Eyjólfur: Skil ekki hvernig hann varði þetta en ekki hitt skotið Smári Jökull Jónsson skrifar 14. september 2017 21:32 Eyjólfur var góður á miðju Stjörnunnar í kvöld. Vísir/Ernir „Mér fannst þetta fínn leikur hjá okkur og þroskuð frammistaða. Fyrstu tíu mínúturnar vorum við frekar tæpir og þeir fengu einhver skotfæri en svo fannst mér við taka yfir og stýra leiknum,“ sagði Eyjólfur Héðinsson leikmaður Stjörnunnar sem átti fínan leik í 3-0 sigrinum á Víkingi frá Ólafsvík í kvöld. Eyjólfur sagði að það hefði verið erfitt að brjóta Ólsara á bak aftur en að Stjörnumenn hefðu vitað að þeir myndu opna sig ef Stjarnan næði inn marki. „Það gerðu þeir svo sannarlega og við áttum flottar sóknir, sérstaklega í seinni hálfleik. Við hefðum getað gert fleiri mörk. Þetta var þolinmæðisvinna og við erum líka ánægðir með að halda hreinu,“ bætti Eyjólfur við. Valsmenn töpuðu stigum á Akureyri í kvöld og Stjarnan því búin að minnka forskot Valsara á toppnum niður í sjö stig þegar þrjár umferðir eru eftir af Pepsi-deildinni. „Mér skilst að það sé enn möguleiki á fyrsta sætinu og við keyrum á það á meðan það er svo. Við eigum Val í næstsíðustu umferðinni hér heima og ef þeir skíta á sig næst er enn góður möguleiki. Auðvitað er gott að stefna á Evrópusæti líka en á meðan það er möguleiki á titli þá keyrum við á það.“ Eyjólfur sýndi fín tilþrif í síðari hálfleik þegar hann átti hálfgert klippuskot frá vítateigslínu sem Víkingar náðu að verjast. Hann viðurkenndi að það hefði verið gaman að sjá boltann fara í netið. „Ég hef átt nokkur góð skot í sumar, nokkur í þverslána og þeir hafa verið að verja frá mér líka. Það hefði verið gaman að sjá þennan inni. Ég skil ekki hvernig hann gat ekki varið frá Himma (Hilmari Árna Halldórssyni) þarna í fyrri hálfleik en svo tekið skotið frá mér. Við hefðum betur skipt á þessu en svona er þetta,“ sagði Eyjólfur að lokum en hann er þar að vísa til fyrsta marks Stjörnunnar þar sem Christian Martinez markvörður Ólsara missti skot Hilmars Árna klaufalega í netið. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Víkingur Ó. 3-0 | Stjarnan minnkaði forskot Vals á toppnum Stjarnan vann öruggan sigur á Víkingi frá Ólafsvík í 19.umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Lokatölur urðu 3-0 og Garðbæingar eiga enn möguleika á titlinum. Ólsarar heyja hins vegar lífróður við botn deildarinnar. 14. september 2017 22:15 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Sjá meira
„Mér fannst þetta fínn leikur hjá okkur og þroskuð frammistaða. Fyrstu tíu mínúturnar vorum við frekar tæpir og þeir fengu einhver skotfæri en svo fannst mér við taka yfir og stýra leiknum,“ sagði Eyjólfur Héðinsson leikmaður Stjörnunnar sem átti fínan leik í 3-0 sigrinum á Víkingi frá Ólafsvík í kvöld. Eyjólfur sagði að það hefði verið erfitt að brjóta Ólsara á bak aftur en að Stjörnumenn hefðu vitað að þeir myndu opna sig ef Stjarnan næði inn marki. „Það gerðu þeir svo sannarlega og við áttum flottar sóknir, sérstaklega í seinni hálfleik. Við hefðum getað gert fleiri mörk. Þetta var þolinmæðisvinna og við erum líka ánægðir með að halda hreinu,“ bætti Eyjólfur við. Valsmenn töpuðu stigum á Akureyri í kvöld og Stjarnan því búin að minnka forskot Valsara á toppnum niður í sjö stig þegar þrjár umferðir eru eftir af Pepsi-deildinni. „Mér skilst að það sé enn möguleiki á fyrsta sætinu og við keyrum á það á meðan það er svo. Við eigum Val í næstsíðustu umferðinni hér heima og ef þeir skíta á sig næst er enn góður möguleiki. Auðvitað er gott að stefna á Evrópusæti líka en á meðan það er möguleiki á titli þá keyrum við á það.“ Eyjólfur sýndi fín tilþrif í síðari hálfleik þegar hann átti hálfgert klippuskot frá vítateigslínu sem Víkingar náðu að verjast. Hann viðurkenndi að það hefði verið gaman að sjá boltann fara í netið. „Ég hef átt nokkur góð skot í sumar, nokkur í þverslána og þeir hafa verið að verja frá mér líka. Það hefði verið gaman að sjá þennan inni. Ég skil ekki hvernig hann gat ekki varið frá Himma (Hilmari Árna Halldórssyni) þarna í fyrri hálfleik en svo tekið skotið frá mér. Við hefðum betur skipt á þessu en svona er þetta,“ sagði Eyjólfur að lokum en hann er þar að vísa til fyrsta marks Stjörnunnar þar sem Christian Martinez markvörður Ólsara missti skot Hilmars Árna klaufalega í netið.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Víkingur Ó. 3-0 | Stjarnan minnkaði forskot Vals á toppnum Stjarnan vann öruggan sigur á Víkingi frá Ólafsvík í 19.umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Lokatölur urðu 3-0 og Garðbæingar eiga enn möguleika á titlinum. Ólsarar heyja hins vegar lífróður við botn deildarinnar. 14. september 2017 22:15 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Víkingur Ó. 3-0 | Stjarnan minnkaði forskot Vals á toppnum Stjarnan vann öruggan sigur á Víkingi frá Ólafsvík í 19.umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Lokatölur urðu 3-0 og Garðbæingar eiga enn möguleika á titlinum. Ólsarar heyja hins vegar lífróður við botn deildarinnar. 14. september 2017 22:15