Kysi að setjast í stjórn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. september 2017 17:50 Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, skrifaði í gestabók á Bessastöðum áður en hann hélt á fund forseta í dag. Vísir/Daníel Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagðist ágætlega stemmdur fyrir komandi kosningum eftir fund sinn með forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, á Bessastöðum í dag. Hann sagði flokk sinn ekki myndu fara í stjórn með flokkum sem hefðu „mannfjandsamleg viðhorf“ að leiðarljósi og telur vænlegast að sitja í stjórn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna. „Mitt hjarta slær til vinstri,“ sagði Logi á Bessastöðum í dag. Hann sagðist ekki byrjaður að stofna til kosningabandalaga en að helst myndi hann óska sér að setjast í stjórn „undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur frekar en nokkurs annars.“Útilokar flokka með „mannfjandsamleg viðhorf“ Aðspurður hvort Samfylkingin útiloki samstarf við einhvern flokk sagðist Logi ekki myndu fara í stjórn með flokkum sem „setja á oddinn mannfjandsamleg viðhorf.“ Þar sagðist hann enn fremur ekki vera að vísa til neins sérstaks stjórnmálaflokks. Logi sagðist ágætlega stemmdur fyrir kosningar þrátt fyrir að Samfylkingin hafi beðið afhroð í síðustu kosningum. Hann taldi að sóknarfæri væri fyrir flokkinn sem hefði ágætis málefnaskrá. Logi sagðist vilja að mynduð yrði ríkisstjórn með umburðarlyndi, mannúð og menntamál að leiðarljósi. Þá vildi Logi ekki hafa stór orð um starfandi starfsstjórn fram að kjördegi, 4. nóvember. Hann sagðist þó hafa samþykkt þá dagsetningu, eini gallinn væri að kosningarnar yrðu þá sömu helgi og tónlistarhátíðin Iceland Airwaves. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Framsókn gengur tvíefld til kosninga Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fundaði með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Hann sagði að ekki hefði verið möguleiki fyrir Framsókn að stíga inn í ríkisstjórn með Viðreisn. 16. september 2017 15:25 Kosningar leggjast vel í Katrínu Katrín Jakobsdóttir telur að kosningarnar í haust skapi tækifæri til þess að gera betur. 16. september 2017 13:36 Björt framtíð verður með í starfsstjórn Hann sagði Bjarta framtíð ekki hafa rætt kosningabandalag við Viðreisn og að þá væri auk þess skrýtin tilhugsun að starfa aftur með Sjálfstæðisflokknum eins og staðan er nú. 16. september 2017 17:30 Gefur ekki skýr svör um aðkomu Viðreisnar að starfsstjórn fyrr en eftir helgi Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sagði flokkinn fara vel stemmdan inn í kosningarnar en hefði viljað vita af því að Björt framtíð hygðist slíta stjórnarsamstarfinu. 16. september 2017 16:36 Birgitta óttast áframhaldandi kreppu í stjórnmálum Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, ætlar ekki að gefa kost á sér í kosningunum nú í haust. Hún ræddi við Guðna Th. Jóhannesson á Bessastöðum í dag. 16. september 2017 14:26 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Sjá meira
Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagðist ágætlega stemmdur fyrir komandi kosningum eftir fund sinn með forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, á Bessastöðum í dag. Hann sagði flokk sinn ekki myndu fara í stjórn með flokkum sem hefðu „mannfjandsamleg viðhorf“ að leiðarljósi og telur vænlegast að sitja í stjórn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna. „Mitt hjarta slær til vinstri,“ sagði Logi á Bessastöðum í dag. Hann sagðist ekki byrjaður að stofna til kosningabandalaga en að helst myndi hann óska sér að setjast í stjórn „undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur frekar en nokkurs annars.“Útilokar flokka með „mannfjandsamleg viðhorf“ Aðspurður hvort Samfylkingin útiloki samstarf við einhvern flokk sagðist Logi ekki myndu fara í stjórn með flokkum sem „setja á oddinn mannfjandsamleg viðhorf.“ Þar sagðist hann enn fremur ekki vera að vísa til neins sérstaks stjórnmálaflokks. Logi sagðist ágætlega stemmdur fyrir kosningar þrátt fyrir að Samfylkingin hafi beðið afhroð í síðustu kosningum. Hann taldi að sóknarfæri væri fyrir flokkinn sem hefði ágætis málefnaskrá. Logi sagðist vilja að mynduð yrði ríkisstjórn með umburðarlyndi, mannúð og menntamál að leiðarljósi. Þá vildi Logi ekki hafa stór orð um starfandi starfsstjórn fram að kjördegi, 4. nóvember. Hann sagðist þó hafa samþykkt þá dagsetningu, eini gallinn væri að kosningarnar yrðu þá sömu helgi og tónlistarhátíðin Iceland Airwaves.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Framsókn gengur tvíefld til kosninga Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fundaði með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Hann sagði að ekki hefði verið möguleiki fyrir Framsókn að stíga inn í ríkisstjórn með Viðreisn. 16. september 2017 15:25 Kosningar leggjast vel í Katrínu Katrín Jakobsdóttir telur að kosningarnar í haust skapi tækifæri til þess að gera betur. 16. september 2017 13:36 Björt framtíð verður með í starfsstjórn Hann sagði Bjarta framtíð ekki hafa rætt kosningabandalag við Viðreisn og að þá væri auk þess skrýtin tilhugsun að starfa aftur með Sjálfstæðisflokknum eins og staðan er nú. 16. september 2017 17:30 Gefur ekki skýr svör um aðkomu Viðreisnar að starfsstjórn fyrr en eftir helgi Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sagði flokkinn fara vel stemmdan inn í kosningarnar en hefði viljað vita af því að Björt framtíð hygðist slíta stjórnarsamstarfinu. 16. september 2017 16:36 Birgitta óttast áframhaldandi kreppu í stjórnmálum Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, ætlar ekki að gefa kost á sér í kosningunum nú í haust. Hún ræddi við Guðna Th. Jóhannesson á Bessastöðum í dag. 16. september 2017 14:26 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Sjá meira
Framsókn gengur tvíefld til kosninga Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fundaði með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Hann sagði að ekki hefði verið möguleiki fyrir Framsókn að stíga inn í ríkisstjórn með Viðreisn. 16. september 2017 15:25
Kosningar leggjast vel í Katrínu Katrín Jakobsdóttir telur að kosningarnar í haust skapi tækifæri til þess að gera betur. 16. september 2017 13:36
Björt framtíð verður með í starfsstjórn Hann sagði Bjarta framtíð ekki hafa rætt kosningabandalag við Viðreisn og að þá væri auk þess skrýtin tilhugsun að starfa aftur með Sjálfstæðisflokknum eins og staðan er nú. 16. september 2017 17:30
Gefur ekki skýr svör um aðkomu Viðreisnar að starfsstjórn fyrr en eftir helgi Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sagði flokkinn fara vel stemmdan inn í kosningarnar en hefði viljað vita af því að Björt framtíð hygðist slíta stjórnarsamstarfinu. 16. september 2017 16:36
Birgitta óttast áframhaldandi kreppu í stjórnmálum Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, ætlar ekki að gefa kost á sér í kosningunum nú í haust. Hún ræddi við Guðna Th. Jóhannesson á Bessastöðum í dag. 16. september 2017 14:26