Óttarr sammála slitum stjórnar sem bökuðu Bjartri framtíð óvinsældir Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. september 2017 06:35 Óttarr Proppé og Bjarni Benediktsson ræddu saman á mánudag um meðmælin sem faðir forsætisráðherra veitti dæmdum barnaníðingi. Vísir/Anton Brink Óttarr Proppé, formaður Bjartar framtíðar, segir að þó það hafi verið þungbært að slíta stjórnarsamstarfi sem hafi bakað honum og flokk hans töluverðar óvinsældir sé hann sammála ákvörðun stjórnarinnar. 87 prósent þeirra stjórnarmanna Bjartrar framtíðar sem tóku afstöðu kusu í gærkvöldi að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Ástæðan er alvarlegur trúnaðarbrestur í ríkisstjórninni að mati Bjartrar þar sem Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, og Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hafi leynt því fyrir samráðherrum og samstarfsflokkum í ríkisstjórn að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, hefði verið einn umsagnaraðila fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmds kynferðisbrotamanns, þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra. Það hafi verið trúnaðarbrestur að mati flokksins. „Það að þessu væri haldið leyndu alveg fram á síðustu stundu,“ segir Óttarr í samtali við Ríkisútvarpið.Bjarni tilkynnti svo Óttarri og Benedikt Jóhannessyni, formanni Viðreisnar, frá meðmælum föður síns síðastliðinn mánudag. Óttarr tekur í sama streng og Benedikt við Ríkisútvarpið og segir að forsætisráðherra hafi ekki skýrt frá því hvaða máli umrædd umsögn hefði tengst.Framtíðin óljós Hann, rétt eins og Benedikt, hafði frétt af því hvaða mál um var að ræða í kvöldfréttum í gærkvöldi. Vísir og kvöldfréttir Stöðvar 2 greindu fyrst miðla frá málinu. Óttarr segir að erfitt sé að spá til um framhaldið, ekki síst í ljósi þess hversu erfitt það var að ná starfhæfum meirihluta eftir kosningarnar síðasta haust. Hann segir að sér þyki það þungbært að ganga frá þessu samstarfi eftir að hafa lagt mikið af veði til að stofna þennan stjórnarmeirihluta - „sem eins og er vitað, var ekki vinsælt og hefur ekki verið vinsælt, en í þeirri trú að axla ábyrgð og vinna að verkum. En ég var sammála þessari ákvörðun stjórnarinnar,“ segir Óttarr Proppé við Ríkisútvarpið. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Eiginhagsmunir ráðherra dropinn sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir að mikil eining hafi verið á stjórnarfundir flokksins í kvöld þar sem samþykkt var að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 00:43 Sagði Bjarna frá umsögn föður hans mánuði eftir yfirlýsingu ráðuneytisins um þögn Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sagði Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra, frá því að faðir hans, Benedikt Sveinsson, væri á meðal umsagnaraðila Hjalta Sigurjóns Haukssonar, dæmds kynferðisbrotamanns, á umsókn hans um uppreist æru. 14. september 2017 22:01 Viðreisn vill kosningar sem fyrst Þingflokkur Viðreisnar fundaði í Austurstræti frá klukkan rúmlega 1 eftir miðnætti til um klukkan 4. 15. september 2017 05:48 Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Sjá meira
Óttarr Proppé, formaður Bjartar framtíðar, segir að þó það hafi verið þungbært að slíta stjórnarsamstarfi sem hafi bakað honum og flokk hans töluverðar óvinsældir sé hann sammála ákvörðun stjórnarinnar. 87 prósent þeirra stjórnarmanna Bjartrar framtíðar sem tóku afstöðu kusu í gærkvöldi að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Ástæðan er alvarlegur trúnaðarbrestur í ríkisstjórninni að mati Bjartrar þar sem Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, og Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hafi leynt því fyrir samráðherrum og samstarfsflokkum í ríkisstjórn að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, hefði verið einn umsagnaraðila fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmds kynferðisbrotamanns, þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra. Það hafi verið trúnaðarbrestur að mati flokksins. „Það að þessu væri haldið leyndu alveg fram á síðustu stundu,“ segir Óttarr í samtali við Ríkisútvarpið.Bjarni tilkynnti svo Óttarri og Benedikt Jóhannessyni, formanni Viðreisnar, frá meðmælum föður síns síðastliðinn mánudag. Óttarr tekur í sama streng og Benedikt við Ríkisútvarpið og segir að forsætisráðherra hafi ekki skýrt frá því hvaða máli umrædd umsögn hefði tengst.Framtíðin óljós Hann, rétt eins og Benedikt, hafði frétt af því hvaða mál um var að ræða í kvöldfréttum í gærkvöldi. Vísir og kvöldfréttir Stöðvar 2 greindu fyrst miðla frá málinu. Óttarr segir að erfitt sé að spá til um framhaldið, ekki síst í ljósi þess hversu erfitt það var að ná starfhæfum meirihluta eftir kosningarnar síðasta haust. Hann segir að sér þyki það þungbært að ganga frá þessu samstarfi eftir að hafa lagt mikið af veði til að stofna þennan stjórnarmeirihluta - „sem eins og er vitað, var ekki vinsælt og hefur ekki verið vinsælt, en í þeirri trú að axla ábyrgð og vinna að verkum. En ég var sammála þessari ákvörðun stjórnarinnar,“ segir Óttarr Proppé við Ríkisútvarpið.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Eiginhagsmunir ráðherra dropinn sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir að mikil eining hafi verið á stjórnarfundir flokksins í kvöld þar sem samþykkt var að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 00:43 Sagði Bjarna frá umsögn föður hans mánuði eftir yfirlýsingu ráðuneytisins um þögn Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sagði Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra, frá því að faðir hans, Benedikt Sveinsson, væri á meðal umsagnaraðila Hjalta Sigurjóns Haukssonar, dæmds kynferðisbrotamanns, á umsókn hans um uppreist æru. 14. september 2017 22:01 Viðreisn vill kosningar sem fyrst Þingflokkur Viðreisnar fundaði í Austurstræti frá klukkan rúmlega 1 eftir miðnætti til um klukkan 4. 15. september 2017 05:48 Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Sjá meira
Eiginhagsmunir ráðherra dropinn sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir að mikil eining hafi verið á stjórnarfundir flokksins í kvöld þar sem samþykkt var að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 00:43
Sagði Bjarna frá umsögn föður hans mánuði eftir yfirlýsingu ráðuneytisins um þögn Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sagði Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra, frá því að faðir hans, Benedikt Sveinsson, væri á meðal umsagnaraðila Hjalta Sigurjóns Haukssonar, dæmds kynferðisbrotamanns, á umsókn hans um uppreist æru. 14. september 2017 22:01
Viðreisn vill kosningar sem fyrst Þingflokkur Viðreisnar fundaði í Austurstræti frá klukkan rúmlega 1 eftir miðnætti til um klukkan 4. 15. september 2017 05:48
Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06