Fyrrverandi þingmenn vilja snúa aftur á þing Aðalheiður Ámundadóttir og Haraldur Guðmundsson skrifa 19. september 2017 06:00 Nær allir sitjandi þingmenn stefna á endurkjör. Óvissa einkennir stemningu innan flokkanna nú þegar kosið verður til Alþingis eftir rúman mánuð. Margir liggja undir feldi. Píratinn Helgi Hrafn Gunnarsson hefur tilkynnt framboð. Björn Valur Gíslason, fráfarandi varaformaður VG, fer yfir málin með félögum í sínu kjördæmi. Stórkostlegra breytinga er ekki að vænta á framboðslistum Sjálfstæðisflokks, en þó íhugar Sirrý Hallgrímsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar, framboð samkvæmt heimildum. Hvorki Svanhildur Hólm, né Borgar Þór Einarsson vildu svara hvort þau hygðust bjóða sig fram, en hafa verið orðuð við framboð í borgarstjórnarkosningum næsta vor. Línur eru langt frá því að vera skýrar innan Framsóknar. Af fyrrverandi þingmönnum liggja Líneik Anna Sævarsdóttir, Þorsteinn Sæmundsson og Willum Þór Þórsson undir feldi en að eigin sögn hafa hvorki Vigdís Hauksdóttir né Ásmundur Einar Daðason leitt hugann að framboði. Höskuldur Þórhallsson baðst undan samtali. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er sagður íhuga stofnun nýs flokks. Enn er ekki ljóst hvaða Framsóknarmenn myndu fylgja honum. Nafn Björns Inga Hrafnssonar hefur borið á góma. Björn Ingi sagðist ekki reiðubúinn í umræður um framboð.Útlit er fyrir kvennaslag innan Samfylkingarinnar. Þingkonurnar fyrrverandi, Ólína Þorvarðardóttir og Margrét Tryggvadóttir, íhuga framboð. Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður, og Eva H. Baldursdóttir hafa lýst áhuga á að taka þátt. Sema Erla Serdar og Margrét Gauja Magnúsdóttir hugsa málið. „Já, af hverju ekki,“ segir Helga Vala Helgadóttir, lögmaður, þegar hún er innt eftir áhuga á framboði, en viðmælendur Fréttablaðsins nefndu nafn hennar spurðir um óskaframbjóðendur fyrir Samfylkingu. Ekki náðist í þungavigtarkarlpening flokksins þrátt fyrir tilraunir. Meðal nýrra nafna í prófkjörum Pírata verður Einar Steingrímsson stærðfræðingur, sem tilkynnti framboð á Pírataspjallinu í gær. Einar var í framboði til rektors HÍ fyrir tveimur árum. Fyrrverandi þingmenn Bjartrar framtíðar virðast ekki á framboðsbuxunum, að minnsta kosti ekki fyrir Bjarta framtíð. Páll Valur Björnsson sem sagði sig úr flokknum fyrr á árinu, er sagður skoða að bjóða sig fram fyrir annan flokk en Bjarta framtíð. Uppfært klukkan 10:08Eygló Harðardóttir hefur tilkynnt að hún muni ekki gefa kost á sér. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Óvissa einkennir stemningu innan flokkanna nú þegar kosið verður til Alþingis eftir rúman mánuð. Margir liggja undir feldi. Píratinn Helgi Hrafn Gunnarsson hefur tilkynnt framboð. Björn Valur Gíslason, fráfarandi varaformaður VG, fer yfir málin með félögum í sínu kjördæmi. Stórkostlegra breytinga er ekki að vænta á framboðslistum Sjálfstæðisflokks, en þó íhugar Sirrý Hallgrímsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar, framboð samkvæmt heimildum. Hvorki Svanhildur Hólm, né Borgar Þór Einarsson vildu svara hvort þau hygðust bjóða sig fram, en hafa verið orðuð við framboð í borgarstjórnarkosningum næsta vor. Línur eru langt frá því að vera skýrar innan Framsóknar. Af fyrrverandi þingmönnum liggja Líneik Anna Sævarsdóttir, Þorsteinn Sæmundsson og Willum Þór Þórsson undir feldi en að eigin sögn hafa hvorki Vigdís Hauksdóttir né Ásmundur Einar Daðason leitt hugann að framboði. Höskuldur Þórhallsson baðst undan samtali. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er sagður íhuga stofnun nýs flokks. Enn er ekki ljóst hvaða Framsóknarmenn myndu fylgja honum. Nafn Björns Inga Hrafnssonar hefur borið á góma. Björn Ingi sagðist ekki reiðubúinn í umræður um framboð.Útlit er fyrir kvennaslag innan Samfylkingarinnar. Þingkonurnar fyrrverandi, Ólína Þorvarðardóttir og Margrét Tryggvadóttir, íhuga framboð. Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður, og Eva H. Baldursdóttir hafa lýst áhuga á að taka þátt. Sema Erla Serdar og Margrét Gauja Magnúsdóttir hugsa málið. „Já, af hverju ekki,“ segir Helga Vala Helgadóttir, lögmaður, þegar hún er innt eftir áhuga á framboði, en viðmælendur Fréttablaðsins nefndu nafn hennar spurðir um óskaframbjóðendur fyrir Samfylkingu. Ekki náðist í þungavigtarkarlpening flokksins þrátt fyrir tilraunir. Meðal nýrra nafna í prófkjörum Pírata verður Einar Steingrímsson stærðfræðingur, sem tilkynnti framboð á Pírataspjallinu í gær. Einar var í framboði til rektors HÍ fyrir tveimur árum. Fyrrverandi þingmenn Bjartrar framtíðar virðast ekki á framboðsbuxunum, að minnsta kosti ekki fyrir Bjarta framtíð. Páll Valur Björnsson sem sagði sig úr flokknum fyrr á árinu, er sagður skoða að bjóða sig fram fyrir annan flokk en Bjarta framtíð. Uppfært klukkan 10:08Eygló Harðardóttir hefur tilkynnt að hún muni ekki gefa kost á sér.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira