Síðustu tætlur af sjálfsvirðingu BF Jakob Bjarnar skrifar 15. september 2017 13:23 Össur Skarphéðinsson er í miklu stuði og býður uppá gagnmerkar og snarpar stjórnmálaskýringar á Facebookvegg sínum. Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi alþingismaður, segir að Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, hafi óvænt fundið „síðustu tætlurnar af sjálfsvirðingu Bjartrar framtíðar.“ Össur hefur marga fjöruna sopið á hinum pólitíska vettvangi og fáir þekkja hina pólitísku refskák betur. Sviðið virðist reyndar ein rjúkandi rúst sem stendur. Össur, sem er sérlegur áhugamaður um Framsóknarflokkinn, sér ekki betur en að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður þess flokks, sé andstuttur að bjóða sig Sjálfstæðisflokknum.Andstuttur Sigurður Ingi „Um leið virðist Framsókn hafa tapað sínum. Eða hvernig á að skilja þau orð Framsóknar að flokkurinn gangi ekki inn í núverandi ríkisstjórn „án skilyrða“? - Þetta er erfitt að skilja öðru vísi en formaður Framsóknar sé andstuttur að bjóða Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn upp á hrossakaup til að blása lífsanda í líkið meðan það er enn á börunum. Skyldi Sigmundur Davíð vera sömu skoðunar?“ Reyndar kann þessi snarpa stjórnmálaskýring Össurar að vera eitthvað málum blandin, því Sigurður Ingi segir reyndar, í samtali við Heimi Má Pétursson, að Framsóknarflokkurinn sé ekki tilbúinn að stíga inn í þriggja flokka ríkisstjórn í stað Bjartrar framtíðar.Sigríður Andersen mikill örlagavaldur Stefán Bogi Sveinsson, frammámaður í Framsóknarflokknum, bendir Össuri á þetta en Össur lætur ekki slá sig svo auðveldlega út af laginu. „Birgitta drottning pírata - og mín - skildi þetta hárréttum skilningi í hádegisfréttunum, Stefán minn Bogi. Hitt er rétt að ég er öðrum fremri í pólitískri tóvinnu, og tátla stundum hrosshárið til hliðar.“ Össur er í stuði og bætti nú við nýrri færslu nú rétt í þessu, þar sem hann segir að Sigríður Andersen hafi í raun brotið niður ríkisstjórnina: „Sigríður Andersen er örlagavaldur í íslenskum stjórnmálum og tókst það sem gervallri stjórnarandstöðu síðustu ára mistókst. Hún knésetti Sjálfstæðisflokkinn, felldi Bjarna og braut niður ríkisstjórnina.“ Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi alþingismaður, segir að Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, hafi óvænt fundið „síðustu tætlurnar af sjálfsvirðingu Bjartrar framtíðar.“ Össur hefur marga fjöruna sopið á hinum pólitíska vettvangi og fáir þekkja hina pólitísku refskák betur. Sviðið virðist reyndar ein rjúkandi rúst sem stendur. Össur, sem er sérlegur áhugamaður um Framsóknarflokkinn, sér ekki betur en að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður þess flokks, sé andstuttur að bjóða sig Sjálfstæðisflokknum.Andstuttur Sigurður Ingi „Um leið virðist Framsókn hafa tapað sínum. Eða hvernig á að skilja þau orð Framsóknar að flokkurinn gangi ekki inn í núverandi ríkisstjórn „án skilyrða“? - Þetta er erfitt að skilja öðru vísi en formaður Framsóknar sé andstuttur að bjóða Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn upp á hrossakaup til að blása lífsanda í líkið meðan það er enn á börunum. Skyldi Sigmundur Davíð vera sömu skoðunar?“ Reyndar kann þessi snarpa stjórnmálaskýring Össurar að vera eitthvað málum blandin, því Sigurður Ingi segir reyndar, í samtali við Heimi Má Pétursson, að Framsóknarflokkurinn sé ekki tilbúinn að stíga inn í þriggja flokka ríkisstjórn í stað Bjartrar framtíðar.Sigríður Andersen mikill örlagavaldur Stefán Bogi Sveinsson, frammámaður í Framsóknarflokknum, bendir Össuri á þetta en Össur lætur ekki slá sig svo auðveldlega út af laginu. „Birgitta drottning pírata - og mín - skildi þetta hárréttum skilningi í hádegisfréttunum, Stefán minn Bogi. Hitt er rétt að ég er öðrum fremri í pólitískri tóvinnu, og tátla stundum hrosshárið til hliðar.“ Össur er í stuði og bætti nú við nýrri færslu nú rétt í þessu, þar sem hann segir að Sigríður Andersen hafi í raun brotið niður ríkisstjórnina: „Sigríður Andersen er örlagavaldur í íslenskum stjórnmálum og tókst það sem gervallri stjórnarandstöðu síðustu ára mistókst. Hún knésetti Sjálfstæðisflokkinn, felldi Bjarna og braut niður ríkisstjórnina.“
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Sjá meira