Ólafía lék á pari á fyrsta degi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. september 2017 16:15 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á vellinum í dag. Vísir/Þorsteinn Ólafía Þórunn Kristinnsdóttir byrjaði ágætlega á Evian-mótinu í Frakklandi, síðasta risamóti ársins í kvennagolfinu. Hún lék á pari í dag og var í 38. sæti þegar hún kom í hús. Fresta varð leik í gær vegna veðurs og hófst mótið því ekki fyrr en í dag. Mótinu lýkur engu að síður á sunnudag og verður því aðeins þrír hringir leiknir á mótinu. Niðurskurðurinn fer fram að loknum öðrum keppnisdegi og komast þá 70 efstu kylfingarnir áfram á síðasta keppnisdag. Ólafía stendur því vel að vígi sem stendur. Hún spilaði vel í dag en mestu munaði um að hún fékk þrjá fugla í röð á 13.-15. holu en Ólafía hóf í dag keppni á þeirri tíundu. Ólafía sló sérstaklega vel af teig og hitti flestar brautir. Hún náði þó ekki öðrum fugli fyrr en á síðustu holu sinni í dag en fékk þess fyrir utan fjóra skolla. Hún hefur leik klukkan 06.39 í fyrramálið á íslenskum tíma en bein útsending hefst á Golfstöðinni klukkan 09.00. Fylgst var með gengi Ólafíu í beinni textalýsingu sem má lesa hér fyrir neðan.
Ólafía Þórunn Kristinnsdóttir byrjaði ágætlega á Evian-mótinu í Frakklandi, síðasta risamóti ársins í kvennagolfinu. Hún lék á pari í dag og var í 38. sæti þegar hún kom í hús. Fresta varð leik í gær vegna veðurs og hófst mótið því ekki fyrr en í dag. Mótinu lýkur engu að síður á sunnudag og verður því aðeins þrír hringir leiknir á mótinu. Niðurskurðurinn fer fram að loknum öðrum keppnisdegi og komast þá 70 efstu kylfingarnir áfram á síðasta keppnisdag. Ólafía stendur því vel að vígi sem stendur. Hún spilaði vel í dag en mestu munaði um að hún fékk þrjá fugla í röð á 13.-15. holu en Ólafía hóf í dag keppni á þeirri tíundu. Ólafía sló sérstaklega vel af teig og hitti flestar brautir. Hún náði þó ekki öðrum fugli fyrr en á síðustu holu sinni í dag en fékk þess fyrir utan fjóra skolla. Hún hefur leik klukkan 06.39 í fyrramálið á íslenskum tíma en bein útsending hefst á Golfstöðinni klukkan 09.00. Fylgst var með gengi Ólafíu í beinni textalýsingu sem má lesa hér fyrir neðan.
Golf Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira