Rio Tinto hyggst selja álverið í Straumsvík Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 6. september 2017 18:30 Rannveig Rist, forstjóri álversins, hélt starfsmannafund í morgun þar sem hún tilkynnti að Rio Tinto Alcan, sem er einn stærsti álframleiðandi í heimi, ætli að endurskoða eignarhald sitt á álverinu í Straumsvík. „Við erum að fara í það ferli að athuga hvort einhverjir kaupendur vilji kaupa ISAL og tvær verksmiðjur aðrar að auki, sem eru í eigu Rio. Eða að Rio heldur áfram að eiga fyrirtækið ef ferlið leiðir ekki til sölu," segir Rannveig. Afkoma álversins hefur verið slök síðustu fimm ár en fer þó batnandi með hækkandi álverði. Rannveig segir það þó ekki helstu ástæðu sölu. Framleiðsla álversins í Straumsvík sé sértæk og ólík annarri framleiðslu Rio Tinto auk þess sem fjarlægð frá öðrum fyrirtækjum álrisans sé mikil. „Þannig að við pössum ekki alveg inn í þeirra stefnu. Það er verið að endurskoða þetta og það er eitthvað sem fyrirtæki gera reglulega. Þau skoða hvaða fyrirtæki passa saman og bregðast við. Þessi yfirferð er farin öðru hvoru og nú hefur verið tekin ákvörðun að gera þetta í ISAL," segir Rannveig og segist engar áhyggur hafa af eftirspurn. Sérstaða álversins sé mikil, það noti raforku úr vatnsaflsvirkjunum, það sé umhverfisvænt og framleiði virðisaukandi sérvöru. „Þannig að það er mjög eftirsóknarvert og ekki margir sem geta framleitt þær vörur sem við erum að framleiða þannig að það eru margir um hituna, hugsa ég.“ Undirbúningur fyrir sölu getur tekið allt að tvö ár og Rannveig getur ekkert sagt um verðmiðann á álverinu. Hún segir starfsmenn rólega enda sé ekki verið að stefna að lokun og því engin hætta á uppsögnum. „Við tökum þessu af miklu æðruleysi hér. Þetta er hluti af því að vera í viðskiputm. Ég held að sá stjórnandi sem getur ekki sætt sig við og unnið úr því að það verði breytingar, ætti að fást við eitthvað annað,“ segir Rannveig Rist. Tengdar fréttir Rio Tinto tapaði 3,3 milljörðum í Straumsvík Álver Rio Tinto í Straumsvík var rekið með 28,8 milljóna dala tapi í fyrra eða sem nemur 3,3 milljörðum króna miðað við gengið í árslok 2016. 21. júní 2017 07:30 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Sjá meira
Rannveig Rist, forstjóri álversins, hélt starfsmannafund í morgun þar sem hún tilkynnti að Rio Tinto Alcan, sem er einn stærsti álframleiðandi í heimi, ætli að endurskoða eignarhald sitt á álverinu í Straumsvík. „Við erum að fara í það ferli að athuga hvort einhverjir kaupendur vilji kaupa ISAL og tvær verksmiðjur aðrar að auki, sem eru í eigu Rio. Eða að Rio heldur áfram að eiga fyrirtækið ef ferlið leiðir ekki til sölu," segir Rannveig. Afkoma álversins hefur verið slök síðustu fimm ár en fer þó batnandi með hækkandi álverði. Rannveig segir það þó ekki helstu ástæðu sölu. Framleiðsla álversins í Straumsvík sé sértæk og ólík annarri framleiðslu Rio Tinto auk þess sem fjarlægð frá öðrum fyrirtækjum álrisans sé mikil. „Þannig að við pössum ekki alveg inn í þeirra stefnu. Það er verið að endurskoða þetta og það er eitthvað sem fyrirtæki gera reglulega. Þau skoða hvaða fyrirtæki passa saman og bregðast við. Þessi yfirferð er farin öðru hvoru og nú hefur verið tekin ákvörðun að gera þetta í ISAL," segir Rannveig og segist engar áhyggur hafa af eftirspurn. Sérstaða álversins sé mikil, það noti raforku úr vatnsaflsvirkjunum, það sé umhverfisvænt og framleiði virðisaukandi sérvöru. „Þannig að það er mjög eftirsóknarvert og ekki margir sem geta framleitt þær vörur sem við erum að framleiða þannig að það eru margir um hituna, hugsa ég.“ Undirbúningur fyrir sölu getur tekið allt að tvö ár og Rannveig getur ekkert sagt um verðmiðann á álverinu. Hún segir starfsmenn rólega enda sé ekki verið að stefna að lokun og því engin hætta á uppsögnum. „Við tökum þessu af miklu æðruleysi hér. Þetta er hluti af því að vera í viðskiputm. Ég held að sá stjórnandi sem getur ekki sætt sig við og unnið úr því að það verði breytingar, ætti að fást við eitthvað annað,“ segir Rannveig Rist.
Tengdar fréttir Rio Tinto tapaði 3,3 milljörðum í Straumsvík Álver Rio Tinto í Straumsvík var rekið með 28,8 milljóna dala tapi í fyrra eða sem nemur 3,3 milljörðum króna miðað við gengið í árslok 2016. 21. júní 2017 07:30 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Sjá meira
Rio Tinto tapaði 3,3 milljörðum í Straumsvík Álver Rio Tinto í Straumsvík var rekið með 28,8 milljóna dala tapi í fyrra eða sem nemur 3,3 milljörðum króna miðað við gengið í árslok 2016. 21. júní 2017 07:30