Tveir með alvarlega áverka á auga eftir Floridana ávaxtasafa í plastflösku: „Þetta er grafalvarlegt mál sem þarf að stoppa“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 31. ágúst 2017 20:00 Tveir eru með alvarlega áverka á auga eftir að hafa opnað Floridana ávaxtasafa í plastflösku með þeim afleiðingum að tappinn skaust í auga þeirra. Ölgerðin harmar atvikin en móðir átján ára stúlku, sem hefur orðið fyrir varanlegum skaða, segir viðbrögð fyrirtækisins sem ber ábyrgð vera ótæk.Tappinn skaust í auga dóttur Oddnýjar.18 ára dóttir Oddnýjar Sigrúnar lenti í skelfilegu slysi á sunnudaginn þegar hún opnaði plastflösku af Floridana ávaxtasafa. Yfirþrýsingur hafði myndast í flöskunni með þeim afleiðingum að tappinn skaust í auga hennar. „Höggið er það þungt sem tappinn gefur að í dag fjórum dögum eftir slysið þá sér hún ekki neitt,“ segir Oddný. Oddný setti sig í samband við Ölgerðina á þriðjudag sem lét í kjölfarið innkalla umræddar Floridana plastflöskur. „Ég væri ekki hérna í dag ef þeir hefðu brugðist við af einhverri alvöru. Ég er búin að fara í stórmarkaði og sé að þeir hafa staðið sig þar. Ég hef ekki fundið þetta þar. Allavega ekki í þeim verslunum sem ég hef farið í. En aftur á móti hef ég farið inn í olíuverslanir hjá fleiri en einum aðila og hjá báðum þessum aðilum eru þessar flöskur til sölu enn þann dag í dag,“ segir Oddný. Þá þurfti fréttastofa ekki að leita langt því fyrsta búðin sem farið var í í dag var með safann til sölu. „Þessar myndir af dóttur minni hafa komið fram og þá er fólk að benda á að það hafi gert athugasemd við þetta fyrir nokkrum árum síðan. Þannig þetta er grafalvarlegt mál sem þarf að stoppa.“ Oddný segir að ekki sé víst um batahorfur dóttur sinnar sem gæti misst sjónina. „Hún fær blæðingu inn í augað sem þýðir það að það rofnar æð. Allavega læknarnir í dag þeir ábyrgjast ekki neitt,“ segir Oddný.Tveir eru með alvarlega áverka á auga eftir að hafa opnað Floridana ávaxtasafa í plastflösku með þeim afleiðingum að tappinn skaust í auga þeirra.Svavar Þór Georgsson lenti einnig mjög illa í því í síðustu viku þegar hann opnaði Floridana plastflösku handa eins og hálfs árs gamalli dóttur sinni. „Þetta jaðraði bara við myndalegasta rothögg,“ segir Svavar Þór. Við það fékk hann skurð á augað ásamt því sem það blæddi inn á það. Hann fór í aðgerð í kjölfar slyssins. „Í dag viku seinna þá sé ég lítið sem ekki neitt með auganu. Ég sé rétt svo móta fyrir fólki með auganu.“Svavar Þór Georgsson íhugar að leggja fram kæru á hendur Ölgerðinni.Þegar við hittum Svavar var hann að leggja fram kæru á hendur Ölgerðinni. Þá íhugar fjölskylda Oddnýjar einnig að leita réttar síns. „Það eru alltaf að koma upp einhver tilfelli um að flöskur spingi. Það er þekkt vandamál um allan heim. Við erum að vinna með ferskvöru og ef hún er ekki geymd við réttar aðstæður þá getur hún gerjast á þá myndast yfirþrýsingur,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar. Andri segir að Ölgerðin harmi málið sem sé í rannsókn og að neytandinn njóti alltaf vafans. „Við hófum innköllum seinni partinn á þriðjudaginn við erum með her manns í þessu en það tekur alltaf einhverja daga að tæma. Það ætti allt að vera komið ef ekki þá ætti það allt að vera komið í fyrramálið. Við erum nú að velta öllum steinum. Við fórum í allsherjarinnköllun og núna erum við að rannasaka. Við erum búin að hafa samband við erlenda umbúðarframleiðendur og við erum að skoða okkar vélbúnað og vonumst til að það komi niðurstaða í það fljótt,“ segir Andri. Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Tveir eru með alvarlega áverka á auga eftir að hafa opnað Floridana ávaxtasafa í plastflösku með þeim afleiðingum að tappinn skaust í auga þeirra. Ölgerðin harmar atvikin en móðir átján ára stúlku, sem hefur orðið fyrir varanlegum skaða, segir viðbrögð fyrirtækisins sem ber ábyrgð vera ótæk.Tappinn skaust í auga dóttur Oddnýjar.18 ára dóttir Oddnýjar Sigrúnar lenti í skelfilegu slysi á sunnudaginn þegar hún opnaði plastflösku af Floridana ávaxtasafa. Yfirþrýsingur hafði myndast í flöskunni með þeim afleiðingum að tappinn skaust í auga hennar. „Höggið er það þungt sem tappinn gefur að í dag fjórum dögum eftir slysið þá sér hún ekki neitt,“ segir Oddný. Oddný setti sig í samband við Ölgerðina á þriðjudag sem lét í kjölfarið innkalla umræddar Floridana plastflöskur. „Ég væri ekki hérna í dag ef þeir hefðu brugðist við af einhverri alvöru. Ég er búin að fara í stórmarkaði og sé að þeir hafa staðið sig þar. Ég hef ekki fundið þetta þar. Allavega ekki í þeim verslunum sem ég hef farið í. En aftur á móti hef ég farið inn í olíuverslanir hjá fleiri en einum aðila og hjá báðum þessum aðilum eru þessar flöskur til sölu enn þann dag í dag,“ segir Oddný. Þá þurfti fréttastofa ekki að leita langt því fyrsta búðin sem farið var í í dag var með safann til sölu. „Þessar myndir af dóttur minni hafa komið fram og þá er fólk að benda á að það hafi gert athugasemd við þetta fyrir nokkrum árum síðan. Þannig þetta er grafalvarlegt mál sem þarf að stoppa.“ Oddný segir að ekki sé víst um batahorfur dóttur sinnar sem gæti misst sjónina. „Hún fær blæðingu inn í augað sem þýðir það að það rofnar æð. Allavega læknarnir í dag þeir ábyrgjast ekki neitt,“ segir Oddný.Tveir eru með alvarlega áverka á auga eftir að hafa opnað Floridana ávaxtasafa í plastflösku með þeim afleiðingum að tappinn skaust í auga þeirra.Svavar Þór Georgsson lenti einnig mjög illa í því í síðustu viku þegar hann opnaði Floridana plastflösku handa eins og hálfs árs gamalli dóttur sinni. „Þetta jaðraði bara við myndalegasta rothögg,“ segir Svavar Þór. Við það fékk hann skurð á augað ásamt því sem það blæddi inn á það. Hann fór í aðgerð í kjölfar slyssins. „Í dag viku seinna þá sé ég lítið sem ekki neitt með auganu. Ég sé rétt svo móta fyrir fólki með auganu.“Svavar Þór Georgsson íhugar að leggja fram kæru á hendur Ölgerðinni.Þegar við hittum Svavar var hann að leggja fram kæru á hendur Ölgerðinni. Þá íhugar fjölskylda Oddnýjar einnig að leita réttar síns. „Það eru alltaf að koma upp einhver tilfelli um að flöskur spingi. Það er þekkt vandamál um allan heim. Við erum að vinna með ferskvöru og ef hún er ekki geymd við réttar aðstæður þá getur hún gerjast á þá myndast yfirþrýsingur,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar. Andri segir að Ölgerðin harmi málið sem sé í rannsókn og að neytandinn njóti alltaf vafans. „Við hófum innköllum seinni partinn á þriðjudaginn við erum með her manns í þessu en það tekur alltaf einhverja daga að tæma. Það ætti allt að vera komið ef ekki þá ætti það allt að vera komið í fyrramálið. Við erum nú að velta öllum steinum. Við fórum í allsherjarinnköllun og núna erum við að rannasaka. Við erum búin að hafa samband við erlenda umbúðarframleiðendur og við erum að skoða okkar vélbúnað og vonumst til að það komi niðurstaða í það fljótt,“ segir Andri.
Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira