Ljóst er að Audi siglir í miklum meðbyr og þannig má sjá að þegar sölutölur fyrir ágúst 2016 eru bornar saman við ágúst 2017 að salan hefur aukist um 311%. Í heild hefur salan á Audi aukist um 66% milli ára og er þá aðeins litið á selda bíla til einstaklinga og fyrirtækja en bílaleigur undanskildar. Þá er vert að benda á að yfir 60% af nýskráðum Audi bílum á árinu 2017 eru tengiltvinnbílar af gerðinni A3 e-tron og Q7 e-tron.
Sem fyrr er gríðarlega góð sala í bílum frá Mitsubishi, enda verðið á þeim afar hagstætt á 100 ára afmæli fyrirtækisins. Mitsubishi Outlander PHEV ber einnig höfuð og herðar yfir aðrar tegundir þegar kemur að tengiltvinnbílum. Reyndar er mikil söluaukning á tengiltvinnbílum en á síðasta ári seldust 303 slíkir á fyrstu átta mánuðum ársins en þeir eru orðnir 802 á sömu mánuðum þessa árs.
„Íslendingar eru fljótir að átta sig á gæðum og kostum tengiltvinnbíla og á mikilvægi þess að hugsa um framtíðina. 100 ára afmælisverðið virðist hafa ýtt við fjölmörgum sem voru í kauphugleiðingum á vistvænum bílum og ekkert lát er á eftirspurninni,“ segir María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri sölusviðs Heklu.
Næstum fjórir af hverjum 10 nýjum tengiltvinnbílum á árinu eru af gerðinni Mitsubishi Outlander PHEV og er rétt að benda áhugasömum á að ný sending af þessari vinsælu tegund er væntanleg í lok september.

