Vildi skaðlegar upplýsingar um Clinton til að meta „hæfi“ hennar Kjartan Kjartansson skrifar 7. september 2017 17:48 Trump yngri bar vitni fyrir luktum dyrum og kom og fór úr þinghúsinu án þess að fjölmiðlar næðu af honum tali. Vísir/AFP Sonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta sagði þingnefnd í dag að hann hefði reynt að komast yfir skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton frá rússneskum lögmanni til að meta hæfi hennar til að gegna embætti forseta. Donald Trump yngri ræddi við nefndarmenn í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum fyrir luktum dyrum í dag.New York Times segir að þar hafi hann verið spurður út í fund sem hann átti með rússneskum lögmanni í júní í fyrra. Sá hafði lofað Trump yngri skaðlegum upplýsingum um Clinton. Í yfirlýsingu sem Trump yngri gaf nefndinni, og New York Times komst yfir, sagðist hann hafa verið á báðum áttum þegar hann frétti að rússneski lögmaðurinn Natalia Veselnitskaya gæti búið yfir skaðlegum upplýsingum um mótframbjóðanda föður hans. „Að því marki sem þau höfðu upplýsingar um hæfi, skapgerð eða forsendur forsetaframbjóðanda fannst mér að ég ætti að minnsta kosti að heyra hvað þau hefðu fram að færa,“ sagði Trump yngri í yfirlýsingunni. Sagðist hann hafa ætlað að ráðfæra sig við lögmenn sína um hvort það væri við hæfi að nýta upplýsingar frá lögmanninum sem hefur tengsl við stjórnvöld í Kreml.Richard Blumenthal, hæst setti demókratinn í dómsmálanefndinni, ræddi við fjölmiðlamenn í dag þegar Trump yngri kom og bar vitni.Vísir/AFPGaf misvísandi skýringar á fundinumÞegar bandarískir fjölmiðlar sögðu fyrst frá fundi Trump yngri með rússneska lögmanninum í sumar gaf hann nokkrar mismunandi skýringar á efni hans og þátttakendum. Síðar kom í ljós að Trump eldri hafði sjálfur lesið fyrir yfirlýsingu sem var gefin út í nafni sonarins. Þannig sagðist Trump yngri aldrei hafa hitt rússneska fulltrúa fyrir hönd framboðs föður síns í mars. Í júlí sagði hann að fundurinn með Veselnitskaya hafi aðallega snúist um ættleiðingar. Þegar fjölmiðlar greindu frekar frá fundinum viðurkenndi Trump yngri að hann hefði fallist á fundinn vegna þess að honum hafði verið lofað skaðlegum upplýsingum um Clinton. Paul Manafort, þáverandi kosningastjóri Trump, og Jared Kushner, tengdasonur forsetans og einn nánasti ráðgjafi hans, sátu einnig fundinn. Húsleit var gerð hjá Manafort fyrr í sumar í tengslum við rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Trump yngri hafnar því algerlega að hann hafi átt samráð við Rússa um að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra. Fundurinn með lögmanninum hafi ekki orðið til neins. Hann bar jafnframt fyrir sig reynsluleysi af því að starfa við stjórnmálaframboð. Kushner sagði fyrr í sumar einnig að framboð Trump hafi verið of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa. Bandaríska leyniþjónustan hefur sagt að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar til að hjálpa framboði Trump. Þau hafi meðal annars staðið að baki innbroti og leka á tölvupóstum Demókrataflokksins. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Kushner: Framboð Trump var of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta útskýrði fyrir hópi lærlinga í Bandaríkjaþingi að forsetaframboð tengdaföður síns hafi verið of glundroðakennt til að það hafi getað staðið í samráði við rússnesk stjórnvöld. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að forsetinn hafi komið að misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. 1. ágúst 2017 18:38 Trump las fyrir misvísandi yfirlýsingu sonar síns Bandaríkjaforseti las sjálfur fyrir misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. Ráðgjafar forsetans óttast að hann hafi komið sér í bobba að óþörfu. 1. ágúst 2017 00:09 Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Útsendarar FBI lögðu hald á gögn í húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, 26. júlí. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. 9. ágúst 2017 14:27 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Sonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta sagði þingnefnd í dag að hann hefði reynt að komast yfir skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton frá rússneskum lögmanni til að meta hæfi hennar til að gegna embætti forseta. Donald Trump yngri ræddi við nefndarmenn í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum fyrir luktum dyrum í dag.New York Times segir að þar hafi hann verið spurður út í fund sem hann átti með rússneskum lögmanni í júní í fyrra. Sá hafði lofað Trump yngri skaðlegum upplýsingum um Clinton. Í yfirlýsingu sem Trump yngri gaf nefndinni, og New York Times komst yfir, sagðist hann hafa verið á báðum áttum þegar hann frétti að rússneski lögmaðurinn Natalia Veselnitskaya gæti búið yfir skaðlegum upplýsingum um mótframbjóðanda föður hans. „Að því marki sem þau höfðu upplýsingar um hæfi, skapgerð eða forsendur forsetaframbjóðanda fannst mér að ég ætti að minnsta kosti að heyra hvað þau hefðu fram að færa,“ sagði Trump yngri í yfirlýsingunni. Sagðist hann hafa ætlað að ráðfæra sig við lögmenn sína um hvort það væri við hæfi að nýta upplýsingar frá lögmanninum sem hefur tengsl við stjórnvöld í Kreml.Richard Blumenthal, hæst setti demókratinn í dómsmálanefndinni, ræddi við fjölmiðlamenn í dag þegar Trump yngri kom og bar vitni.Vísir/AFPGaf misvísandi skýringar á fundinumÞegar bandarískir fjölmiðlar sögðu fyrst frá fundi Trump yngri með rússneska lögmanninum í sumar gaf hann nokkrar mismunandi skýringar á efni hans og þátttakendum. Síðar kom í ljós að Trump eldri hafði sjálfur lesið fyrir yfirlýsingu sem var gefin út í nafni sonarins. Þannig sagðist Trump yngri aldrei hafa hitt rússneska fulltrúa fyrir hönd framboðs föður síns í mars. Í júlí sagði hann að fundurinn með Veselnitskaya hafi aðallega snúist um ættleiðingar. Þegar fjölmiðlar greindu frekar frá fundinum viðurkenndi Trump yngri að hann hefði fallist á fundinn vegna þess að honum hafði verið lofað skaðlegum upplýsingum um Clinton. Paul Manafort, þáverandi kosningastjóri Trump, og Jared Kushner, tengdasonur forsetans og einn nánasti ráðgjafi hans, sátu einnig fundinn. Húsleit var gerð hjá Manafort fyrr í sumar í tengslum við rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Trump yngri hafnar því algerlega að hann hafi átt samráð við Rússa um að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra. Fundurinn með lögmanninum hafi ekki orðið til neins. Hann bar jafnframt fyrir sig reynsluleysi af því að starfa við stjórnmálaframboð. Kushner sagði fyrr í sumar einnig að framboð Trump hafi verið of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa. Bandaríska leyniþjónustan hefur sagt að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar til að hjálpa framboði Trump. Þau hafi meðal annars staðið að baki innbroti og leka á tölvupóstum Demókrataflokksins.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Kushner: Framboð Trump var of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta útskýrði fyrir hópi lærlinga í Bandaríkjaþingi að forsetaframboð tengdaföður síns hafi verið of glundroðakennt til að það hafi getað staðið í samráði við rússnesk stjórnvöld. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að forsetinn hafi komið að misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. 1. ágúst 2017 18:38 Trump las fyrir misvísandi yfirlýsingu sonar síns Bandaríkjaforseti las sjálfur fyrir misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. Ráðgjafar forsetans óttast að hann hafi komið sér í bobba að óþörfu. 1. ágúst 2017 00:09 Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Útsendarar FBI lögðu hald á gögn í húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, 26. júlí. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. 9. ágúst 2017 14:27 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Kushner: Framboð Trump var of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta útskýrði fyrir hópi lærlinga í Bandaríkjaþingi að forsetaframboð tengdaföður síns hafi verið of glundroðakennt til að það hafi getað staðið í samráði við rússnesk stjórnvöld. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að forsetinn hafi komið að misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. 1. ágúst 2017 18:38
Trump las fyrir misvísandi yfirlýsingu sonar síns Bandaríkjaforseti las sjálfur fyrir misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. Ráðgjafar forsetans óttast að hann hafi komið sér í bobba að óþörfu. 1. ágúst 2017 00:09
Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Útsendarar FBI lögðu hald á gögn í húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, 26. júlí. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. 9. ágúst 2017 14:27