Óttast stórhættulegan reyk frá efnaverksmiðju við Houston Kjartan Kjartansson skrifar 31. ágúst 2017 16:11 Vegatálmum hefur verið komið fyrir til að loka fyrir aðgang að efnaverksmiðjunni í Crosby, rúma 30 kílómetrum frá Houston. Vísir/AFP Reykjarmökkurinn sem leggur frá skemmdri efnaverksmiðju nærri Houston getur verið „ótrúlega hættulegur“, að sögn yfirmanns Almannavarna Bandaríkjanna (FEMA). Eldur logar í efnum í verksmiðjunni eftir að flóð af völdum Harvey skemmdu kælikerfi hennar. William Long, yfirmaður FEMA, lýstu verulegum áhyggjum af því að eiturský gæti lagt frá verksmiðjunni, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Forsvarsmenn Arkema, franska fyrirtækisins sem rekur verksmiðjuna, höfðu áður varað við að engin leið væri að koma í veg fyrir sprengingu í henni. Reuters-fréttastofan segir að Umhverfisstofnun Bandaríkjanna hafi sent neyðarstarfsmenn á staðinn. Lögreglumaður sem andaði að sér eiturgufum var fluttur á sjúkrahús og níu aðrir voru færðir til aðhlynningar til öryggis. Fólki í tæplega 2,5 kílómetra radíus í kringum verksmiðjuna hefur verið skipað að yfirgefa svæðið.Neita frásögnum af sprenginguWashington Post segir hins vegar að ólíkum sögum fari af því hvað hafi gerst í verksmiðjunni fram að þessu. Upphaflega sagði fyrirtækið að neyðarstarfsmenn Harris-sýslu hafi greint því frá tveimur sprengingum og svörtum reyk frá verksmiðjunni. Aftur á móti segir slökkvilið sýslunnar að efnahvörf hefðu átt sér stað í verksmiðjunni og að reyk legði frá henni við og við og embættismaður sýslunnar fullyrti að miklar sprengingar hefðu ekki átt sér stað. Þess í stað hafi „hvellir“ heyrst frá verksmiðjunni. Arkema framleiðir lífærnt peroxíð. Þegar rafmagni sló út í flóðunum stöðvaðist kælikerfi verksmiðjunnar. Sprengihætta hefur skapast af því að efnin ofhitni. Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Sprengingar í efnaverksmiðjunni í Houston Ertandi reykur berst frá sprengingum í efnaverksmiðju í útjaðri Houston. Lögreglumaður var fluttur á sjúkrahús eftir að hann andaði að sér eiturgufum. 31. ágúst 2017 10:01 Ómögulegt að koma í veg fyrir að efnaverksmiðja í Houston springi Framkvæmdastjóri efnaverksmiðju í útjaðri Houston í Texas segir óumflýjanlegt að hún muni annað hvort springa eða brenna til grunna á næstu dögum. 31. ágúst 2017 07:47 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Fleiri fréttir Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Sjá meira
Reykjarmökkurinn sem leggur frá skemmdri efnaverksmiðju nærri Houston getur verið „ótrúlega hættulegur“, að sögn yfirmanns Almannavarna Bandaríkjanna (FEMA). Eldur logar í efnum í verksmiðjunni eftir að flóð af völdum Harvey skemmdu kælikerfi hennar. William Long, yfirmaður FEMA, lýstu verulegum áhyggjum af því að eiturský gæti lagt frá verksmiðjunni, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Forsvarsmenn Arkema, franska fyrirtækisins sem rekur verksmiðjuna, höfðu áður varað við að engin leið væri að koma í veg fyrir sprengingu í henni. Reuters-fréttastofan segir að Umhverfisstofnun Bandaríkjanna hafi sent neyðarstarfsmenn á staðinn. Lögreglumaður sem andaði að sér eiturgufum var fluttur á sjúkrahús og níu aðrir voru færðir til aðhlynningar til öryggis. Fólki í tæplega 2,5 kílómetra radíus í kringum verksmiðjuna hefur verið skipað að yfirgefa svæðið.Neita frásögnum af sprenginguWashington Post segir hins vegar að ólíkum sögum fari af því hvað hafi gerst í verksmiðjunni fram að þessu. Upphaflega sagði fyrirtækið að neyðarstarfsmenn Harris-sýslu hafi greint því frá tveimur sprengingum og svörtum reyk frá verksmiðjunni. Aftur á móti segir slökkvilið sýslunnar að efnahvörf hefðu átt sér stað í verksmiðjunni og að reyk legði frá henni við og við og embættismaður sýslunnar fullyrti að miklar sprengingar hefðu ekki átt sér stað. Þess í stað hafi „hvellir“ heyrst frá verksmiðjunni. Arkema framleiðir lífærnt peroxíð. Þegar rafmagni sló út í flóðunum stöðvaðist kælikerfi verksmiðjunnar. Sprengihætta hefur skapast af því að efnin ofhitni.
Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Sprengingar í efnaverksmiðjunni í Houston Ertandi reykur berst frá sprengingum í efnaverksmiðju í útjaðri Houston. Lögreglumaður var fluttur á sjúkrahús eftir að hann andaði að sér eiturgufum. 31. ágúst 2017 10:01 Ómögulegt að koma í veg fyrir að efnaverksmiðja í Houston springi Framkvæmdastjóri efnaverksmiðju í útjaðri Houston í Texas segir óumflýjanlegt að hún muni annað hvort springa eða brenna til grunna á næstu dögum. 31. ágúst 2017 07:47 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Fleiri fréttir Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Sjá meira
Sprengingar í efnaverksmiðjunni í Houston Ertandi reykur berst frá sprengingum í efnaverksmiðju í útjaðri Houston. Lögreglumaður var fluttur á sjúkrahús eftir að hann andaði að sér eiturgufum. 31. ágúst 2017 10:01
Ómögulegt að koma í veg fyrir að efnaverksmiðja í Houston springi Framkvæmdastjóri efnaverksmiðju í útjaðri Houston í Texas segir óumflýjanlegt að hún muni annað hvort springa eða brenna til grunna á næstu dögum. 31. ágúst 2017 07:47
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent