Kysi að setjast í stjórn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. september 2017 17:50 Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, skrifaði í gestabók á Bessastöðum áður en hann hélt á fund forseta í dag. Vísir/Daníel Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagðist ágætlega stemmdur fyrir komandi kosningum eftir fund sinn með forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, á Bessastöðum í dag. Hann sagði flokk sinn ekki myndu fara í stjórn með flokkum sem hefðu „mannfjandsamleg viðhorf“ að leiðarljósi og telur vænlegast að sitja í stjórn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna. „Mitt hjarta slær til vinstri,“ sagði Logi á Bessastöðum í dag. Hann sagðist ekki byrjaður að stofna til kosningabandalaga en að helst myndi hann óska sér að setjast í stjórn „undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur frekar en nokkurs annars.“Útilokar flokka með „mannfjandsamleg viðhorf“ Aðspurður hvort Samfylkingin útiloki samstarf við einhvern flokk sagðist Logi ekki myndu fara í stjórn með flokkum sem „setja á oddinn mannfjandsamleg viðhorf.“ Þar sagðist hann enn fremur ekki vera að vísa til neins sérstaks stjórnmálaflokks. Logi sagðist ágætlega stemmdur fyrir kosningar þrátt fyrir að Samfylkingin hafi beðið afhroð í síðustu kosningum. Hann taldi að sóknarfæri væri fyrir flokkinn sem hefði ágætis málefnaskrá. Logi sagðist vilja að mynduð yrði ríkisstjórn með umburðarlyndi, mannúð og menntamál að leiðarljósi. Þá vildi Logi ekki hafa stór orð um starfandi starfsstjórn fram að kjördegi, 4. nóvember. Hann sagðist þó hafa samþykkt þá dagsetningu, eini gallinn væri að kosningarnar yrðu þá sömu helgi og tónlistarhátíðin Iceland Airwaves. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Framsókn gengur tvíefld til kosninga Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fundaði með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Hann sagði að ekki hefði verið möguleiki fyrir Framsókn að stíga inn í ríkisstjórn með Viðreisn. 16. september 2017 15:25 Kosningar leggjast vel í Katrínu Katrín Jakobsdóttir telur að kosningarnar í haust skapi tækifæri til þess að gera betur. 16. september 2017 13:36 Björt framtíð verður með í starfsstjórn Hann sagði Bjarta framtíð ekki hafa rætt kosningabandalag við Viðreisn og að þá væri auk þess skrýtin tilhugsun að starfa aftur með Sjálfstæðisflokknum eins og staðan er nú. 16. september 2017 17:30 Gefur ekki skýr svör um aðkomu Viðreisnar að starfsstjórn fyrr en eftir helgi Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sagði flokkinn fara vel stemmdan inn í kosningarnar en hefði viljað vita af því að Björt framtíð hygðist slíta stjórnarsamstarfinu. 16. september 2017 16:36 Birgitta óttast áframhaldandi kreppu í stjórnmálum Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, ætlar ekki að gefa kost á sér í kosningunum nú í haust. Hún ræddi við Guðna Th. Jóhannesson á Bessastöðum í dag. 16. september 2017 14:26 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Sjá meira
Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagðist ágætlega stemmdur fyrir komandi kosningum eftir fund sinn með forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, á Bessastöðum í dag. Hann sagði flokk sinn ekki myndu fara í stjórn með flokkum sem hefðu „mannfjandsamleg viðhorf“ að leiðarljósi og telur vænlegast að sitja í stjórn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna. „Mitt hjarta slær til vinstri,“ sagði Logi á Bessastöðum í dag. Hann sagðist ekki byrjaður að stofna til kosningabandalaga en að helst myndi hann óska sér að setjast í stjórn „undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur frekar en nokkurs annars.“Útilokar flokka með „mannfjandsamleg viðhorf“ Aðspurður hvort Samfylkingin útiloki samstarf við einhvern flokk sagðist Logi ekki myndu fara í stjórn með flokkum sem „setja á oddinn mannfjandsamleg viðhorf.“ Þar sagðist hann enn fremur ekki vera að vísa til neins sérstaks stjórnmálaflokks. Logi sagðist ágætlega stemmdur fyrir kosningar þrátt fyrir að Samfylkingin hafi beðið afhroð í síðustu kosningum. Hann taldi að sóknarfæri væri fyrir flokkinn sem hefði ágætis málefnaskrá. Logi sagðist vilja að mynduð yrði ríkisstjórn með umburðarlyndi, mannúð og menntamál að leiðarljósi. Þá vildi Logi ekki hafa stór orð um starfandi starfsstjórn fram að kjördegi, 4. nóvember. Hann sagðist þó hafa samþykkt þá dagsetningu, eini gallinn væri að kosningarnar yrðu þá sömu helgi og tónlistarhátíðin Iceland Airwaves.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Framsókn gengur tvíefld til kosninga Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fundaði með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Hann sagði að ekki hefði verið möguleiki fyrir Framsókn að stíga inn í ríkisstjórn með Viðreisn. 16. september 2017 15:25 Kosningar leggjast vel í Katrínu Katrín Jakobsdóttir telur að kosningarnar í haust skapi tækifæri til þess að gera betur. 16. september 2017 13:36 Björt framtíð verður með í starfsstjórn Hann sagði Bjarta framtíð ekki hafa rætt kosningabandalag við Viðreisn og að þá væri auk þess skrýtin tilhugsun að starfa aftur með Sjálfstæðisflokknum eins og staðan er nú. 16. september 2017 17:30 Gefur ekki skýr svör um aðkomu Viðreisnar að starfsstjórn fyrr en eftir helgi Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sagði flokkinn fara vel stemmdan inn í kosningarnar en hefði viljað vita af því að Björt framtíð hygðist slíta stjórnarsamstarfinu. 16. september 2017 16:36 Birgitta óttast áframhaldandi kreppu í stjórnmálum Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, ætlar ekki að gefa kost á sér í kosningunum nú í haust. Hún ræddi við Guðna Th. Jóhannesson á Bessastöðum í dag. 16. september 2017 14:26 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Sjá meira
Framsókn gengur tvíefld til kosninga Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fundaði með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Hann sagði að ekki hefði verið möguleiki fyrir Framsókn að stíga inn í ríkisstjórn með Viðreisn. 16. september 2017 15:25
Kosningar leggjast vel í Katrínu Katrín Jakobsdóttir telur að kosningarnar í haust skapi tækifæri til þess að gera betur. 16. september 2017 13:36
Björt framtíð verður með í starfsstjórn Hann sagði Bjarta framtíð ekki hafa rætt kosningabandalag við Viðreisn og að þá væri auk þess skrýtin tilhugsun að starfa aftur með Sjálfstæðisflokknum eins og staðan er nú. 16. september 2017 17:30
Gefur ekki skýr svör um aðkomu Viðreisnar að starfsstjórn fyrr en eftir helgi Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sagði flokkinn fara vel stemmdan inn í kosningarnar en hefði viljað vita af því að Björt framtíð hygðist slíta stjórnarsamstarfinu. 16. september 2017 16:36
Birgitta óttast áframhaldandi kreppu í stjórnmálum Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, ætlar ekki að gefa kost á sér í kosningunum nú í haust. Hún ræddi við Guðna Th. Jóhannesson á Bessastöðum í dag. 16. september 2017 14:26