„Við þurfum að hafa faðminn galopinn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. september 2017 21:17 Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, á Alþingi í kvöld. vísir/ernir Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar, gerði geðheilbrigðismál að umtalsefni í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. Geðheilbrigðismál hafa mikið verið til umfjöllunar undanfarnar vikur, ekki hvað síst eftir að tveir ungir menn sviptu sig lífi á geðdeild Landspítalans með nokkurra daga millibili í ágúst. Heilbrigðisráðherra sagði það einkenni á íslensku samfélagi að okkur væri ekki sama um hvort annað. Samkennd og samvinna þegar vandamál steðjuðu að væri eitthvað skýrasta styrkleikamerki þjóðarinnar. Þá sagði Óttarr að hann legði ríka áherslu á geðheilbrigðismál sem heilbrigðisráðherra. Kvaðst hann meðal annars ætla að styrkja Barna-og unglingageðdeild Landspítalans og heilsugæsluna. „Á sunnudaginn var alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna. Það var mér dýrmætt að fá að taka þátt í kyrrðarstund í dómkirkjunni og öðrum viðburðum. Hvert einasta sjálfsvíg er harmleikur. Hvert sjálfsvíg er ósigur fyrir samfélagið, fyrir okkur öll. Það er merki um að það hafi mistekist að halda utan um einstakling sem þurfti á því að halda. Við getum aldrei samþykkt að það sé eðlilegt eða óumflýjanlegt. Við vitum að nú þegar er mörgum hjálpað. Það er vel og þakkarvert. En við getum og eigum að gera betur, stíga fyrr inn. Það er kannski aldrei hægt að halda utan um alla alltaf, en við þurfum að hafa faðminn galopinn. Það þarf að vera skýrt aðgengi að upplýsingum og stuðningi. Þetta er verkefni samfélagsins alls. Kerfisins, ættingja og vina, félagasamtaka, skólanna og líka okkar stjórnmálamanna,“ sagði heilbrigðisráðherra. Alþingi Tengdar fréttir Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, flytur stefnuræða sína. 13. september 2017 19:00 „Hér á Íslandi þarf stjórnvöld sem treysta sér til að útrýma fátækt“ Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna var tíðrætt um fátækt og misskiptingu í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra. 13. september 2017 20:00 Forsætisráðherra segir vinnumarkaðslíkanið á Íslandi ónýtt Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, flutti stefnuræðu sína fyrir komandi þingvetur á Alþingi upp úr klukkan hálfátta í kvöld. 13. september 2017 20:00 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar, gerði geðheilbrigðismál að umtalsefni í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. Geðheilbrigðismál hafa mikið verið til umfjöllunar undanfarnar vikur, ekki hvað síst eftir að tveir ungir menn sviptu sig lífi á geðdeild Landspítalans með nokkurra daga millibili í ágúst. Heilbrigðisráðherra sagði það einkenni á íslensku samfélagi að okkur væri ekki sama um hvort annað. Samkennd og samvinna þegar vandamál steðjuðu að væri eitthvað skýrasta styrkleikamerki þjóðarinnar. Þá sagði Óttarr að hann legði ríka áherslu á geðheilbrigðismál sem heilbrigðisráðherra. Kvaðst hann meðal annars ætla að styrkja Barna-og unglingageðdeild Landspítalans og heilsugæsluna. „Á sunnudaginn var alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna. Það var mér dýrmætt að fá að taka þátt í kyrrðarstund í dómkirkjunni og öðrum viðburðum. Hvert einasta sjálfsvíg er harmleikur. Hvert sjálfsvíg er ósigur fyrir samfélagið, fyrir okkur öll. Það er merki um að það hafi mistekist að halda utan um einstakling sem þurfti á því að halda. Við getum aldrei samþykkt að það sé eðlilegt eða óumflýjanlegt. Við vitum að nú þegar er mörgum hjálpað. Það er vel og þakkarvert. En við getum og eigum að gera betur, stíga fyrr inn. Það er kannski aldrei hægt að halda utan um alla alltaf, en við þurfum að hafa faðminn galopinn. Það þarf að vera skýrt aðgengi að upplýsingum og stuðningi. Þetta er verkefni samfélagsins alls. Kerfisins, ættingja og vina, félagasamtaka, skólanna og líka okkar stjórnmálamanna,“ sagði heilbrigðisráðherra.
Alþingi Tengdar fréttir Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, flytur stefnuræða sína. 13. september 2017 19:00 „Hér á Íslandi þarf stjórnvöld sem treysta sér til að útrýma fátækt“ Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna var tíðrætt um fátækt og misskiptingu í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra. 13. september 2017 20:00 Forsætisráðherra segir vinnumarkaðslíkanið á Íslandi ónýtt Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, flutti stefnuræðu sína fyrir komandi þingvetur á Alþingi upp úr klukkan hálfátta í kvöld. 13. september 2017 20:00 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, flytur stefnuræða sína. 13. september 2017 19:00
„Hér á Íslandi þarf stjórnvöld sem treysta sér til að útrýma fátækt“ Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna var tíðrætt um fátækt og misskiptingu í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra. 13. september 2017 20:00
Forsætisráðherra segir vinnumarkaðslíkanið á Íslandi ónýtt Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, flutti stefnuræðu sína fyrir komandi þingvetur á Alþingi upp úr klukkan hálfátta í kvöld. 13. september 2017 20:00