Bjarni Benediktsson ætlar að tjá sig á blaðamannafundi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. september 2017 13:15 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra Vísir/Anton Brink Þingfundur Sjálfstæðisflokksins sem hófst í Valhöll klukkan 11 í morgun stendur enn yfir. Þar hafa þingmenn flokksins rætt stöðu mála í ljósi þess að ríkisstjórnin er öll. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, sagði fyrir fundinn að það væri margt sem hann vildi koma á framfæri. Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti með afgerandi meirihluta að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu í gærkvöldi vegna trúnaðarbrests. Í framhaldinu lýsti Viðreisn því yfir að loknum fundi sínum að réttast væri að boða til kosninga í ljósi stöðunnar sem væri komin upp. Trúnaðarbresturinn sem Björt framtíð vísar til snýr að því að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra greindi Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra frá því í júlí að faðir hans, Benedikt Sveinsson, væri á meðal umsagnaraðila eins þeirra 32 sem hefðu fengið uppreist æru frá árinu 1995. Mánuði fyrr hafði dómsmálaráðherra neitað fjölmiðlum um aðgang að gögnum í einu slíku máli.Uppfært klukkan 14:01Fundi Sjálfstæðismanna í Valhöll er lokið en nokkrir þingmenn hafa yfirgefið fundinn. Bjarni Benediktsson mun ræða við fjölmiðla á blaðamannafundi sem boðaður verður síðar í dag. Sýnt verður beint frá fundinum á Vísi.Uppfært klukkan 17:15 Upptöku af blaðamannafundi Bjarna má sjá hér fyrir neðan. Hér fyrir neðan má fylgjast með Vaktinni á Vísi, þar sem helstu vendingar málsins koma fram.
Þingfundur Sjálfstæðisflokksins sem hófst í Valhöll klukkan 11 í morgun stendur enn yfir. Þar hafa þingmenn flokksins rætt stöðu mála í ljósi þess að ríkisstjórnin er öll. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, sagði fyrir fundinn að það væri margt sem hann vildi koma á framfæri. Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti með afgerandi meirihluta að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu í gærkvöldi vegna trúnaðarbrests. Í framhaldinu lýsti Viðreisn því yfir að loknum fundi sínum að réttast væri að boða til kosninga í ljósi stöðunnar sem væri komin upp. Trúnaðarbresturinn sem Björt framtíð vísar til snýr að því að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra greindi Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra frá því í júlí að faðir hans, Benedikt Sveinsson, væri á meðal umsagnaraðila eins þeirra 32 sem hefðu fengið uppreist æru frá árinu 1995. Mánuði fyrr hafði dómsmálaráðherra neitað fjölmiðlum um aðgang að gögnum í einu slíku máli.Uppfært klukkan 14:01Fundi Sjálfstæðismanna í Valhöll er lokið en nokkrir þingmenn hafa yfirgefið fundinn. Bjarni Benediktsson mun ræða við fjölmiðla á blaðamannafundi sem boðaður verður síðar í dag. Sýnt verður beint frá fundinum á Vísi.Uppfært klukkan 17:15 Upptöku af blaðamannafundi Bjarna má sjá hér fyrir neðan. Hér fyrir neðan má fylgjast með Vaktinni á Vísi, þar sem helstu vendingar málsins koma fram.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Innlent Fleiri fréttir Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Sjá meira