Fyrrverandi þingmenn vilja snúa aftur á þing Aðalheiður Ámundadóttir og Haraldur Guðmundsson skrifa 19. september 2017 06:00 Nær allir sitjandi þingmenn stefna á endurkjör. Óvissa einkennir stemningu innan flokkanna nú þegar kosið verður til Alþingis eftir rúman mánuð. Margir liggja undir feldi. Píratinn Helgi Hrafn Gunnarsson hefur tilkynnt framboð. Björn Valur Gíslason, fráfarandi varaformaður VG, fer yfir málin með félögum í sínu kjördæmi. Stórkostlegra breytinga er ekki að vænta á framboðslistum Sjálfstæðisflokks, en þó íhugar Sirrý Hallgrímsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar, framboð samkvæmt heimildum. Hvorki Svanhildur Hólm, né Borgar Þór Einarsson vildu svara hvort þau hygðust bjóða sig fram, en hafa verið orðuð við framboð í borgarstjórnarkosningum næsta vor. Línur eru langt frá því að vera skýrar innan Framsóknar. Af fyrrverandi þingmönnum liggja Líneik Anna Sævarsdóttir, Þorsteinn Sæmundsson og Willum Þór Þórsson undir feldi en að eigin sögn hafa hvorki Vigdís Hauksdóttir né Ásmundur Einar Daðason leitt hugann að framboði. Höskuldur Þórhallsson baðst undan samtali. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er sagður íhuga stofnun nýs flokks. Enn er ekki ljóst hvaða Framsóknarmenn myndu fylgja honum. Nafn Björns Inga Hrafnssonar hefur borið á góma. Björn Ingi sagðist ekki reiðubúinn í umræður um framboð.Útlit er fyrir kvennaslag innan Samfylkingarinnar. Þingkonurnar fyrrverandi, Ólína Þorvarðardóttir og Margrét Tryggvadóttir, íhuga framboð. Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður, og Eva H. Baldursdóttir hafa lýst áhuga á að taka þátt. Sema Erla Serdar og Margrét Gauja Magnúsdóttir hugsa málið. „Já, af hverju ekki,“ segir Helga Vala Helgadóttir, lögmaður, þegar hún er innt eftir áhuga á framboði, en viðmælendur Fréttablaðsins nefndu nafn hennar spurðir um óskaframbjóðendur fyrir Samfylkingu. Ekki náðist í þungavigtarkarlpening flokksins þrátt fyrir tilraunir. Meðal nýrra nafna í prófkjörum Pírata verður Einar Steingrímsson stærðfræðingur, sem tilkynnti framboð á Pírataspjallinu í gær. Einar var í framboði til rektors HÍ fyrir tveimur árum. Fyrrverandi þingmenn Bjartrar framtíðar virðast ekki á framboðsbuxunum, að minnsta kosti ekki fyrir Bjarta framtíð. Páll Valur Björnsson sem sagði sig úr flokknum fyrr á árinu, er sagður skoða að bjóða sig fram fyrir annan flokk en Bjarta framtíð. Uppfært klukkan 10:08Eygló Harðardóttir hefur tilkynnt að hún muni ekki gefa kost á sér. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Sjá meira
Óvissa einkennir stemningu innan flokkanna nú þegar kosið verður til Alþingis eftir rúman mánuð. Margir liggja undir feldi. Píratinn Helgi Hrafn Gunnarsson hefur tilkynnt framboð. Björn Valur Gíslason, fráfarandi varaformaður VG, fer yfir málin með félögum í sínu kjördæmi. Stórkostlegra breytinga er ekki að vænta á framboðslistum Sjálfstæðisflokks, en þó íhugar Sirrý Hallgrímsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar, framboð samkvæmt heimildum. Hvorki Svanhildur Hólm, né Borgar Þór Einarsson vildu svara hvort þau hygðust bjóða sig fram, en hafa verið orðuð við framboð í borgarstjórnarkosningum næsta vor. Línur eru langt frá því að vera skýrar innan Framsóknar. Af fyrrverandi þingmönnum liggja Líneik Anna Sævarsdóttir, Þorsteinn Sæmundsson og Willum Þór Þórsson undir feldi en að eigin sögn hafa hvorki Vigdís Hauksdóttir né Ásmundur Einar Daðason leitt hugann að framboði. Höskuldur Þórhallsson baðst undan samtali. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er sagður íhuga stofnun nýs flokks. Enn er ekki ljóst hvaða Framsóknarmenn myndu fylgja honum. Nafn Björns Inga Hrafnssonar hefur borið á góma. Björn Ingi sagðist ekki reiðubúinn í umræður um framboð.Útlit er fyrir kvennaslag innan Samfylkingarinnar. Þingkonurnar fyrrverandi, Ólína Þorvarðardóttir og Margrét Tryggvadóttir, íhuga framboð. Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður, og Eva H. Baldursdóttir hafa lýst áhuga á að taka þátt. Sema Erla Serdar og Margrét Gauja Magnúsdóttir hugsa málið. „Já, af hverju ekki,“ segir Helga Vala Helgadóttir, lögmaður, þegar hún er innt eftir áhuga á framboði, en viðmælendur Fréttablaðsins nefndu nafn hennar spurðir um óskaframbjóðendur fyrir Samfylkingu. Ekki náðist í þungavigtarkarlpening flokksins þrátt fyrir tilraunir. Meðal nýrra nafna í prófkjörum Pírata verður Einar Steingrímsson stærðfræðingur, sem tilkynnti framboð á Pírataspjallinu í gær. Einar var í framboði til rektors HÍ fyrir tveimur árum. Fyrrverandi þingmenn Bjartrar framtíðar virðast ekki á framboðsbuxunum, að minnsta kosti ekki fyrir Bjarta framtíð. Páll Valur Björnsson sem sagði sig úr flokknum fyrr á árinu, er sagður skoða að bjóða sig fram fyrir annan flokk en Bjarta framtíð. Uppfært klukkan 10:08Eygló Harðardóttir hefur tilkynnt að hún muni ekki gefa kost á sér.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Sjá meira