„Þetta var mögnuð björgun“ Birgir Olgeirsson skrifar 6. september 2017 22:00 Maðurinn er talinn hafa verið í ánni í 15 til 20 mínútur. Vísir/Magnús Hlynur „Þetta var mögnuð björgun,“ segir Styrmir Sigurðsson, yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi, um vinnu björgunarsveitarfólks við erfiðar aðstæður eftir að maður stökk út í Ölfusá um klukkan átta í kvöld. Maðurinn ók bíl á brúarhandrið Ölfusárbrúar og stökk þaðan út í ána, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi um málið. Styrmir segir manninn hafa verið í ánni í fimmtán til tuttugu mínútur áður en björgunarmenn náðu honum á land. Þá hafði hann borist um einn og hálfan kílómetra með straumnum. Talið er að hann hafi verið nokkrar mínútur í kafi. Hann var meðvitundarlaus þegar björgunarmenn náðu honum á land og þurfti að beita endurlífgunartilraunum. Maðurinn andaði sjálfur þegar farið var með hann um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar sem flutti hann á bráðamóttökuna í Fossvogi.Styrmir Sigurðsson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.Vísir/Magnús HlynurVar sjálfur á leið yfir brúna Styrmir var sjálfur ekki á vakt þegar tilkynning um málið barst viðbragðsaðilum um áttaleytið í kvöld heldur á ferðinni í bíl yfir Ölfusárbrú. Hann lagði bíl sínum hjá Pylsuvagninum á Selfossi og byrjaði að fylgja manninum eftir. Vitni sögðu manninn hafa ekið á miklum hraða að brúnni áður en hann stökk út í ána. „Menn löbbuðu niður eftir ánni, lögregla og sjúkraflutningamenn, til að halda sjónum á honum þar til bátarnir komu. Það tókst frábærlega,“ segir Styrmir.Fundur björgunarfélagsins mikið happ Meðlimir Björgunarfélags Árborgar voru að funda í húsakynnum björgunarfélagsins við Árveg, sem er við Ölfusá, og voru því snöggir til þegar tilkynningin barst. Húsið er 600-700 metra austan af brúnni. „Það var mikið happ að þessi fundur var hjá björgunarfélaginu. Þeir voru óhugnanlega fljótir að koma bátunum á flot. Þetta voru bara örfáar mínútur sem er grjótmagnað viðbragð. Þessi straumvatnsbjörgunarflokkur hjá Björgunarfélagi Árborgar er einn sá besti hér á landi og þó víðar væri leitað. Þeir æfa mjög stíft hér í kringum straumvötnin og það er er að skila sér alveg greinilega,“ segir Styrmir.Hér má sjá vegalengdina á milli Ölfusárbrúar og húsakynna Björgunarfélags Árborgar, við Árveg á Selfossi.Loftmyndir ehf.Mikill erill hefur verið hjá viðbragðsaðilum á Suðurlandi því fyrr í kvöld höfðu sjúkraflutningamenn sinnt útkalli í uppsveitum þar sem maður hafði klemmst á milli tveggja dráttarvéla. Var þyrla Landhelgisgæslunnar nýbúin að flytja hann í bæinn þegar tilkynningin barst um slysið við Ölfusárbrú. Þeir sem urðu vitni að akstri umræddrar bifreiðar fyrir slysið á Ölfusárbrú eru beðnir að hafa samband við lögregluna á Suðurlandi á Facebook-síðu hennar, í tölvupóstfangið sudurland@logreglan.is eða í síma 444 2000.Uppfært klukkan 0:05 Búið er að opna fyrir umferð um Ölfusá. Tengdar fréttir Ökumaður hljóp úr bílnum og stökk í Ölfusá eftir að hafa ekið á brúarhandrið Var fluttur á bráðamóttökuna í Fossvogi. 6. september 2017 20:31 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira
„Þetta var mögnuð björgun,“ segir Styrmir Sigurðsson, yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi, um vinnu björgunarsveitarfólks við erfiðar aðstæður eftir að maður stökk út í Ölfusá um klukkan átta í kvöld. Maðurinn ók bíl á brúarhandrið Ölfusárbrúar og stökk þaðan út í ána, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi um málið. Styrmir segir manninn hafa verið í ánni í fimmtán til tuttugu mínútur áður en björgunarmenn náðu honum á land. Þá hafði hann borist um einn og hálfan kílómetra með straumnum. Talið er að hann hafi verið nokkrar mínútur í kafi. Hann var meðvitundarlaus þegar björgunarmenn náðu honum á land og þurfti að beita endurlífgunartilraunum. Maðurinn andaði sjálfur þegar farið var með hann um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar sem flutti hann á bráðamóttökuna í Fossvogi.Styrmir Sigurðsson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.Vísir/Magnús HlynurVar sjálfur á leið yfir brúna Styrmir var sjálfur ekki á vakt þegar tilkynning um málið barst viðbragðsaðilum um áttaleytið í kvöld heldur á ferðinni í bíl yfir Ölfusárbrú. Hann lagði bíl sínum hjá Pylsuvagninum á Selfossi og byrjaði að fylgja manninum eftir. Vitni sögðu manninn hafa ekið á miklum hraða að brúnni áður en hann stökk út í ána. „Menn löbbuðu niður eftir ánni, lögregla og sjúkraflutningamenn, til að halda sjónum á honum þar til bátarnir komu. Það tókst frábærlega,“ segir Styrmir.Fundur björgunarfélagsins mikið happ Meðlimir Björgunarfélags Árborgar voru að funda í húsakynnum björgunarfélagsins við Árveg, sem er við Ölfusá, og voru því snöggir til þegar tilkynningin barst. Húsið er 600-700 metra austan af brúnni. „Það var mikið happ að þessi fundur var hjá björgunarfélaginu. Þeir voru óhugnanlega fljótir að koma bátunum á flot. Þetta voru bara örfáar mínútur sem er grjótmagnað viðbragð. Þessi straumvatnsbjörgunarflokkur hjá Björgunarfélagi Árborgar er einn sá besti hér á landi og þó víðar væri leitað. Þeir æfa mjög stíft hér í kringum straumvötnin og það er er að skila sér alveg greinilega,“ segir Styrmir.Hér má sjá vegalengdina á milli Ölfusárbrúar og húsakynna Björgunarfélags Árborgar, við Árveg á Selfossi.Loftmyndir ehf.Mikill erill hefur verið hjá viðbragðsaðilum á Suðurlandi því fyrr í kvöld höfðu sjúkraflutningamenn sinnt útkalli í uppsveitum þar sem maður hafði klemmst á milli tveggja dráttarvéla. Var þyrla Landhelgisgæslunnar nýbúin að flytja hann í bæinn þegar tilkynningin barst um slysið við Ölfusárbrú. Þeir sem urðu vitni að akstri umræddrar bifreiðar fyrir slysið á Ölfusárbrú eru beðnir að hafa samband við lögregluna á Suðurlandi á Facebook-síðu hennar, í tölvupóstfangið sudurland@logreglan.is eða í síma 444 2000.Uppfært klukkan 0:05 Búið er að opna fyrir umferð um Ölfusá.
Tengdar fréttir Ökumaður hljóp úr bílnum og stökk í Ölfusá eftir að hafa ekið á brúarhandrið Var fluttur á bráðamóttökuna í Fossvogi. 6. september 2017 20:31 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira
Ökumaður hljóp úr bílnum og stökk í Ölfusá eftir að hafa ekið á brúarhandrið Var fluttur á bráðamóttökuna í Fossvogi. 6. september 2017 20:31