Formaður Samfylkingarinnar: Sjálfstæðisflokkurinn stígi til hliðar fram að kosningum Kjartan Kjartansson skrifar 15. september 2017 17:36 Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir brýnt að Alþingi sýni kjark fyrir börn í neyð. Vísir/Stefán Sjálfstæðismenn njóta ekki trausts til að sitja á ráðherrastólum og ættu að stíga til hliðar og leyfa öðrum að fara með starfsstjórn fram að kosningum. Þetta segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, um boðaðar þingkosningar. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, lýsti því yfir á blaðamannafundi síðdegis að hann hygðist boða til þingkosninga í kjölfar þess að Björt framtíð sprengdi ríkisstjórnarsamstarfið í gærkvöldi. Þær geti farið fram í nóvember. Logi segir að það nokkuð rökrétt að ganga til kosninga við þessar aðstæður. Ef engin önnur stjórn sé í spilunum þá sé eins gott að kjósa sem fyrst. „Ekki í augnablikinu. Maður veit aldrei hvað dagurinn ber í skauti sér,“ segir Logi um mögulegt nýtt stjórnarmynstur. Engar formlegar viðræður séu í gangi þess efnis.Afgreiði útlendingamál og hluta stjórnarskrárbreytinga fyrir kosningarLogi segir þó mikilvægt að þingið fái tíma til að afgreiða mál sem eru mjög brýn. Nefnir hann meðferð útlendingamála og afmarkaða þætti stjórnarskrárinnar sem hann vill ljúka fyrir kosningar. Einnig þurfi að undirbúa breytingar á fjárlögum sem kynnt voru á þriðjudag.Aðrir stýri fram að kosningumSjálfstæðisflokkurinn ætti hins vegar að stíga til hliðar þangað til landsmenn ganga að kjörborðinu, að mati Loga. „Ég held að það færi best á því að Sjálfstæðisflokkurinn tæki bara dótið sitt og endurskoðaði sín vinnubrögð og að einhverjir aðrir stýrðu þessu þessa nokkru daga eða vikur sem eru eftir fram að kosningum. Hann hefur ekki traust til að sitja í ráðherrastólum lengur,“ segir Logi. Þá gerir Logi athugasemd við þá mynd sem Bjarni dró upp að eigin athöfnum í tengslum við uppljóstranir um að faðir hans hafi skrifað undir meðmæli fyrir barnaníðing sem sóttist eftir uppreist æru. „Í stuttu máli virtist hann vera að lýsa því að það hefði verið rétt að þessu staðið öllu hjá honum. Þar fyrir utan gaf hann í skyn að hans flokkur væri kannski sá eini sem gæti stýrt í þessu landi. Þar held ég að hann sé nú kannski að ofmeta sig eitthvað,“ segir hann. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Sjálfstæðismenn njóta ekki trausts til að sitja á ráðherrastólum og ættu að stíga til hliðar og leyfa öðrum að fara með starfsstjórn fram að kosningum. Þetta segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, um boðaðar þingkosningar. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, lýsti því yfir á blaðamannafundi síðdegis að hann hygðist boða til þingkosninga í kjölfar þess að Björt framtíð sprengdi ríkisstjórnarsamstarfið í gærkvöldi. Þær geti farið fram í nóvember. Logi segir að það nokkuð rökrétt að ganga til kosninga við þessar aðstæður. Ef engin önnur stjórn sé í spilunum þá sé eins gott að kjósa sem fyrst. „Ekki í augnablikinu. Maður veit aldrei hvað dagurinn ber í skauti sér,“ segir Logi um mögulegt nýtt stjórnarmynstur. Engar formlegar viðræður séu í gangi þess efnis.Afgreiði útlendingamál og hluta stjórnarskrárbreytinga fyrir kosningarLogi segir þó mikilvægt að þingið fái tíma til að afgreiða mál sem eru mjög brýn. Nefnir hann meðferð útlendingamála og afmarkaða þætti stjórnarskrárinnar sem hann vill ljúka fyrir kosningar. Einnig þurfi að undirbúa breytingar á fjárlögum sem kynnt voru á þriðjudag.Aðrir stýri fram að kosningumSjálfstæðisflokkurinn ætti hins vegar að stíga til hliðar þangað til landsmenn ganga að kjörborðinu, að mati Loga. „Ég held að það færi best á því að Sjálfstæðisflokkurinn tæki bara dótið sitt og endurskoðaði sín vinnubrögð og að einhverjir aðrir stýrðu þessu þessa nokkru daga eða vikur sem eru eftir fram að kosningum. Hann hefur ekki traust til að sitja í ráðherrastólum lengur,“ segir Logi. Þá gerir Logi athugasemd við þá mynd sem Bjarni dró upp að eigin athöfnum í tengslum við uppljóstranir um að faðir hans hafi skrifað undir meðmæli fyrir barnaníðing sem sóttist eftir uppreist æru. „Í stuttu máli virtist hann vera að lýsa því að það hefði verið rétt að þessu staðið öllu hjá honum. Þar fyrir utan gaf hann í skyn að hans flokkur væri kannski sá eini sem gæti stýrt í þessu landi. Þar held ég að hann sé nú kannski að ofmeta sig eitthvað,“ segir hann.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira