Sá sem bjargar barni… Þórarinn Þórarinsson skrifar 8. september 2017 07:00 Hvað eiga Julian Duranona, Bobby Fischer og Lucia Celeste Molina Sierra sameiginlegt? Öll urðu þau íslenskir ríkisborgarar eins og hendi væri veifað með ákvörðun Alþingis. Duranona, skotfastur handboltamaður, varð umsvifalaust einn af „strákunum okkar“. Fischer var og er goðsögn fyrir skáksnilli sína. Lucia, ung og efnileg stúlka, var tengdadóttir Framsóknarflokksins. Kærasta sonar Jónínu Bjartmars, þá þingmanns og ráðherra. Mary, átta ára, og Haniye, ellefu ára, eru ekki í neinum flokki, ekki handboltakempur eða stórmeistarar. Ekki ennþá og það er í höndum yfirvalda á Íslandi hvort þessar litlu stelpur geti látið drauma sína rætast. Þær eru fæddar á flótta. Mary á rætur í Nígeríu og þangað á að senda barnið. Haniye bíða þau örlög að enda í Afganistan. Á Íslandi hafa þær í fyrsta skipti á ævinni kynnst því öryggi sem við teljum sjálfsagðan rétt barnanna okkar. Mary og Haniye eru „stelpurnar okkar“ en framtíð þeirra er í höndum tilfinningalauss kerfis sem hefur hafnað þeim. Öll kerfi eru mannanna verk og þeim má breyta. Davíð Oddsson þvertók á sínum tíma fyrir að framselja Fischer til Bandaríkjanna og hætti á milliríkjadeilu. Sagði að „fyrir íslensk stjórnvöld sé þetta eingöngu mannúðarmál.“ Hvar er mannúðin núna? Hvað sem segja má um Davíð þá var hann kjarkaður stjórnmálamaður. Núna þarf ekki einu sinni hugað stjórnmálafólk, aðeins fólk með sál. Þingmenn allra flokka, sláið á fingur kerfisins og hafið hugfast að sá sem bjargar einu barni bjargar mannkyninu! Boðað hefur verið til mótmælafundar á Austurvelli á morgun klukkan 15. Þar eigum við öll að vera. „Svona gera menn ekki.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Hvað eiga Julian Duranona, Bobby Fischer og Lucia Celeste Molina Sierra sameiginlegt? Öll urðu þau íslenskir ríkisborgarar eins og hendi væri veifað með ákvörðun Alþingis. Duranona, skotfastur handboltamaður, varð umsvifalaust einn af „strákunum okkar“. Fischer var og er goðsögn fyrir skáksnilli sína. Lucia, ung og efnileg stúlka, var tengdadóttir Framsóknarflokksins. Kærasta sonar Jónínu Bjartmars, þá þingmanns og ráðherra. Mary, átta ára, og Haniye, ellefu ára, eru ekki í neinum flokki, ekki handboltakempur eða stórmeistarar. Ekki ennþá og það er í höndum yfirvalda á Íslandi hvort þessar litlu stelpur geti látið drauma sína rætast. Þær eru fæddar á flótta. Mary á rætur í Nígeríu og þangað á að senda barnið. Haniye bíða þau örlög að enda í Afganistan. Á Íslandi hafa þær í fyrsta skipti á ævinni kynnst því öryggi sem við teljum sjálfsagðan rétt barnanna okkar. Mary og Haniye eru „stelpurnar okkar“ en framtíð þeirra er í höndum tilfinningalauss kerfis sem hefur hafnað þeim. Öll kerfi eru mannanna verk og þeim má breyta. Davíð Oddsson þvertók á sínum tíma fyrir að framselja Fischer til Bandaríkjanna og hætti á milliríkjadeilu. Sagði að „fyrir íslensk stjórnvöld sé þetta eingöngu mannúðarmál.“ Hvar er mannúðin núna? Hvað sem segja má um Davíð þá var hann kjarkaður stjórnmálamaður. Núna þarf ekki einu sinni hugað stjórnmálafólk, aðeins fólk með sál. Þingmenn allra flokka, sláið á fingur kerfisins og hafið hugfast að sá sem bjargar einu barni bjargar mannkyninu! Boðað hefur verið til mótmælafundar á Austurvelli á morgun klukkan 15. Þar eigum við öll að vera. „Svona gera menn ekki.“
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun