Menga eins og milljón bílar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. ágúst 2017 20:00 Eitt skemmtiferðaskip mengar á við milljón bíla á einum sólarhring, eða á við um þrefaldan bílaflota landsins. Mælingar sýna að þegar skip er í höfn verða loftgæðin í Reykjavík verri en í miðborg erlendra stórborga. Stjórnvöld ættu að krefjast breytinga, segja náttúruverndasamtök. Náttúruverndarsamtök Íslands, með aðstöð þýsku samtakanna Nature and Biodiversity Union, hafa undanfarna daga mælt mengun frá skemmtiferðaskipum í Reykjavíkurhöfn. Flest skipin brenna svartolíu og hafa ekki komið fyrir hreinsibúnaði líkt og finna má í bílum. Þegar svartolían brennur myndast sótagnir sem dreifast með útblæstrinum og geta þær haft mjög skaðleg áhrif á heilsu manna og umhverfið. Mælingar á liðnum dögum sýna að magn þessara örsmáu agna í útblæstri skemmtiferðaskipa við Reykjavíkurhöfn er um 200 sinnum meira en eðlilegt má teljast. Til samanburðar verða loftgæðin verri en í miðbæ erlendra stórborga á borð við Peking á háannatíma. Efnafræðingur sem sá um mælingarnar var á meðal vísindamanna sem komu upp um svik bílframleiðenda, sem fegruðu tölur um útblástur díselbíla. Hann hvetur stjórnvöld til að grípa til aðgerða og hækka hafnargjöld á skip sem ekki hafa komið upp hreinsibúnaði. „Þessi félög skilja fjármál þegar þau þurfa að spara en ef þau þurfa að greiða hærri hafnargjöld munu viðbrögð þeirra vera hröð og þau breyta þá viðhorfinu. Við vitum að þessi tækni er á boðstólum og þeim ber að beita henni til að vernda heilsu fólksins og vernda umhverfi ykkar," segir Dr. Axel Friedrich, efnafræðingur. Hann segir mengunina ekki einskoraðist við hafnarsvæðin. „Við höfum gert mælingar langt frá hafnarsvæðum og samkvæmt þeim er magn mengandi agna mjög mikið. Hér er oft mjög vindasamt og við slíkar aðstæður berst mengun frá þessum skipum út um alla borg," segir Axel. Hann bendir á að skipin séu í gangi við hafnarbakkann og mengi því í lengri tíma. „Þetta eru hótel og þau þurfa því að keyra vélarnar í höfnum til að framleiða nauðsynlegt rafmagn. Þetta skapar því mikla hættu. Ef þessi skip væru uppi á landi myndu reglur ESB banna starfrækslu þeirra því þetta eru orkuver," segir Axel. Umhverfismál Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Sjá meira
Eitt skemmtiferðaskip mengar á við milljón bíla á einum sólarhring, eða á við um þrefaldan bílaflota landsins. Mælingar sýna að þegar skip er í höfn verða loftgæðin í Reykjavík verri en í miðborg erlendra stórborga. Stjórnvöld ættu að krefjast breytinga, segja náttúruverndasamtök. Náttúruverndarsamtök Íslands, með aðstöð þýsku samtakanna Nature and Biodiversity Union, hafa undanfarna daga mælt mengun frá skemmtiferðaskipum í Reykjavíkurhöfn. Flest skipin brenna svartolíu og hafa ekki komið fyrir hreinsibúnaði líkt og finna má í bílum. Þegar svartolían brennur myndast sótagnir sem dreifast með útblæstrinum og geta þær haft mjög skaðleg áhrif á heilsu manna og umhverfið. Mælingar á liðnum dögum sýna að magn þessara örsmáu agna í útblæstri skemmtiferðaskipa við Reykjavíkurhöfn er um 200 sinnum meira en eðlilegt má teljast. Til samanburðar verða loftgæðin verri en í miðbæ erlendra stórborga á borð við Peking á háannatíma. Efnafræðingur sem sá um mælingarnar var á meðal vísindamanna sem komu upp um svik bílframleiðenda, sem fegruðu tölur um útblástur díselbíla. Hann hvetur stjórnvöld til að grípa til aðgerða og hækka hafnargjöld á skip sem ekki hafa komið upp hreinsibúnaði. „Þessi félög skilja fjármál þegar þau þurfa að spara en ef þau þurfa að greiða hærri hafnargjöld munu viðbrögð þeirra vera hröð og þau breyta þá viðhorfinu. Við vitum að þessi tækni er á boðstólum og þeim ber að beita henni til að vernda heilsu fólksins og vernda umhverfi ykkar," segir Dr. Axel Friedrich, efnafræðingur. Hann segir mengunina ekki einskoraðist við hafnarsvæðin. „Við höfum gert mælingar langt frá hafnarsvæðum og samkvæmt þeim er magn mengandi agna mjög mikið. Hér er oft mjög vindasamt og við slíkar aðstæður berst mengun frá þessum skipum út um alla borg," segir Axel. Hann bendir á að skipin séu í gangi við hafnarbakkann og mengi því í lengri tíma. „Þetta eru hótel og þau þurfa því að keyra vélarnar í höfnum til að framleiða nauðsynlegt rafmagn. Þetta skapar því mikla hættu. Ef þessi skip væru uppi á landi myndu reglur ESB banna starfrækslu þeirra því þetta eru orkuver," segir Axel.
Umhverfismál Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Sjá meira