Enski boltinn

Coutinho í Meistaradeildarhópi Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Coutinho fagnar marki sínu á fimmtudag.
Coutinho fagnar marki sínu á fimmtudag. Vísir/getty
Philippe Coutinho er á leikmannalista Liverpool fyrir Meistaradeild Evrópu í vetur þrátt fyrir að hann hafi óskað eftir því að vera seldur frá félaginu.

Samkvæmt enskum fjölmiðlum hafnaði Liverpool þremur tilboðum frá Barcelona í Coutinho sem er sömuleiðis sagður vera ósáttur við sín hlutskipti.

Coutinho er nú staddur í Brasilíu með landsliði sínu en hann skoraði í leik liðsins gegn Ekvador á fimmtudag. Hann snýr aftur til Bretlands eftir leik Brasilíu og Kólumbíu á morgun.

Hann á því möguleika á að vera í leikmannahópi Liverpool sem mætir Manchester City á laugardag, en leikurinn er vitaskuld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur viðurkennt að þetta sé engin óskastaða með Coutinho. „En við erum samt enn með virkilega góðan leikmann í okkar liði sem getur spilað með okkur.“

Fyrsti leikur Liverpool í Meistaradeild Evrópu verður gegn Sevilla þann 13. september.


Tengdar fréttir

Loksins fékk skynsemin að ráða í brjáluðum heimi félagaskipta

"Loksins mun skynsemin ráða. Loksins er ríkasta deild heimsins að taka af skarið og hætta þessu brjálæði í kringum félagskiptagluggann.“ Svona byrjar Jason Burt, fréttamaður fyrir breska blaðið Telegraph, leiðara sinn um þá ákvörðun að enska úrvalsdeildin ætli að loka fyrir félagaskiptagluggann áður en deildin hefst á næsta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×