Trump hvattur til að hlífa ungum innflytjendum Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. september 2017 23:46 Töluverður mannfjöldi safnaðist saman í dag til stuðnings DACA-áætluninni svokölluðu. Vísir/afp Paul Ryan, repúblikani og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hvetur Donald Trump Bandaríkjaforseta til þess að afnema ekki áætlun sem Obama hrinti í framkvæmd og hlífir ungum, óskráðum innflytjendum í Bandaríkjunum við brottflutningi. DACA-áætlunin svokallaða felur í sér frest á aðgerðum við komu ungra innflytjenda, sem koma ólöglega til Bandaríkjanna, og veitir þeim tímabundið dvalarleyfi í landinu. Áætlunin kemur í veg fyrir brottflutning fjölmargra ungra innflytjenda og gerir þeim kleift að fá vinnu- og námsleyfi í Bandaríkjunum, að því er fram kemur í frétt BBC. Trump hefur lýst því yfir að hann hyggist afnema DACA-áætlunina en talsmenn Hvíta hússins segja hann munu tilkynna um ákvörðun sína á þriðjudag.Um að ræða krakka sem þekkja ekki annað heimili Paul Ryan, sitjandi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og flokksbróðir Trumps, hvatti í dag Bandaríkjaforseta til að „vinna í“ málinu. Þá sagði hann að „samræður“ hefðu átt sér stað „við Hvíta húsið“ og að Trump væri einnig í hópi þeirra sem vildu leita „mannúðlegrar lausnar við vandamálinu.“Paul Ryan, repúblikani og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.Vísir/AFP„Fólk er fast í óvissu,“ sagði Ryan. „Þetta eru krakkar sem þekkja ekki annað land, sem komu hingað með foreldrum sínum og þekkja ekki annað heimili." Með ummælum sínum skipar Ryan sér í fámennan hóp repúblikana sem hafa lýst yfir andstöðu sinni á því að afnema DACA-áætlunina. Fyrirrennari Trumps í embætti, Barack Obama, kom áætluninni á fót árið 2012.Afstaða forsetans til ólöglegra innflytjenda ljós Trump hefur ætíð verið staðfastur í afstöðu sinni gegn innflytjendum. Í kosningabaráttunni til embættis Bandaríkjaforseta í fyrra var kosningaloforð hans um „múrinn“ svokallaða, sem byggja á við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó, mjög áberandi. Múrinn á meðal annars að stemma stigu við straumi mexíkóskra innflytjenda til Bandaríkjanna. DACA-áætlunin hefur hingað til forðað um 750 þúsund ungum innflytjendum frá brottrekstri úr Bandaríkjunum. Þeir sem njóta verndar áætlunarinnar þurfa meðal annarra skilyrða að vera undir þrítugu, vera í skóla eða nýútskrifaðir og framvísa hreinu sakavottorði. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Fleiri fréttir Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Sjá meira
Paul Ryan, repúblikani og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hvetur Donald Trump Bandaríkjaforseta til þess að afnema ekki áætlun sem Obama hrinti í framkvæmd og hlífir ungum, óskráðum innflytjendum í Bandaríkjunum við brottflutningi. DACA-áætlunin svokallaða felur í sér frest á aðgerðum við komu ungra innflytjenda, sem koma ólöglega til Bandaríkjanna, og veitir þeim tímabundið dvalarleyfi í landinu. Áætlunin kemur í veg fyrir brottflutning fjölmargra ungra innflytjenda og gerir þeim kleift að fá vinnu- og námsleyfi í Bandaríkjunum, að því er fram kemur í frétt BBC. Trump hefur lýst því yfir að hann hyggist afnema DACA-áætlunina en talsmenn Hvíta hússins segja hann munu tilkynna um ákvörðun sína á þriðjudag.Um að ræða krakka sem þekkja ekki annað heimili Paul Ryan, sitjandi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og flokksbróðir Trumps, hvatti í dag Bandaríkjaforseta til að „vinna í“ málinu. Þá sagði hann að „samræður“ hefðu átt sér stað „við Hvíta húsið“ og að Trump væri einnig í hópi þeirra sem vildu leita „mannúðlegrar lausnar við vandamálinu.“Paul Ryan, repúblikani og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.Vísir/AFP„Fólk er fast í óvissu,“ sagði Ryan. „Þetta eru krakkar sem þekkja ekki annað land, sem komu hingað með foreldrum sínum og þekkja ekki annað heimili." Með ummælum sínum skipar Ryan sér í fámennan hóp repúblikana sem hafa lýst yfir andstöðu sinni á því að afnema DACA-áætlunina. Fyrirrennari Trumps í embætti, Barack Obama, kom áætluninni á fót árið 2012.Afstaða forsetans til ólöglegra innflytjenda ljós Trump hefur ætíð verið staðfastur í afstöðu sinni gegn innflytjendum. Í kosningabaráttunni til embættis Bandaríkjaforseta í fyrra var kosningaloforð hans um „múrinn“ svokallaða, sem byggja á við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó, mjög áberandi. Múrinn á meðal annars að stemma stigu við straumi mexíkóskra innflytjenda til Bandaríkjanna. DACA-áætlunin hefur hingað til forðað um 750 þúsund ungum innflytjendum frá brottrekstri úr Bandaríkjunum. Þeir sem njóta verndar áætlunarinnar þurfa meðal annarra skilyrða að vera undir þrítugu, vera í skóla eða nýútskrifaðir og framvísa hreinu sakavottorði.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Fleiri fréttir Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent