Risar mætast í Hollandi Pétur Marinó Jónsson skrifar 2. september 2017 17:00 Vísir/Getty Eftir boxbardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather tekur nú við hefðbundin dagskrá hjá UFC í kvöld. Þar mætast tveir ansi hávaxnir menn í aðalbardaganum á bardagakvöldi í Rotterdam. Fjórar vikur eru liðnar frá því UFC hélt sitt síðasta bardagakvöld. Öll spjót beindust að boxbardaga Floyd Mayweather og Conor McGregor á meðan en nú þegar þeim bardaga er lokið fáum við venjulegt UFC bardagakvöld í kvöld. Í kvöld fer nefnilega fram UFC bardagakvöld í Ahoy höllinni í Rotterdam þegar þeir Stefan Struve og Alexander Volkov mætast í aðalbardaga kvöldsins. Íslendingar gætu kannast við höllina en þarna sigraði Gunnar Nelson Rússann Albert Tumenov í maí 2016. Hollendingurinn Stefan Struve fær væntanlega mikinn stuðning í Ahoy höllinni í kvöld. Það tók hann aðeins 16 sekúndur að rota Antonio Silva í sömu höll í fyrra og vonast hann eflaust eftir jafn góðum úrslitum í kvöld líkt og þá. Þrátt fyrir að vera bara 29 ára gamall er Struve afar reyndur bardagamaður en hann hóf atvinnuferilinn aðeins 17 ára gamall og verður þetta 37 MMA bardagi hans á ferlinum. Struve er helst þekktastur fyrir að vera hæsti bardagamaður sem barist hefur í UFC en hann er 213 cm á hæð. Til gamans má geta að Jon Jones er samt með tveggja cm lengri faðm en Struve þrátt fyrir að berjast einum þyngdarflokki neðar. Andstæðingur hans, Alexander Volkov, á í raun margt sameiginlegt með Struve. Volkov er 201 cm á hæð, einu ári yngri en Struve, með 34 MMA bardaga að baki og byrjaði ferilinn tvítugur að aldri. Það má því segja að þarna séu á ferð tveir svipaðir risar að mætast í þungavigtinni. Hæðin og faðmlengdin hefur þó ekki alltaf hjálpað Struve. Hann hefur oft átt í basli með að halda smærri andstæðingum sínum frá sér þrátt fyrir hæðarmun og sást það best í tapinu gegn Mark Hunt. Mark Hunt er 35 cm lægri en Struve en tókst samt að rota Hollendinginn. Auk Struve og Volkov eru nokkrir áhugaverðir bardagar á dagskrá. Má þar helst nefna viðureign Leon Edwards og Bryan Barbarena í veltivigtinni en það verður fyrsti bardaginn á aðalhluta bardagakvöldsins. Aðalhluti bardagakvöldsins verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 í kvöld. Fjórir bardagar verða á dagskrá en bein útsending hefst kl 19. MMA Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Sjá meira
Eftir boxbardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather tekur nú við hefðbundin dagskrá hjá UFC í kvöld. Þar mætast tveir ansi hávaxnir menn í aðalbardaganum á bardagakvöldi í Rotterdam. Fjórar vikur eru liðnar frá því UFC hélt sitt síðasta bardagakvöld. Öll spjót beindust að boxbardaga Floyd Mayweather og Conor McGregor á meðan en nú þegar þeim bardaga er lokið fáum við venjulegt UFC bardagakvöld í kvöld. Í kvöld fer nefnilega fram UFC bardagakvöld í Ahoy höllinni í Rotterdam þegar þeir Stefan Struve og Alexander Volkov mætast í aðalbardaga kvöldsins. Íslendingar gætu kannast við höllina en þarna sigraði Gunnar Nelson Rússann Albert Tumenov í maí 2016. Hollendingurinn Stefan Struve fær væntanlega mikinn stuðning í Ahoy höllinni í kvöld. Það tók hann aðeins 16 sekúndur að rota Antonio Silva í sömu höll í fyrra og vonast hann eflaust eftir jafn góðum úrslitum í kvöld líkt og þá. Þrátt fyrir að vera bara 29 ára gamall er Struve afar reyndur bardagamaður en hann hóf atvinnuferilinn aðeins 17 ára gamall og verður þetta 37 MMA bardagi hans á ferlinum. Struve er helst þekktastur fyrir að vera hæsti bardagamaður sem barist hefur í UFC en hann er 213 cm á hæð. Til gamans má geta að Jon Jones er samt með tveggja cm lengri faðm en Struve þrátt fyrir að berjast einum þyngdarflokki neðar. Andstæðingur hans, Alexander Volkov, á í raun margt sameiginlegt með Struve. Volkov er 201 cm á hæð, einu ári yngri en Struve, með 34 MMA bardaga að baki og byrjaði ferilinn tvítugur að aldri. Það má því segja að þarna séu á ferð tveir svipaðir risar að mætast í þungavigtinni. Hæðin og faðmlengdin hefur þó ekki alltaf hjálpað Struve. Hann hefur oft átt í basli með að halda smærri andstæðingum sínum frá sér þrátt fyrir hæðarmun og sást það best í tapinu gegn Mark Hunt. Mark Hunt er 35 cm lægri en Struve en tókst samt að rota Hollendinginn. Auk Struve og Volkov eru nokkrir áhugaverðir bardagar á dagskrá. Má þar helst nefna viðureign Leon Edwards og Bryan Barbarena í veltivigtinni en það verður fyrsti bardaginn á aðalhluta bardagakvöldsins. Aðalhluti bardagakvöldsins verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 í kvöld. Fjórir bardagar verða á dagskrá en bein útsending hefst kl 19.
MMA Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Sjá meira