Trump hvattur til að hlífa ungum innflytjendum Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. september 2017 23:46 Töluverður mannfjöldi safnaðist saman í dag til stuðnings DACA-áætluninni svokölluðu. Vísir/afp Paul Ryan, repúblikani og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hvetur Donald Trump Bandaríkjaforseta til þess að afnema ekki áætlun sem Obama hrinti í framkvæmd og hlífir ungum, óskráðum innflytjendum í Bandaríkjunum við brottflutningi. DACA-áætlunin svokallaða felur í sér frest á aðgerðum við komu ungra innflytjenda, sem koma ólöglega til Bandaríkjanna, og veitir þeim tímabundið dvalarleyfi í landinu. Áætlunin kemur í veg fyrir brottflutning fjölmargra ungra innflytjenda og gerir þeim kleift að fá vinnu- og námsleyfi í Bandaríkjunum, að því er fram kemur í frétt BBC. Trump hefur lýst því yfir að hann hyggist afnema DACA-áætlunina en talsmenn Hvíta hússins segja hann munu tilkynna um ákvörðun sína á þriðjudag.Um að ræða krakka sem þekkja ekki annað heimili Paul Ryan, sitjandi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og flokksbróðir Trumps, hvatti í dag Bandaríkjaforseta til að „vinna í“ málinu. Þá sagði hann að „samræður“ hefðu átt sér stað „við Hvíta húsið“ og að Trump væri einnig í hópi þeirra sem vildu leita „mannúðlegrar lausnar við vandamálinu.“Paul Ryan, repúblikani og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.Vísir/AFP„Fólk er fast í óvissu,“ sagði Ryan. „Þetta eru krakkar sem þekkja ekki annað land, sem komu hingað með foreldrum sínum og þekkja ekki annað heimili." Með ummælum sínum skipar Ryan sér í fámennan hóp repúblikana sem hafa lýst yfir andstöðu sinni á því að afnema DACA-áætlunina. Fyrirrennari Trumps í embætti, Barack Obama, kom áætluninni á fót árið 2012.Afstaða forsetans til ólöglegra innflytjenda ljós Trump hefur ætíð verið staðfastur í afstöðu sinni gegn innflytjendum. Í kosningabaráttunni til embættis Bandaríkjaforseta í fyrra var kosningaloforð hans um „múrinn“ svokallaða, sem byggja á við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó, mjög áberandi. Múrinn á meðal annars að stemma stigu við straumi mexíkóskra innflytjenda til Bandaríkjanna. DACA-áætlunin hefur hingað til forðað um 750 þúsund ungum innflytjendum frá brottrekstri úr Bandaríkjunum. Þeir sem njóta verndar áætlunarinnar þurfa meðal annarra skilyrða að vera undir þrítugu, vera í skóla eða nýútskrifaðir og framvísa hreinu sakavottorði. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Lífið gjörbreytt Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Erlent Fleiri fréttir Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Paul Ryan, repúblikani og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hvetur Donald Trump Bandaríkjaforseta til þess að afnema ekki áætlun sem Obama hrinti í framkvæmd og hlífir ungum, óskráðum innflytjendum í Bandaríkjunum við brottflutningi. DACA-áætlunin svokallaða felur í sér frest á aðgerðum við komu ungra innflytjenda, sem koma ólöglega til Bandaríkjanna, og veitir þeim tímabundið dvalarleyfi í landinu. Áætlunin kemur í veg fyrir brottflutning fjölmargra ungra innflytjenda og gerir þeim kleift að fá vinnu- og námsleyfi í Bandaríkjunum, að því er fram kemur í frétt BBC. Trump hefur lýst því yfir að hann hyggist afnema DACA-áætlunina en talsmenn Hvíta hússins segja hann munu tilkynna um ákvörðun sína á þriðjudag.Um að ræða krakka sem þekkja ekki annað heimili Paul Ryan, sitjandi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og flokksbróðir Trumps, hvatti í dag Bandaríkjaforseta til að „vinna í“ málinu. Þá sagði hann að „samræður“ hefðu átt sér stað „við Hvíta húsið“ og að Trump væri einnig í hópi þeirra sem vildu leita „mannúðlegrar lausnar við vandamálinu.“Paul Ryan, repúblikani og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.Vísir/AFP„Fólk er fast í óvissu,“ sagði Ryan. „Þetta eru krakkar sem þekkja ekki annað land, sem komu hingað með foreldrum sínum og þekkja ekki annað heimili." Með ummælum sínum skipar Ryan sér í fámennan hóp repúblikana sem hafa lýst yfir andstöðu sinni á því að afnema DACA-áætlunina. Fyrirrennari Trumps í embætti, Barack Obama, kom áætluninni á fót árið 2012.Afstaða forsetans til ólöglegra innflytjenda ljós Trump hefur ætíð verið staðfastur í afstöðu sinni gegn innflytjendum. Í kosningabaráttunni til embættis Bandaríkjaforseta í fyrra var kosningaloforð hans um „múrinn“ svokallaða, sem byggja á við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó, mjög áberandi. Múrinn á meðal annars að stemma stigu við straumi mexíkóskra innflytjenda til Bandaríkjanna. DACA-áætlunin hefur hingað til forðað um 750 þúsund ungum innflytjendum frá brottrekstri úr Bandaríkjunum. Þeir sem njóta verndar áætlunarinnar þurfa meðal annarra skilyrða að vera undir þrítugu, vera í skóla eða nýútskrifaðir og framvísa hreinu sakavottorði.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Lífið gjörbreytt Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Erlent Fleiri fréttir Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Sjá meira