Aumingjaskapur að kynda undir deilum Sveinn Arnarsson skrifar 6. september 2017 06:00 Fjárlagafrumvarpið gæti reynst prófsteinn á heilsu ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar. VÍSIR/PJETUR Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir eins manns meirihluta á þingi ekki valda sér áhyggjum þegar kemur að fjárlagavinnu í haust. Hann telur aumingjaskap að ætla að gera ágreining um einstök atriði í forgangsröðun framkvæmda þegar svo vel árar í ríkisrekstrinum. Alþingi verður sett á þriðjudaginn og eins og lög gera ráð fyrir mun fyrsta fjárlagfrumvarp þessarar ríkisstjórnar líta dagsins ljós í kjölfarið. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir fjárlög hljóða upp á 1,6 prósenta afgang. Forystumenn stjórnarandstöðunnar á þingi telja það verða mjög erfitt fyrir sitjandi ríkisstjórn að ná frumvarpinu í gegn í sæmilegri sátt innan stjórnarliðsins.Áhyggjur af launahækkunum „Ég hef ekki miklar áhyggjur af því að vera með eins manns meirihluta,“ segir Bjarni. „Flokkarnir róa í sömu átt þó misjafnlega sé lagst á árarnar á stundum. Einnig verð ég að segja það vera aumingjaskap að ætla að stefna öllu í ósætti yfir einstökum liðum þegar svo vel árar sem nú.“ Deilur á vinnumarkaði munu að mati stjórnar- og stjórnarandstöðu setja sterkan svip á þingveturinn fram undan. Í haust mun líklega verða tekist á um hvort samningar á almennum vinnumarkaði haldi. „Ég hef áhyggjur af því að við gætum stefnt kaupmætti í hættu ef við hækkum laun umfram framleiðni. Ef það gerist þá taka lögmál hagfræðinnar við eins og við höfum svo oft áður séð í íslensku efnahagslífi,“ segir Bjarni. Fjármálaráðherra segir stjórnarflokkana sammála um stóru myndina. Flokkarnir muni ná saman um fjárlagafrumvarpið. „Ég hef trú á að við náum saman um þær breytingar sem nauðsynlegar eru. Allir eru sammála um það markmið að varðveita gott efnahagsástand, litla verðbólgu og lítið atvinnuleysiSegir stjórnina veika Formaður Vinstri grænna segir ríkisstjórnina fljóta áfram þrátt fyrir að þreytan í samstarfinu sé öllum ljós. Ríkisstjórnin nái saman um hægrisinnaða fjármálaáætlun og ríkisrekstur í heilbrigðisþjónustu en þar við sitji. „Við förum inn í veturinn í sérstöku árferði. Þegar stjórnin er svona veik og ágreiningur um ýmis stór mál virðist eina límið vera hreinræktuð hægristefna. Samnefnarinn er þessi hreina hægristefna þegar kemur að ríkisrekstri,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Sigurður Ingi Jóhannsson telur það geta verið erfitt fyrir stjórnarandstöðuna að gagnrýna ríkisstjórn sem viti ekki hvert hún stefni. „Við búum við stjórnarsáttmála sem ber með sér að lítið standi til hjá ríkisstjórninni. Því er erfitt að festa fingur á hvað við þurfum að gagnrýna í vetur; hvort það verður aðgerðaleysið eða að leyfa hlutum að þróast í átt að einkavæðingu án þess að gripið sé inn í,“ segir hann. „Fjárlögin munu reynast ríkisstjórninni erfið. Þar þurfa menn að ákveða virðisaukaskattinn á ferðaþjónustu og komugjöld farþega. Verði því slegið á frest vantar milljarða upp á tekjuöflun ríkissjóðs.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Sjá meira
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir eins manns meirihluta á þingi ekki valda sér áhyggjum þegar kemur að fjárlagavinnu í haust. Hann telur aumingjaskap að ætla að gera ágreining um einstök atriði í forgangsröðun framkvæmda þegar svo vel árar í ríkisrekstrinum. Alþingi verður sett á þriðjudaginn og eins og lög gera ráð fyrir mun fyrsta fjárlagfrumvarp þessarar ríkisstjórnar líta dagsins ljós í kjölfarið. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir fjárlög hljóða upp á 1,6 prósenta afgang. Forystumenn stjórnarandstöðunnar á þingi telja það verða mjög erfitt fyrir sitjandi ríkisstjórn að ná frumvarpinu í gegn í sæmilegri sátt innan stjórnarliðsins.Áhyggjur af launahækkunum „Ég hef ekki miklar áhyggjur af því að vera með eins manns meirihluta,“ segir Bjarni. „Flokkarnir róa í sömu átt þó misjafnlega sé lagst á árarnar á stundum. Einnig verð ég að segja það vera aumingjaskap að ætla að stefna öllu í ósætti yfir einstökum liðum þegar svo vel árar sem nú.“ Deilur á vinnumarkaði munu að mati stjórnar- og stjórnarandstöðu setja sterkan svip á þingveturinn fram undan. Í haust mun líklega verða tekist á um hvort samningar á almennum vinnumarkaði haldi. „Ég hef áhyggjur af því að við gætum stefnt kaupmætti í hættu ef við hækkum laun umfram framleiðni. Ef það gerist þá taka lögmál hagfræðinnar við eins og við höfum svo oft áður séð í íslensku efnahagslífi,“ segir Bjarni. Fjármálaráðherra segir stjórnarflokkana sammála um stóru myndina. Flokkarnir muni ná saman um fjárlagafrumvarpið. „Ég hef trú á að við náum saman um þær breytingar sem nauðsynlegar eru. Allir eru sammála um það markmið að varðveita gott efnahagsástand, litla verðbólgu og lítið atvinnuleysiSegir stjórnina veika Formaður Vinstri grænna segir ríkisstjórnina fljóta áfram þrátt fyrir að þreytan í samstarfinu sé öllum ljós. Ríkisstjórnin nái saman um hægrisinnaða fjármálaáætlun og ríkisrekstur í heilbrigðisþjónustu en þar við sitji. „Við förum inn í veturinn í sérstöku árferði. Þegar stjórnin er svona veik og ágreiningur um ýmis stór mál virðist eina límið vera hreinræktuð hægristefna. Samnefnarinn er þessi hreina hægristefna þegar kemur að ríkisrekstri,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Sigurður Ingi Jóhannsson telur það geta verið erfitt fyrir stjórnarandstöðuna að gagnrýna ríkisstjórn sem viti ekki hvert hún stefni. „Við búum við stjórnarsáttmála sem ber með sér að lítið standi til hjá ríkisstjórninni. Því er erfitt að festa fingur á hvað við þurfum að gagnrýna í vetur; hvort það verður aðgerðaleysið eða að leyfa hlutum að þróast í átt að einkavæðingu án þess að gripið sé inn í,“ segir hann. „Fjárlögin munu reynast ríkisstjórninni erfið. Þar þurfa menn að ákveða virðisaukaskattinn á ferðaþjónustu og komugjöld farþega. Verði því slegið á frest vantar milljarða upp á tekjuöflun ríkissjóðs.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Sjá meira