuræðu sína fyrir komandi þingvetur á Alþingi upp úr klukkan hálfátta í kvöld. 13. september 2017 20:00 Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent „Ég er sá sem get fellt hann“ Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannson sagði í ræðu sinni í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi að þó að staða efnahagsmála sé góð, sé ein mesta áskorunin í efnahagsmálum ókurvextir og óeðlilegar sveiflur í gengi. „Ekki er hægt að segja að sú ríkisstjórn sem nú situr við völd sé líkleg til mikilla afreka. Stjórnarsáttmálinn er sem kunnugt er þunnur þrettándi - Lítið hefur til ríkisstjórnarinnar spurst í sumar, hún er lítt sýnileg og flýtur sofandi að feigðarósi á meðan málin stór og smá bíða afgreiðslu og úrlausnar.“ Sigurður Ingi sagði að árángur og horfur í efnahagsmálum séu svo sannarlega góðar en komi ekki að sjálfu sér. Sagði hann að framsókn meti stöðuna þannig að tækifærið sé núna til þess að efla grunnþjónustu og byggja upp.Fyrri ríkisstjórn á mikinn þátt í árangrinum„Árangur og horfur í efnahagmálum eru sannarlega góðar en koma ekki af sjálfu sér. Árangur næst með samvinnu, samstöðu, markvissri vinnu og úthaldi og á fyrri ríkisstjórn mikinn þátt í þeim árangri sem náðst hefur. Fyrirséð er að áfram verði vöxtur í þjóðarframleiðslu og því þarf að nýta tímann vel til að uppbyggingar, fyrir almenning, fyrir fólkið í landinu.“ Hann segir að heilbrigðisstofnanir og skólar þurfi öfluga uppbyggingarstefnu ekki stöðnun. „Landsmenn vilja fjölbreytta þjónustu í takt við þarfir á hverjum tíma óháð búsetu og aðgengi má ekki takmarka út frá efnahag fólks. Til að takast á við áskoranir framtíðarinnar er lykilatriði- að menntun sé fjölbreytt og ýtt sé undir nýsköpun þannig að okkar stærsta auðlind, - mannauðurinn fái að njóta sín.“ Byggja þurfi þekkingarbrú á milli skóla og atvinnulífs á öllum skólastigum.Vilja uppstokkun á bankakerfinu„Rannsaka þarf samspil hárra vaxta og gengis til að koma í veg fyrir óeðlilegar sveiflur og fyrirbyggja skaðleg áhrif á útflutningsatvinnugreinar. Agi og samvinna þarf að ríkja á milli nýrrar peninga- og fjármálastefnu til að tryggja þann stöðugleika sem grunnur var lagður að í tíð síðustu ríkisstjórn.“ Sigurður Ingi sagði að framsóknarmenn vildu sjá uppstokkun á bankakerfinu. „Bankakerfið á að þjónusta heimili og fyrirtæki. Hinn almenni neytandi þarf að geta treyst því að eftirlitið sé virkt og aðhald sé gagnvart fjármálastofnunum. Margt hefur áunnist í að endurvekja traust, en þónokkuð er í land.“ Hann segist hafa fengið fátækleg svör þegar hann sendi forsætisráðherra fyrirspurn um eignasafn Seðlabankans. „Með öðrum orðum, almenningur fær ekki að vita hverjir keyptu, á hversu mikið, né hvernig þær voru greiddar. Á sama tíma opna ráðuneytin bókhaldið. Er eðlilegt að Seðlabankinn geti skýlt sér á bak við bankaleynd þegar hann höndlar með eigur almennings?“Ríkisstjórnin á sjálfstýringuSigurður Ingi sagði forsætisráðherra eiga í verulegum vanda með að hafa stjórn á litlu samstarfsflokkunum. Afleiðinguna telur hann óljósa stefnu og óljós skilaboð. Hann sagði engu líkara en ríkisstjórnin sé á sjálfsstýringu og ekki komi á óvart að stuðningur við hana sé sögulega lítil. „Stefnu- og ráðaleysið er algert og þegar tillögur eða aðgerðir koma fram þá er undir hælinn lagt hvar þær lenda. Stóru málin liggja í láginni hjá ríkisstjórninni. Það er okkar stjórnmálamannanna að berjast fyrir breytingum til að hlúa að undirstöðuatvinnugreinum og fjölga störfum með nýsköpun og menntun.“ Framsóknarflokkurinn telur að staðan sé víða góð og mikil tækifæri í að hér haldi áfram skynsamlegur vöxtur. „Hins vegar þarf aðra stjórnarstefnu. Við höfum efni á því að búa betur að þeim sem minna mega sín í samfélaginu.“
Alþingi Tengdar fréttir Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, flytur stefnuræða sína. 13. september 2017 19:00 Forsætisráðherra segir vinnumarkaðslíkanið á Íslandi ónýtt Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, flutti stefnuræðu sína fyrir komandi þingvetur á Alþingi upp úr klukkan hálfátta í kvöld. 13. september 2017 20:00 Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent „Ég er sá sem get fellt hann“ Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira
Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, flytur stefnuræða sína. 13. september 2017 19:00
Forsætisráðherra segir vinnumarkaðslíkanið á Íslandi ónýtt Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, flutti stefnuræðu sína fyrir komandi þingvetur á Alþingi upp úr klukkan hálfátta í kvöld. 13. september 2017 20:00