Sjáðu kraftinn þegar Floridana-flaska er opnuð: „Þetta hefði dældað bíl“ Birgir Olgeirsson skrifar 4. september 2017 22:50 Hrafn Garðarsson sést hér munda Floridana-flöskuna. Hrafn Garðarsson. „Þetta hefði dældað bíl, krafturinn var slíkur,“ segir Hrafn Garðarsson í samtali við Vísi en hann birti í dag myndband á Facebook þar sem hann sést opna flösku sem inniheldur Floridana-ávaxtasafa frá Ölgerðinni. „Þannig að ég get rétt ímyndað mér hvernig er að fá þetta í andlitið,“ segir Hrafn.Matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem brýnt var fyrir neytendum að farga Floridana-flöskum vegna slysahættu.Eins og kom fram á Vísi á fimmtudag eru tveir með alvarlega áverka á auga eftir að hafa opnað Floridana-flösku með þeim afleiðingum að tappinn skaust í auga þeirra. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur áréttaði í tilkynningu sinni að upp hafa komið alvarleg tilvik þar sem umbúðir springa annað hvort í heild sinni eða tappi skýst af og sé því um öryggismál að ræða fyrir neytendur. Hrafn segir flöskuna sem um ræðir hafa verið í bílnum hans í um tvær vikur. Sex ára sonur hans hafði fengið hana frá ömmu sinni og hafði hún verið geymd í sætisbaki fyrir framan bílstól sem drengurinn situr í. „Eftir að hafa lesið fréttir af þessu máli fór maður að rifja upp hvar flaskan væri. Ég ákvað því að prufa að opna hana og maður vissi hverju maður ætti von á. Tappinn skaust upp í loft og stoppaði lengst fyrir aftan. Mér hreinlega brá þegar ég upplifði kraftinn frá þessu,“ segir Hrafn. Einn sem fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við vegna málsins í síðustu viku þurfti að fara í aðgerð eftir að hafa fengið skurð á augað vegna tappa af Floridanda-flösku. Hann lagði fram kæru gegn Ölgerðinni vegna málsins og íhugaði önnur ,sem hlaut áverka vegna tappa sem skaust í andlit hennar, einnig að leita réttar síns. Tengdar fréttir Tveir með alvarlega áverka á auga eftir Floridana ávaxtasafa í plastflösku: „Þetta er grafalvarlegt mál sem þarf að stoppa“ Tveir eru með alvarlega áverka á auga eftir að hafa opnað Floridana ávaxtasafa í plastflösku með þeim afleiðingum að tappinn skaust í auga þeirra. Ölgerðin harmar atvikin En móðir átján ára stúlku, sem hefur orðið fyrir varanlegum skaða, segir viðbrögð fyrirtækisins sem ber ábyrgð vera ótæk. 31. ágúst 2017 20:00 Heilbrigðiseftirlitið ítrekar að fólk fargi Floridana flöskum vegna slysahættu Ölgerðin hefur innkallað allar gerðir af Floridana ávaxtasafa í flöskum en hætta er á yfirþrýstingi sem getur leitt til þess að umbúðirnar springi með alvarlegum afleiðingum. 4. september 2017 14:37 Neytendur hvattir til að farga Floridana í plastflöskum Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. hefur tilkynnt matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um innköllun á Floridana ávaxtasafasafa í plastflöskum þar sem dæmi eru um að yfirþrýstingur hafi myndast í flöskunum. 1. september 2017 16:47 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Fleiri fréttir Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Sjá meira
„Þetta hefði dældað bíl, krafturinn var slíkur,“ segir Hrafn Garðarsson í samtali við Vísi en hann birti í dag myndband á Facebook þar sem hann sést opna flösku sem inniheldur Floridana-ávaxtasafa frá Ölgerðinni. „Þannig að ég get rétt ímyndað mér hvernig er að fá þetta í andlitið,“ segir Hrafn.Matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem brýnt var fyrir neytendum að farga Floridana-flöskum vegna slysahættu.Eins og kom fram á Vísi á fimmtudag eru tveir með alvarlega áverka á auga eftir að hafa opnað Floridana-flösku með þeim afleiðingum að tappinn skaust í auga þeirra. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur áréttaði í tilkynningu sinni að upp hafa komið alvarleg tilvik þar sem umbúðir springa annað hvort í heild sinni eða tappi skýst af og sé því um öryggismál að ræða fyrir neytendur. Hrafn segir flöskuna sem um ræðir hafa verið í bílnum hans í um tvær vikur. Sex ára sonur hans hafði fengið hana frá ömmu sinni og hafði hún verið geymd í sætisbaki fyrir framan bílstól sem drengurinn situr í. „Eftir að hafa lesið fréttir af þessu máli fór maður að rifja upp hvar flaskan væri. Ég ákvað því að prufa að opna hana og maður vissi hverju maður ætti von á. Tappinn skaust upp í loft og stoppaði lengst fyrir aftan. Mér hreinlega brá þegar ég upplifði kraftinn frá þessu,“ segir Hrafn. Einn sem fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við vegna málsins í síðustu viku þurfti að fara í aðgerð eftir að hafa fengið skurð á augað vegna tappa af Floridanda-flösku. Hann lagði fram kæru gegn Ölgerðinni vegna málsins og íhugaði önnur ,sem hlaut áverka vegna tappa sem skaust í andlit hennar, einnig að leita réttar síns.
Tengdar fréttir Tveir með alvarlega áverka á auga eftir Floridana ávaxtasafa í plastflösku: „Þetta er grafalvarlegt mál sem þarf að stoppa“ Tveir eru með alvarlega áverka á auga eftir að hafa opnað Floridana ávaxtasafa í plastflösku með þeim afleiðingum að tappinn skaust í auga þeirra. Ölgerðin harmar atvikin En móðir átján ára stúlku, sem hefur orðið fyrir varanlegum skaða, segir viðbrögð fyrirtækisins sem ber ábyrgð vera ótæk. 31. ágúst 2017 20:00 Heilbrigðiseftirlitið ítrekar að fólk fargi Floridana flöskum vegna slysahættu Ölgerðin hefur innkallað allar gerðir af Floridana ávaxtasafa í flöskum en hætta er á yfirþrýstingi sem getur leitt til þess að umbúðirnar springi með alvarlegum afleiðingum. 4. september 2017 14:37 Neytendur hvattir til að farga Floridana í plastflöskum Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. hefur tilkynnt matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um innköllun á Floridana ávaxtasafasafa í plastflöskum þar sem dæmi eru um að yfirþrýstingur hafi myndast í flöskunum. 1. september 2017 16:47 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Fleiri fréttir Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Sjá meira
Tveir með alvarlega áverka á auga eftir Floridana ávaxtasafa í plastflösku: „Þetta er grafalvarlegt mál sem þarf að stoppa“ Tveir eru með alvarlega áverka á auga eftir að hafa opnað Floridana ávaxtasafa í plastflösku með þeim afleiðingum að tappinn skaust í auga þeirra. Ölgerðin harmar atvikin En móðir átján ára stúlku, sem hefur orðið fyrir varanlegum skaða, segir viðbrögð fyrirtækisins sem ber ábyrgð vera ótæk. 31. ágúst 2017 20:00
Heilbrigðiseftirlitið ítrekar að fólk fargi Floridana flöskum vegna slysahættu Ölgerðin hefur innkallað allar gerðir af Floridana ávaxtasafa í flöskum en hætta er á yfirþrýstingi sem getur leitt til þess að umbúðirnar springi með alvarlegum afleiðingum. 4. september 2017 14:37
Neytendur hvattir til að farga Floridana í plastflöskum Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. hefur tilkynnt matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um innköllun á Floridana ávaxtasafasafa í plastflöskum þar sem dæmi eru um að yfirþrýstingur hafi myndast í flöskunum. 1. september 2017 16:47