Datt og meiddist þegar hann klifraði upp í kerru til þess að flýja hund Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. september 2017 11:41 Óvenju mikið var um umferðarslys og óhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Vísir/Eyþór Fyrr í vikunni slasaðist maður lítillega á flótta undan lausum hundi. Hundurinn hafði sloppið út af heimili eiganda síns án þess að nokkur yrði þess var. Hann réðst svo að manninum sem varð á vegi hans. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum stökk hundurinn í fætur mannsins sem reyndi að ýta honum frá sér án árangurs. Maðurinn hrópaði á hjálp en þar sem enginn virtist heyra til hans greip hann til þess ráðs að klifra upp í bílkerru. Við þetta datt maðurinn og meiddi hann sig lítillega samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Heilbrigðiseftirliti var tilkynnt um málið en lögregla talaði við eigenda hundsins sem var miður sín vegna atviksins.Klippa þurfti ökumann úr bílnum Óvenju mikið var um umferðarslys og umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Bifreið sem var á biðskyldu var ekið í veg fyrir aðra bifreið. Klippa þurfti annan ökumannanna út úr sinni bifreið og var hann fluttur á Landspítalann en hann hlaut beinbrot auk fleiri meiðsla. Einnig varð árekstur á langtímastæðinu við Flugstöð Leifs Eiríkssona og annar ökumannanna var fluttur til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þrír voru svo fluttir með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir harðan árekstur á Hafnargötu í Grindavík. Meiðsli þeirra reyndust ekki vera alvarleg. Kona hnuplaði níu ilmvatnsglösum í tveimur verslunum í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Ilmvatnsglösin voru að verðmæti rúmlega 82.000 krónum og var konan handtekin og færð á lögreglustöð. Konan framvísaði varningnum sem hún hafði hnuplað. Einnig var tilkynnt um þjófnað úr vínbúð í umdæminu. Karlmaður hafði á brott með sér vodkaflösku án þess að greiða fyrir hana. Nokkru síðar kom maður inn í vínbúðina og hnuplaði tveimur vodkaflöskum en grunur leikur á að sami maðurinn hafi verið á ferðinni í bæði skiptin. Lögreglumál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Fyrr í vikunni slasaðist maður lítillega á flótta undan lausum hundi. Hundurinn hafði sloppið út af heimili eiganda síns án þess að nokkur yrði þess var. Hann réðst svo að manninum sem varð á vegi hans. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum stökk hundurinn í fætur mannsins sem reyndi að ýta honum frá sér án árangurs. Maðurinn hrópaði á hjálp en þar sem enginn virtist heyra til hans greip hann til þess ráðs að klifra upp í bílkerru. Við þetta datt maðurinn og meiddi hann sig lítillega samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Heilbrigðiseftirliti var tilkynnt um málið en lögregla talaði við eigenda hundsins sem var miður sín vegna atviksins.Klippa þurfti ökumann úr bílnum Óvenju mikið var um umferðarslys og umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Bifreið sem var á biðskyldu var ekið í veg fyrir aðra bifreið. Klippa þurfti annan ökumannanna út úr sinni bifreið og var hann fluttur á Landspítalann en hann hlaut beinbrot auk fleiri meiðsla. Einnig varð árekstur á langtímastæðinu við Flugstöð Leifs Eiríkssona og annar ökumannanna var fluttur til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þrír voru svo fluttir með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir harðan árekstur á Hafnargötu í Grindavík. Meiðsli þeirra reyndust ekki vera alvarleg. Kona hnuplaði níu ilmvatnsglösum í tveimur verslunum í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Ilmvatnsglösin voru að verðmæti rúmlega 82.000 krónum og var konan handtekin og færð á lögreglustöð. Konan framvísaði varningnum sem hún hafði hnuplað. Einnig var tilkynnt um þjófnað úr vínbúð í umdæminu. Karlmaður hafði á brott með sér vodkaflösku án þess að greiða fyrir hana. Nokkru síðar kom maður inn í vínbúðina og hnuplaði tveimur vodkaflöskum en grunur leikur á að sami maðurinn hafi verið á ferðinni í bæði skiptin.
Lögreglumál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira