Logi: Gaman að fylgjast með strákum sem ég man eftir sem litlum guttum 6. september 2017 20:38 Logi í baráttunni á EM. vísir/ernir Logi Gunnarsson, einn reynsluboltinn í liði íslenska körfuboltalandsliðsins, segist ganga stoltur frá EM í Finnlandi. Íslenska liðið tapaði í hörkuleik gegn gestgjöfunum í kvöld, en liðið tapaði öllum leikjum sínum á mótinu. „Mér fannst við vera nógu góðir til að vinna í dag. Mér fannst við óheppnir. Ákveðnir dómarar duttu ekki með okkur á mikilvægum augnablikum,” sagði Logi Gunarsson í samtali við Óskar Ófeig Jónsson, blaðamann 365 miðla, í leiklsok. „Það var erfitt að eiga þá og við máttum ekki eiga neitt við þá, en mér fannst það aðeins gerast í fyrri hálfleik að það var brotið á Hlyn dálítið illa. Þeir fóru svo yfir og fengu villu og körfu góða, tæknivillu og hittu svo úr þrist.” „Sex stig í einni sókn, en það byrjaði þegar það var hakkað Hlyn. Svona gerist þó. Við þurftum að allt svona myndi detta með okkur svo við hefðum getað unnið hér í dag.”Sjá meira:Umfjöllun: Ísland - Finnland 79-83 | Frábær frammistaða og strákarnir svo nálægt fyrsta sigrinum Ísland rétt eins og á EM í Berlín 2015 tapaði öllum leikjum sínum á mótinu. Einhverjar gagnrýnisraddir voru á íslenska landsliðið framan af móti, en Logi segir að menn hafi alltaf gefið allt sitt. „Þetta var bara eins og síðast. Við mættum og gáfum allt sem við gátum og göngum frá borðinu sáttir við allt sem við reyndum. Við erum þó keppnismenn og viljum vinna alla leiki og förum í þá til að vinna, en yfirheildina og með þessari frábæru frammistöðu hér í kvöld þá geng ég sáttur frá borði með liðsfélögum mínum,” en er Logi hættur? „Það eru ákveðnir leikir núna í vetur sem er undankeppni fyrir HM sem ég hef alltaf haft auga með, en eldri leikmenn eru að reyna taka þá líka. Ef ég get hjálpað liðinu þá verð ég með í því.” „Maður veit að því að það er á næstunni og ég útiloka ekkert ennþá,” en Logi segist auðvitað vilja hafa spilað meira á mótinu. Það er eins og gengur og gerist og hann sé nú í nýju hlutverki. „Eins og núna er ég í öðru hlutverki. Það eru frábærar strákar að koma inn og þá er maður gíraður inn í það hlutverk. Hvort sem ég þarf að koma inn í eina mínútu, átta eða tíu mínútur, að hjálpa varnarlega og hitta skotum sem ég fæ. Ég er stoltur af því að að vera enn í gangi á þessu plani ennþá, þetta gamall,” sagði Logi og hélt áfram: „Ég er mjög ánægður í þessu liði og það er rosalega gaman að fylgjast með strákum sem ég man eftir litlum guttum, eins og Elvar og Martin. Að þeir séu að taka við keflinu ásamt Kristófer og Tryggva. Þetta er rosalega gaman að taka þátt í þessu með þeim þegar þeir eru að taka við,” sagði Logi stoltur. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fleiri fréttir Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Sjá meira
Logi Gunnarsson, einn reynsluboltinn í liði íslenska körfuboltalandsliðsins, segist ganga stoltur frá EM í Finnlandi. Íslenska liðið tapaði í hörkuleik gegn gestgjöfunum í kvöld, en liðið tapaði öllum leikjum sínum á mótinu. „Mér fannst við vera nógu góðir til að vinna í dag. Mér fannst við óheppnir. Ákveðnir dómarar duttu ekki með okkur á mikilvægum augnablikum,” sagði Logi Gunarsson í samtali við Óskar Ófeig Jónsson, blaðamann 365 miðla, í leiklsok. „Það var erfitt að eiga þá og við máttum ekki eiga neitt við þá, en mér fannst það aðeins gerast í fyrri hálfleik að það var brotið á Hlyn dálítið illa. Þeir fóru svo yfir og fengu villu og körfu góða, tæknivillu og hittu svo úr þrist.” „Sex stig í einni sókn, en það byrjaði þegar það var hakkað Hlyn. Svona gerist þó. Við þurftum að allt svona myndi detta með okkur svo við hefðum getað unnið hér í dag.”Sjá meira:Umfjöllun: Ísland - Finnland 79-83 | Frábær frammistaða og strákarnir svo nálægt fyrsta sigrinum Ísland rétt eins og á EM í Berlín 2015 tapaði öllum leikjum sínum á mótinu. Einhverjar gagnrýnisraddir voru á íslenska landsliðið framan af móti, en Logi segir að menn hafi alltaf gefið allt sitt. „Þetta var bara eins og síðast. Við mættum og gáfum allt sem við gátum og göngum frá borðinu sáttir við allt sem við reyndum. Við erum þó keppnismenn og viljum vinna alla leiki og förum í þá til að vinna, en yfirheildina og með þessari frábæru frammistöðu hér í kvöld þá geng ég sáttur frá borði með liðsfélögum mínum,” en er Logi hættur? „Það eru ákveðnir leikir núna í vetur sem er undankeppni fyrir HM sem ég hef alltaf haft auga með, en eldri leikmenn eru að reyna taka þá líka. Ef ég get hjálpað liðinu þá verð ég með í því.” „Maður veit að því að það er á næstunni og ég útiloka ekkert ennþá,” en Logi segist auðvitað vilja hafa spilað meira á mótinu. Það er eins og gengur og gerist og hann sé nú í nýju hlutverki. „Eins og núna er ég í öðru hlutverki. Það eru frábærar strákar að koma inn og þá er maður gíraður inn í það hlutverk. Hvort sem ég þarf að koma inn í eina mínútu, átta eða tíu mínútur, að hjálpa varnarlega og hitta skotum sem ég fæ. Ég er stoltur af því að að vera enn í gangi á þessu plani ennþá, þetta gamall,” sagði Logi og hélt áfram: „Ég er mjög ánægður í þessu liði og það er rosalega gaman að fylgjast með strákum sem ég man eftir litlum guttum, eins og Elvar og Martin. Að þeir séu að taka við keflinu ásamt Kristófer og Tryggva. Þetta er rosalega gaman að taka þátt í þessu með þeim þegar þeir eru að taka við,” sagði Logi stoltur.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fleiri fréttir Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Sjá meira