„Leyndardómsfullu fólksflutningarnir“ hvorki flokknum né frambjóðendum til framdráttar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. september 2017 15:31 Álftamýri 73 er samkvæmt Þjóðskrá lögheimili fjölmargra ungra sjálfstæðismanna úr nágrannasveitafélögum Reykjavíkur. Það er þó aðeins á blaði. Vísir/Anton Brink Rúmlega 550 manns sóttu um aðalsæti fyrir hönd Heimdallar á Sambandsþing ungra Sjálfstæðismanna sem fram fer á Eskifirði um helgina. Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hefur 263 sæti á þinginu eða 45 prósent þingsætanna 585. Því mun aðeins helmingur þeirra sem sóttu um aðalsæti fá að kjósa á þinginu. Nokkur spenna ríkir fyrir þinginu þar sem kosið verður til formanns. Í framboði eru Ingvar Smári Birgisson og Ísak Rúnarsson. Borið hefur á því að fjölmargir ungir sjálfstæðismenn, eða vinir ungra sjálfstæðismanna, hafi flutt lögheimili sitt til Reykjavíkur til að reyna að komast á þingið.Ísak Rúnarsson, frambjóðandi til formanns Sambands ungra sjálfstæðismanna.VÍSIR/STEFÁNÞannig fluttu á dögunum sjö ungir karlmenn lögheimili sitt að Álftamýri 73 í Reykjavík. Hið sama er að segja um sex ungmenni sem nýlega voru skráð til heimilis að Skildinganesi 18 í Skerjafirðinum. Ekkert bendir til þess að unga fólkið búi þar heldur aðeins flétta til að geta sem Reykvíkingur skráð sig sem fulltrúi Heimdalls á þingið um helgina. Dæmin ku vera mun fleiri. Ingvar Smári, frambjóðandi til formanns, hefur fullyrt að stjórn Heimdalls sé heilshugar á bak við Ísak Rúnarsson. Hafi stjórn Heimdalls gætt þess við val á lista sinn að útiloka þá frá þinginu sem ekki eru yfirlýstir stuðningsmenn Ísaks. Í tilkynningu frá stjórn Heimdalls segir að Heimdallur sé ekki yfir gagnrýni hafinn. Ákveðið hafi verið að skila nýjum lista þeirra 263 sem fá atkvæðisrétt á þinginu til SUS. SUS hafi til klukkan fimm síðdegis að samþykkja listann.Ingvar Smári Birgisson, frambjóðandi til formanns SUS.Stjórn Heimdalls segir afar leitt að geta ekki orðið við beiðnum allra sem þingið vilja sækja. Rúmlega helmingur umsækjenda mun ekki hljóta aðalsæti á þinginu. Kerfið sé skaðlegt, bæði fyrir starf ungmennafélag sem og flokkinn. Varla komi til þess að sambandsþing sé haldið án þess að atburðir liðinna vikna eigi sér stað. Er þar vísað til hinna „leyndardómsfullu fólksflutninga“ sem Vísir hefur fjallað um. Það sé hvorki frambjóðendum né flokknum til framdráttar. Stjórn Heimdallar vilji opna þingið og breyta þessu „fráleita kerfi“. Sem fyrr segir fer þingið fram á Eskifirði um helgina og stendur frá föstudegi til sunnudags. Skráning er á föstudaginn og verður slegið upp teiti í Valhöll, félagsheimili Eskfirðinga, um kvöldið. Á laugardeginum er málefnastarf, afgreiðslna ályktana og spjall við ráðherralið Sjálfstæðisflokksins sem mætir til Eskifjarðar, öll sem eitt. Um kvöldið er hátíðarkvöldverður í Valhöll og „áframhaldandi glens og grín að hætti ungra sjálfstæðismanna“ í Valhöll fram á nótt. Á sunnudeginum er svo gengið til kosninga þar sem meðal annars nýr formaður verður kjörinn. Áhugasamir geta kynnt sér dagskrána nánar hér. Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Halldór teiknar Landsdóm Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Rúmlega 550 manns sóttu um aðalsæti fyrir hönd Heimdallar á Sambandsþing ungra Sjálfstæðismanna sem fram fer á Eskifirði um helgina. Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hefur 263 sæti á þinginu eða 45 prósent þingsætanna 585. Því mun aðeins helmingur þeirra sem sóttu um aðalsæti fá að kjósa á þinginu. Nokkur spenna ríkir fyrir þinginu þar sem kosið verður til formanns. Í framboði eru Ingvar Smári Birgisson og Ísak Rúnarsson. Borið hefur á því að fjölmargir ungir sjálfstæðismenn, eða vinir ungra sjálfstæðismanna, hafi flutt lögheimili sitt til Reykjavíkur til að reyna að komast á þingið.Ísak Rúnarsson, frambjóðandi til formanns Sambands ungra sjálfstæðismanna.VÍSIR/STEFÁNÞannig fluttu á dögunum sjö ungir karlmenn lögheimili sitt að Álftamýri 73 í Reykjavík. Hið sama er að segja um sex ungmenni sem nýlega voru skráð til heimilis að Skildinganesi 18 í Skerjafirðinum. Ekkert bendir til þess að unga fólkið búi þar heldur aðeins flétta til að geta sem Reykvíkingur skráð sig sem fulltrúi Heimdalls á þingið um helgina. Dæmin ku vera mun fleiri. Ingvar Smári, frambjóðandi til formanns, hefur fullyrt að stjórn Heimdalls sé heilshugar á bak við Ísak Rúnarsson. Hafi stjórn Heimdalls gætt þess við val á lista sinn að útiloka þá frá þinginu sem ekki eru yfirlýstir stuðningsmenn Ísaks. Í tilkynningu frá stjórn Heimdalls segir að Heimdallur sé ekki yfir gagnrýni hafinn. Ákveðið hafi verið að skila nýjum lista þeirra 263 sem fá atkvæðisrétt á þinginu til SUS. SUS hafi til klukkan fimm síðdegis að samþykkja listann.Ingvar Smári Birgisson, frambjóðandi til formanns SUS.Stjórn Heimdalls segir afar leitt að geta ekki orðið við beiðnum allra sem þingið vilja sækja. Rúmlega helmingur umsækjenda mun ekki hljóta aðalsæti á þinginu. Kerfið sé skaðlegt, bæði fyrir starf ungmennafélag sem og flokkinn. Varla komi til þess að sambandsþing sé haldið án þess að atburðir liðinna vikna eigi sér stað. Er þar vísað til hinna „leyndardómsfullu fólksflutninga“ sem Vísir hefur fjallað um. Það sé hvorki frambjóðendum né flokknum til framdráttar. Stjórn Heimdallar vilji opna þingið og breyta þessu „fráleita kerfi“. Sem fyrr segir fer þingið fram á Eskifirði um helgina og stendur frá föstudegi til sunnudags. Skráning er á föstudaginn og verður slegið upp teiti í Valhöll, félagsheimili Eskfirðinga, um kvöldið. Á laugardeginum er málefnastarf, afgreiðslna ályktana og spjall við ráðherralið Sjálfstæðisflokksins sem mætir til Eskifjarðar, öll sem eitt. Um kvöldið er hátíðarkvöldverður í Valhöll og „áframhaldandi glens og grín að hætti ungra sjálfstæðismanna“ í Valhöll fram á nótt. Á sunnudeginum er svo gengið til kosninga þar sem meðal annars nýr formaður verður kjörinn. Áhugasamir geta kynnt sér dagskrána nánar hér.
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Halldór teiknar Landsdóm Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira