Vildi skaðlegar upplýsingar um Clinton til að meta „hæfi“ hennar Kjartan Kjartansson skrifar 7. september 2017 17:48 Trump yngri bar vitni fyrir luktum dyrum og kom og fór úr þinghúsinu án þess að fjölmiðlar næðu af honum tali. Vísir/AFP Sonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta sagði þingnefnd í dag að hann hefði reynt að komast yfir skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton frá rússneskum lögmanni til að meta hæfi hennar til að gegna embætti forseta. Donald Trump yngri ræddi við nefndarmenn í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum fyrir luktum dyrum í dag.New York Times segir að þar hafi hann verið spurður út í fund sem hann átti með rússneskum lögmanni í júní í fyrra. Sá hafði lofað Trump yngri skaðlegum upplýsingum um Clinton. Í yfirlýsingu sem Trump yngri gaf nefndinni, og New York Times komst yfir, sagðist hann hafa verið á báðum áttum þegar hann frétti að rússneski lögmaðurinn Natalia Veselnitskaya gæti búið yfir skaðlegum upplýsingum um mótframbjóðanda föður hans. „Að því marki sem þau höfðu upplýsingar um hæfi, skapgerð eða forsendur forsetaframbjóðanda fannst mér að ég ætti að minnsta kosti að heyra hvað þau hefðu fram að færa,“ sagði Trump yngri í yfirlýsingunni. Sagðist hann hafa ætlað að ráðfæra sig við lögmenn sína um hvort það væri við hæfi að nýta upplýsingar frá lögmanninum sem hefur tengsl við stjórnvöld í Kreml.Richard Blumenthal, hæst setti demókratinn í dómsmálanefndinni, ræddi við fjölmiðlamenn í dag þegar Trump yngri kom og bar vitni.Vísir/AFPGaf misvísandi skýringar á fundinumÞegar bandarískir fjölmiðlar sögðu fyrst frá fundi Trump yngri með rússneska lögmanninum í sumar gaf hann nokkrar mismunandi skýringar á efni hans og þátttakendum. Síðar kom í ljós að Trump eldri hafði sjálfur lesið fyrir yfirlýsingu sem var gefin út í nafni sonarins. Þannig sagðist Trump yngri aldrei hafa hitt rússneska fulltrúa fyrir hönd framboðs föður síns í mars. Í júlí sagði hann að fundurinn með Veselnitskaya hafi aðallega snúist um ættleiðingar. Þegar fjölmiðlar greindu frekar frá fundinum viðurkenndi Trump yngri að hann hefði fallist á fundinn vegna þess að honum hafði verið lofað skaðlegum upplýsingum um Clinton. Paul Manafort, þáverandi kosningastjóri Trump, og Jared Kushner, tengdasonur forsetans og einn nánasti ráðgjafi hans, sátu einnig fundinn. Húsleit var gerð hjá Manafort fyrr í sumar í tengslum við rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Trump yngri hafnar því algerlega að hann hafi átt samráð við Rússa um að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra. Fundurinn með lögmanninum hafi ekki orðið til neins. Hann bar jafnframt fyrir sig reynsluleysi af því að starfa við stjórnmálaframboð. Kushner sagði fyrr í sumar einnig að framboð Trump hafi verið of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa. Bandaríska leyniþjónustan hefur sagt að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar til að hjálpa framboði Trump. Þau hafi meðal annars staðið að baki innbroti og leka á tölvupóstum Demókrataflokksins. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Kushner: Framboð Trump var of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta útskýrði fyrir hópi lærlinga í Bandaríkjaþingi að forsetaframboð tengdaföður síns hafi verið of glundroðakennt til að það hafi getað staðið í samráði við rússnesk stjórnvöld. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að forsetinn hafi komið að misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. 1. ágúst 2017 18:38 Trump las fyrir misvísandi yfirlýsingu sonar síns Bandaríkjaforseti las sjálfur fyrir misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. Ráðgjafar forsetans óttast að hann hafi komið sér í bobba að óþörfu. 1. ágúst 2017 00:09 Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Útsendarar FBI lögðu hald á gögn í húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, 26. júlí. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. 9. ágúst 2017 14:27 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Sonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta sagði þingnefnd í dag að hann hefði reynt að komast yfir skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton frá rússneskum lögmanni til að meta hæfi hennar til að gegna embætti forseta. Donald Trump yngri ræddi við nefndarmenn í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum fyrir luktum dyrum í dag.New York Times segir að þar hafi hann verið spurður út í fund sem hann átti með rússneskum lögmanni í júní í fyrra. Sá hafði lofað Trump yngri skaðlegum upplýsingum um Clinton. Í yfirlýsingu sem Trump yngri gaf nefndinni, og New York Times komst yfir, sagðist hann hafa verið á báðum áttum þegar hann frétti að rússneski lögmaðurinn Natalia Veselnitskaya gæti búið yfir skaðlegum upplýsingum um mótframbjóðanda föður hans. „Að því marki sem þau höfðu upplýsingar um hæfi, skapgerð eða forsendur forsetaframbjóðanda fannst mér að ég ætti að minnsta kosti að heyra hvað þau hefðu fram að færa,“ sagði Trump yngri í yfirlýsingunni. Sagðist hann hafa ætlað að ráðfæra sig við lögmenn sína um hvort það væri við hæfi að nýta upplýsingar frá lögmanninum sem hefur tengsl við stjórnvöld í Kreml.Richard Blumenthal, hæst setti demókratinn í dómsmálanefndinni, ræddi við fjölmiðlamenn í dag þegar Trump yngri kom og bar vitni.Vísir/AFPGaf misvísandi skýringar á fundinumÞegar bandarískir fjölmiðlar sögðu fyrst frá fundi Trump yngri með rússneska lögmanninum í sumar gaf hann nokkrar mismunandi skýringar á efni hans og þátttakendum. Síðar kom í ljós að Trump eldri hafði sjálfur lesið fyrir yfirlýsingu sem var gefin út í nafni sonarins. Þannig sagðist Trump yngri aldrei hafa hitt rússneska fulltrúa fyrir hönd framboðs föður síns í mars. Í júlí sagði hann að fundurinn með Veselnitskaya hafi aðallega snúist um ættleiðingar. Þegar fjölmiðlar greindu frekar frá fundinum viðurkenndi Trump yngri að hann hefði fallist á fundinn vegna þess að honum hafði verið lofað skaðlegum upplýsingum um Clinton. Paul Manafort, þáverandi kosningastjóri Trump, og Jared Kushner, tengdasonur forsetans og einn nánasti ráðgjafi hans, sátu einnig fundinn. Húsleit var gerð hjá Manafort fyrr í sumar í tengslum við rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Trump yngri hafnar því algerlega að hann hafi átt samráð við Rússa um að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra. Fundurinn með lögmanninum hafi ekki orðið til neins. Hann bar jafnframt fyrir sig reynsluleysi af því að starfa við stjórnmálaframboð. Kushner sagði fyrr í sumar einnig að framboð Trump hafi verið of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa. Bandaríska leyniþjónustan hefur sagt að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar til að hjálpa framboði Trump. Þau hafi meðal annars staðið að baki innbroti og leka á tölvupóstum Demókrataflokksins.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Kushner: Framboð Trump var of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta útskýrði fyrir hópi lærlinga í Bandaríkjaþingi að forsetaframboð tengdaföður síns hafi verið of glundroðakennt til að það hafi getað staðið í samráði við rússnesk stjórnvöld. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að forsetinn hafi komið að misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. 1. ágúst 2017 18:38 Trump las fyrir misvísandi yfirlýsingu sonar síns Bandaríkjaforseti las sjálfur fyrir misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. Ráðgjafar forsetans óttast að hann hafi komið sér í bobba að óþörfu. 1. ágúst 2017 00:09 Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Útsendarar FBI lögðu hald á gögn í húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, 26. júlí. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. 9. ágúst 2017 14:27 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Kushner: Framboð Trump var of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta útskýrði fyrir hópi lærlinga í Bandaríkjaþingi að forsetaframboð tengdaföður síns hafi verið of glundroðakennt til að það hafi getað staðið í samráði við rússnesk stjórnvöld. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að forsetinn hafi komið að misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. 1. ágúst 2017 18:38
Trump las fyrir misvísandi yfirlýsingu sonar síns Bandaríkjaforseti las sjálfur fyrir misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. Ráðgjafar forsetans óttast að hann hafi komið sér í bobba að óþörfu. 1. ágúst 2017 00:09
Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Útsendarar FBI lögðu hald á gögn í húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, 26. júlí. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. 9. ágúst 2017 14:27