Martinez: Bjóst ekki við því að vera svona lengi á Íslandi Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 14. september 2017 14:30 Cristian Martinez hefur komið Víkingum til bjargar í þó nokkrum leikjum í sumar. Cristian Martinez er að klára sitt þriðja tímabil á milli stanganna hjá Víkingi Ólafsvík. Hann hefur komið sér vel fyrir á Snæfellsnesi og er meðan annars að þjálfa sund. „Ég er mjög spenntur fyrir því að fá að þjálfa fótbolta og sund í vetur,“ sagði Martinez í viðtali við heimasíðu Víkings. „Mér finnst báðar íþróttagreinar skemmtilegar auk þess sem ég hef mjög gaman af því að vinna með börnum. Vonandi munu börnin skemmta sér líka.“ „Alltaf þegar ég fer í sund þá reyni ég að gera meira en ég get. Annars hef ég því miður ekki haft mikinn tíma fyrir sund í sumar. Ég bæti úr því þegar keppnistímabilinu í fótboltanum er lokið.“ Víkingur Ó er í bullandi fallbaráttu í Pepsi deild karla, og hefur Cristian því ekki átt sjö dagana sæla í sumar. Þrátt fyrir það hefur hann enst lengur á Íslandi en hann bjóst við. „Nei ég hefði aldrei getað ímyndað mér að ég yrði svona lengi á Íslandi og farinn að vinna í skólanum hérna. En ég er mjög ánægður með þetta og vil nýta tækifærið til að þakka öllum sem hafa hjálpað mér að koma mér fyrir á Íslandi. Mér finnst ég vera heima hjá mér.“Sjá einnig:Pepsi-mörkin: Ejub er að fara að brjóta sjónvarpið sitt „Ég kann vel við Snæfellsbæ því þetta er mjög rólegt og friðsælt bæjarfélag. Fólkið hérna er líka ótrúlega almennilegt og alltaf tilbúið til að rétta fram hjálparhönd ef maður þarf á því að halda,“ sagði Cristian Martinez að lokum. Víkingar eiga erfiðan útileik við Stjörnuna í 19. umferð deildarinnar í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Cristian Martinez er að klára sitt þriðja tímabil á milli stanganna hjá Víkingi Ólafsvík. Hann hefur komið sér vel fyrir á Snæfellsnesi og er meðan annars að þjálfa sund. „Ég er mjög spenntur fyrir því að fá að þjálfa fótbolta og sund í vetur,“ sagði Martinez í viðtali við heimasíðu Víkings. „Mér finnst báðar íþróttagreinar skemmtilegar auk þess sem ég hef mjög gaman af því að vinna með börnum. Vonandi munu börnin skemmta sér líka.“ „Alltaf þegar ég fer í sund þá reyni ég að gera meira en ég get. Annars hef ég því miður ekki haft mikinn tíma fyrir sund í sumar. Ég bæti úr því þegar keppnistímabilinu í fótboltanum er lokið.“ Víkingur Ó er í bullandi fallbaráttu í Pepsi deild karla, og hefur Cristian því ekki átt sjö dagana sæla í sumar. Þrátt fyrir það hefur hann enst lengur á Íslandi en hann bjóst við. „Nei ég hefði aldrei getað ímyndað mér að ég yrði svona lengi á Íslandi og farinn að vinna í skólanum hérna. En ég er mjög ánægður með þetta og vil nýta tækifærið til að þakka öllum sem hafa hjálpað mér að koma mér fyrir á Íslandi. Mér finnst ég vera heima hjá mér.“Sjá einnig:Pepsi-mörkin: Ejub er að fara að brjóta sjónvarpið sitt „Ég kann vel við Snæfellsbæ því þetta er mjög rólegt og friðsælt bæjarfélag. Fólkið hérna er líka ótrúlega almennilegt og alltaf tilbúið til að rétta fram hjálparhönd ef maður þarf á því að halda,“ sagði Cristian Martinez að lokum. Víkingar eiga erfiðan útileik við Stjörnuna í 19. umferð deildarinnar í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira