Óvissa ríkir um störf þingsins vikurnar fram að kosningadegi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. september 2017 06:00 Forsætisráðherra las upp tilkynningu um þingrof á stuttum þingfundi í gær. Þingmenn hlýddu á. vísir/anton brink Ekki liggur fyrir samkomulag um það hvaða mál fara í gegn og hver falla niður á þeim fáu þingdögum sem eftir eru fram að þingkosningum. Formenn flokka sem eiga sæti á þingi funda aftur með forseta Alþingis á morgun til að reyna að komast að samkomulagi um þinglok. Þingkosningar fara fram laugardaginn 28. október næstkomandi. Þetta lá fyrir um hádegisbil í gær eftir að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, féllst á þingrofstillögu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Á blaðamannafundi sem haldinn var að fundi forseta og forsætisráðherra loknum sagði forsetinn að hann hefði rætt við formenn annarra flokka um möguleika á myndun annarrar meirihlutastjórnar. Honum var ekki til að dreifa og var ríkur stuðningur formanna við að boða til nýrra kosninga. „Þingið er þungamiðja okkar og því mikilvægt að það njóti virðingar og að þingheimur sé traustsins verður,“ sagði forsetinn. „[Ég hvet alla] sem atkvæðisrétt hafa að nýta hann þrátt fyrir að einhvers konar leiði og óþreyja og vonbrigði séu kannski farin að grípa um sig í hugum fólks.“ Kosningarnar nú verða þær fimmtu á átta ára tímabili. Þá verður minna en ár liðið frá kosningunum í fyrra þegar kjósendur mæta á kjörstað nú. Skömmu eftir að fundinum á Bessastöðum lauk hófst fundur formanna og forseta þingsins í þinghúsinu. Niðurstaða þess fundar var að ágreiningur er enn uppi um hvað skuli gera á síðustu dögum 147. löggjafarþings. „Það voru auðvitað skiptar skoðanir og við ræddum það hreinskilnislega en við ákváðum að halda áfram að tala saman og hittast aftur á [morgun],“ sagði Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, að þeim fundi loknum. Síðasta vor lentu mál um notendastýrða persónuaðstoð, NPA, og samningur um réttindi fatlaðs fólks milli skips og bryggju. Var þeim málum slegið á frest með vilyrði um að þau yrðu með fyrstu málum sem afgreidd yrðu nú í haust. Þá eru mögulegar breytingar á útlendingalögum einnig á dagskrá. Ekki liggur því fyrir hver verður síðasti fundardagur þingsins. Í fyrra var þingi slitið tveimur vikum fyrir kjördag. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Ekki liggur fyrir samkomulag um það hvaða mál fara í gegn og hver falla niður á þeim fáu þingdögum sem eftir eru fram að þingkosningum. Formenn flokka sem eiga sæti á þingi funda aftur með forseta Alþingis á morgun til að reyna að komast að samkomulagi um þinglok. Þingkosningar fara fram laugardaginn 28. október næstkomandi. Þetta lá fyrir um hádegisbil í gær eftir að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, féllst á þingrofstillögu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Á blaðamannafundi sem haldinn var að fundi forseta og forsætisráðherra loknum sagði forsetinn að hann hefði rætt við formenn annarra flokka um möguleika á myndun annarrar meirihlutastjórnar. Honum var ekki til að dreifa og var ríkur stuðningur formanna við að boða til nýrra kosninga. „Þingið er þungamiðja okkar og því mikilvægt að það njóti virðingar og að þingheimur sé traustsins verður,“ sagði forsetinn. „[Ég hvet alla] sem atkvæðisrétt hafa að nýta hann þrátt fyrir að einhvers konar leiði og óþreyja og vonbrigði séu kannski farin að grípa um sig í hugum fólks.“ Kosningarnar nú verða þær fimmtu á átta ára tímabili. Þá verður minna en ár liðið frá kosningunum í fyrra þegar kjósendur mæta á kjörstað nú. Skömmu eftir að fundinum á Bessastöðum lauk hófst fundur formanna og forseta þingsins í þinghúsinu. Niðurstaða þess fundar var að ágreiningur er enn uppi um hvað skuli gera á síðustu dögum 147. löggjafarþings. „Það voru auðvitað skiptar skoðanir og við ræddum það hreinskilnislega en við ákváðum að halda áfram að tala saman og hittast aftur á [morgun],“ sagði Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, að þeim fundi loknum. Síðasta vor lentu mál um notendastýrða persónuaðstoð, NPA, og samningur um réttindi fatlaðs fólks milli skips og bryggju. Var þeim málum slegið á frest með vilyrði um að þau yrðu með fyrstu málum sem afgreidd yrðu nú í haust. Þá eru mögulegar breytingar á útlendingalögum einnig á dagskrá. Ekki liggur því fyrir hver verður síðasti fundardagur þingsins. Í fyrra var þingi slitið tveimur vikum fyrir kjördag.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent