Kysi að setjast í stjórn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. september 2017 17:50 Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, skrifaði í gestabók á Bessastöðum áður en hann hélt á fund forseta í dag. Vísir/Daníel Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagðist ágætlega stemmdur fyrir komandi kosningum eftir fund sinn með forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, á Bessastöðum í dag. Hann sagði flokk sinn ekki myndu fara í stjórn með flokkum sem hefðu „mannfjandsamleg viðhorf“ að leiðarljósi og telur vænlegast að sitja í stjórn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna. „Mitt hjarta slær til vinstri,“ sagði Logi á Bessastöðum í dag. Hann sagðist ekki byrjaður að stofna til kosningabandalaga en að helst myndi hann óska sér að setjast í stjórn „undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur frekar en nokkurs annars.“Útilokar flokka með „mannfjandsamleg viðhorf“ Aðspurður hvort Samfylkingin útiloki samstarf við einhvern flokk sagðist Logi ekki myndu fara í stjórn með flokkum sem „setja á oddinn mannfjandsamleg viðhorf.“ Þar sagðist hann enn fremur ekki vera að vísa til neins sérstaks stjórnmálaflokks. Logi sagðist ágætlega stemmdur fyrir kosningar þrátt fyrir að Samfylkingin hafi beðið afhroð í síðustu kosningum. Hann taldi að sóknarfæri væri fyrir flokkinn sem hefði ágætis málefnaskrá. Logi sagðist vilja að mynduð yrði ríkisstjórn með umburðarlyndi, mannúð og menntamál að leiðarljósi. Þá vildi Logi ekki hafa stór orð um starfandi starfsstjórn fram að kjördegi, 4. nóvember. Hann sagðist þó hafa samþykkt þá dagsetningu, eini gallinn væri að kosningarnar yrðu þá sömu helgi og tónlistarhátíðin Iceland Airwaves. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Framsókn gengur tvíefld til kosninga Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fundaði með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Hann sagði að ekki hefði verið möguleiki fyrir Framsókn að stíga inn í ríkisstjórn með Viðreisn. 16. september 2017 15:25 Kosningar leggjast vel í Katrínu Katrín Jakobsdóttir telur að kosningarnar í haust skapi tækifæri til þess að gera betur. 16. september 2017 13:36 Björt framtíð verður með í starfsstjórn Hann sagði Bjarta framtíð ekki hafa rætt kosningabandalag við Viðreisn og að þá væri auk þess skrýtin tilhugsun að starfa aftur með Sjálfstæðisflokknum eins og staðan er nú. 16. september 2017 17:30 Gefur ekki skýr svör um aðkomu Viðreisnar að starfsstjórn fyrr en eftir helgi Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sagði flokkinn fara vel stemmdan inn í kosningarnar en hefði viljað vita af því að Björt framtíð hygðist slíta stjórnarsamstarfinu. 16. september 2017 16:36 Birgitta óttast áframhaldandi kreppu í stjórnmálum Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, ætlar ekki að gefa kost á sér í kosningunum nú í haust. Hún ræddi við Guðna Th. Jóhannesson á Bessastöðum í dag. 16. september 2017 14:26 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Fleiri fréttir Eftirför lögreglu yfir Hellisheiðina Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Sjá meira
Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagðist ágætlega stemmdur fyrir komandi kosningum eftir fund sinn með forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, á Bessastöðum í dag. Hann sagði flokk sinn ekki myndu fara í stjórn með flokkum sem hefðu „mannfjandsamleg viðhorf“ að leiðarljósi og telur vænlegast að sitja í stjórn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna. „Mitt hjarta slær til vinstri,“ sagði Logi á Bessastöðum í dag. Hann sagðist ekki byrjaður að stofna til kosningabandalaga en að helst myndi hann óska sér að setjast í stjórn „undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur frekar en nokkurs annars.“Útilokar flokka með „mannfjandsamleg viðhorf“ Aðspurður hvort Samfylkingin útiloki samstarf við einhvern flokk sagðist Logi ekki myndu fara í stjórn með flokkum sem „setja á oddinn mannfjandsamleg viðhorf.“ Þar sagðist hann enn fremur ekki vera að vísa til neins sérstaks stjórnmálaflokks. Logi sagðist ágætlega stemmdur fyrir kosningar þrátt fyrir að Samfylkingin hafi beðið afhroð í síðustu kosningum. Hann taldi að sóknarfæri væri fyrir flokkinn sem hefði ágætis málefnaskrá. Logi sagðist vilja að mynduð yrði ríkisstjórn með umburðarlyndi, mannúð og menntamál að leiðarljósi. Þá vildi Logi ekki hafa stór orð um starfandi starfsstjórn fram að kjördegi, 4. nóvember. Hann sagðist þó hafa samþykkt þá dagsetningu, eini gallinn væri að kosningarnar yrðu þá sömu helgi og tónlistarhátíðin Iceland Airwaves.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Framsókn gengur tvíefld til kosninga Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fundaði með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Hann sagði að ekki hefði verið möguleiki fyrir Framsókn að stíga inn í ríkisstjórn með Viðreisn. 16. september 2017 15:25 Kosningar leggjast vel í Katrínu Katrín Jakobsdóttir telur að kosningarnar í haust skapi tækifæri til þess að gera betur. 16. september 2017 13:36 Björt framtíð verður með í starfsstjórn Hann sagði Bjarta framtíð ekki hafa rætt kosningabandalag við Viðreisn og að þá væri auk þess skrýtin tilhugsun að starfa aftur með Sjálfstæðisflokknum eins og staðan er nú. 16. september 2017 17:30 Gefur ekki skýr svör um aðkomu Viðreisnar að starfsstjórn fyrr en eftir helgi Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sagði flokkinn fara vel stemmdan inn í kosningarnar en hefði viljað vita af því að Björt framtíð hygðist slíta stjórnarsamstarfinu. 16. september 2017 16:36 Birgitta óttast áframhaldandi kreppu í stjórnmálum Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, ætlar ekki að gefa kost á sér í kosningunum nú í haust. Hún ræddi við Guðna Th. Jóhannesson á Bessastöðum í dag. 16. september 2017 14:26 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Fleiri fréttir Eftirför lögreglu yfir Hellisheiðina Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Sjá meira
Framsókn gengur tvíefld til kosninga Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fundaði með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Hann sagði að ekki hefði verið möguleiki fyrir Framsókn að stíga inn í ríkisstjórn með Viðreisn. 16. september 2017 15:25
Kosningar leggjast vel í Katrínu Katrín Jakobsdóttir telur að kosningarnar í haust skapi tækifæri til þess að gera betur. 16. september 2017 13:36
Björt framtíð verður með í starfsstjórn Hann sagði Bjarta framtíð ekki hafa rætt kosningabandalag við Viðreisn og að þá væri auk þess skrýtin tilhugsun að starfa aftur með Sjálfstæðisflokknum eins og staðan er nú. 16. september 2017 17:30
Gefur ekki skýr svör um aðkomu Viðreisnar að starfsstjórn fyrr en eftir helgi Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sagði flokkinn fara vel stemmdan inn í kosningarnar en hefði viljað vita af því að Björt framtíð hygðist slíta stjórnarsamstarfinu. 16. september 2017 16:36
Birgitta óttast áframhaldandi kreppu í stjórnmálum Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, ætlar ekki að gefa kost á sér í kosningunum nú í haust. Hún ræddi við Guðna Th. Jóhannesson á Bessastöðum í dag. 16. september 2017 14:26