Óttarr: „Prinsipp í mannréttindum mikilvægari en stólar og völd“ Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 16. september 2017 13:20 Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. vísir/ernir „Við ákváðum að taka ekki auðveldu leiðina og sætta okkur við svona vinnubrögð sem okkur þykja óásættanleg. Þetta er prinsippmál fyrir okkur – prinsipp í mannréttindum eru mikilvægari en bara einhverjir stólar eða völd.“ Þetta sagði Óttarr Proppé í samtali við Heimi Má Pétursson í Víglínunni í dag. Óttarr svaraði gagnrýni sjálfstæðismanna, þess efnis að framganga Bjartrar framtíðar hefði einkennst af heigulshætti, fullum hálsi. „Nei, þvert á móti. Ég tel einmitt að við höfum þorað þegar þurfti.“ Að sögn Óttars var flokkurinn sleginn vegna upplýsinganna sem komu fram í dagsljósið á fimmtudaginn og raunar umræðunni sem hefur verið í deiglunni í allt sumar. „Við fórum inn í erfitt samstarf en ákváðum að axla ábyrgð með því að fara inn í ríkisstjórn með svo tæpan meirihluta. Við þurftum að miðla mörgum málum og lögðum þetta upp með miklu trausti,“ sagði Óttarr. Hann bætti þó við að stjórnarsamstarfið hafi gengið vel að mörgu leyti. „Okkur tókst að draga Sjálfstæðisflokkinn inn á miðjuna hvað varðar bæði efnahagsmál og græn mál, þ.e. umhverfismál.“Eitraður kúltúr í SjálfstæðisflokknumTalið berst að menningu innan stjórnmálaflokka. Óttarr nefnir að valdastrúktúrinn innan Sjálfstæðisflokksins sé ekki í takt við tímann. „Það er einhver strúktur í þessum flokki sem byggir á því að leiðtoginn ræður öllu og allt stjórnast af hans hagsmunum, svo dansa allir eftir því. Það er ekki andi nútímans að það sé bara „pabbi“ sem ráði öllu,“ sagði hann. Aðrir viðmælendur þáttarins, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Logi Már Einarsson, tóku undir sjónarmið Óttars og viðruðu sjónarmið sín þess efnis að tímabært væri að koma Sjálfstæðisflokki frá völdum. „Sjálfstæðisflokkurinn þarf tíma til þess að setjast niður og hugsa sinn gang og endurskoða þennan kúltúr,“ fullyrti Logi Már. „Það eru margir góðir einstaklingar í Sjálfstæðisflokknum en kúltúrinn er eitraður,“ svaraði Óttarr. Stj.mál Tengdar fréttir Bjarni varð fyrir gríðarlegu áfalli Einhugur er í þingflokki Sjálfstæðisflokksins um að boða til nýrra kosninga. Formaðurinn leggur til að kosið verði í nóvember. Hann segir það áfall að faðir hans hafi skrifað undir meðmæli fyrir barnaníðing. 16. september 2017 06:00 Fólkið sem felldi ríkisstjórnina: Málinu er ekki lokið Fjölskylda Nínu Rúnar Bergsdóttur hefur stutt dyggilega við hana frá því snemma í sumar þegar það varð ljóst að Robert Downey hefði hlotið uppreist æru. Þau eru sammála um að málinu sé ekki lokið. 16. september 2017 09:00 Birgitta hættir á þingi Birgitta tilkynnti um ákvörðun sína í morgun. 16. september 2017 10:19 Bjarni hefur beðist lausnar og starfsstjórn situr áfram Forsetinn mun hitta formenn allra stjórnmálaflokka í dag. 16. september 2017 11:30 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
„Við ákváðum að taka ekki auðveldu leiðina og sætta okkur við svona vinnubrögð sem okkur þykja óásættanleg. Þetta er prinsippmál fyrir okkur – prinsipp í mannréttindum eru mikilvægari en bara einhverjir stólar eða völd.“ Þetta sagði Óttarr Proppé í samtali við Heimi Má Pétursson í Víglínunni í dag. Óttarr svaraði gagnrýni sjálfstæðismanna, þess efnis að framganga Bjartrar framtíðar hefði einkennst af heigulshætti, fullum hálsi. „Nei, þvert á móti. Ég tel einmitt að við höfum þorað þegar þurfti.“ Að sögn Óttars var flokkurinn sleginn vegna upplýsinganna sem komu fram í dagsljósið á fimmtudaginn og raunar umræðunni sem hefur verið í deiglunni í allt sumar. „Við fórum inn í erfitt samstarf en ákváðum að axla ábyrgð með því að fara inn í ríkisstjórn með svo tæpan meirihluta. Við þurftum að miðla mörgum málum og lögðum þetta upp með miklu trausti,“ sagði Óttarr. Hann bætti þó við að stjórnarsamstarfið hafi gengið vel að mörgu leyti. „Okkur tókst að draga Sjálfstæðisflokkinn inn á miðjuna hvað varðar bæði efnahagsmál og græn mál, þ.e. umhverfismál.“Eitraður kúltúr í SjálfstæðisflokknumTalið berst að menningu innan stjórnmálaflokka. Óttarr nefnir að valdastrúktúrinn innan Sjálfstæðisflokksins sé ekki í takt við tímann. „Það er einhver strúktur í þessum flokki sem byggir á því að leiðtoginn ræður öllu og allt stjórnast af hans hagsmunum, svo dansa allir eftir því. Það er ekki andi nútímans að það sé bara „pabbi“ sem ráði öllu,“ sagði hann. Aðrir viðmælendur þáttarins, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Logi Már Einarsson, tóku undir sjónarmið Óttars og viðruðu sjónarmið sín þess efnis að tímabært væri að koma Sjálfstæðisflokki frá völdum. „Sjálfstæðisflokkurinn þarf tíma til þess að setjast niður og hugsa sinn gang og endurskoða þennan kúltúr,“ fullyrti Logi Már. „Það eru margir góðir einstaklingar í Sjálfstæðisflokknum en kúltúrinn er eitraður,“ svaraði Óttarr.
Stj.mál Tengdar fréttir Bjarni varð fyrir gríðarlegu áfalli Einhugur er í þingflokki Sjálfstæðisflokksins um að boða til nýrra kosninga. Formaðurinn leggur til að kosið verði í nóvember. Hann segir það áfall að faðir hans hafi skrifað undir meðmæli fyrir barnaníðing. 16. september 2017 06:00 Fólkið sem felldi ríkisstjórnina: Málinu er ekki lokið Fjölskylda Nínu Rúnar Bergsdóttur hefur stutt dyggilega við hana frá því snemma í sumar þegar það varð ljóst að Robert Downey hefði hlotið uppreist æru. Þau eru sammála um að málinu sé ekki lokið. 16. september 2017 09:00 Birgitta hættir á þingi Birgitta tilkynnti um ákvörðun sína í morgun. 16. september 2017 10:19 Bjarni hefur beðist lausnar og starfsstjórn situr áfram Forsetinn mun hitta formenn allra stjórnmálaflokka í dag. 16. september 2017 11:30 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Bjarni varð fyrir gríðarlegu áfalli Einhugur er í þingflokki Sjálfstæðisflokksins um að boða til nýrra kosninga. Formaðurinn leggur til að kosið verði í nóvember. Hann segir það áfall að faðir hans hafi skrifað undir meðmæli fyrir barnaníðing. 16. september 2017 06:00
Fólkið sem felldi ríkisstjórnina: Málinu er ekki lokið Fjölskylda Nínu Rúnar Bergsdóttur hefur stutt dyggilega við hana frá því snemma í sumar þegar það varð ljóst að Robert Downey hefði hlotið uppreist æru. Þau eru sammála um að málinu sé ekki lokið. 16. september 2017 09:00
Bjarni hefur beðist lausnar og starfsstjórn situr áfram Forsetinn mun hitta formenn allra stjórnmálaflokka í dag. 16. september 2017 11:30
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent