Áheitin renna óskert til góðgerðafélaga Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. ágúst 2017 20:26 Mörgum hefur þótt gagnrýnivert að upphæðin renni ekki óskipt til góðgerðamála en Íslandsbanki ætlar að auka stuðning við hlaupið í ár. Í ár munu áheit á hlaupara Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka renna óskert til góðgerðafélaga. Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur umsjón með hlaupinu og hafa 5% af áheitum farið í kostnað. Nokkuð hefur borið á gagnrýni sem lýtur að því að upphæðin renni ekki óskipt til góðgerðamála. Meðal þeirra sem lýstu óánægju sinni með þá staðreynd að áheitin færu ekki óskipt til góðgerðarmála var Lára Guðrún Jóhönnudóttir, ein af söfnunarstjörnum maraþonsins, en hún tjáði sig um málið í dag:Lára Guðrún Jóhönnudóttir hafði sannarlega áhrif með skrifum sínum í dag.Visir/VilhelmSafnaði í góðri trú „Ætliði í ALVÖRUNNI ALVÖRUNNI að stela (mér líður eins og þetta sé rán um hábjartan dag) óræðum hluta af peningunum sem ÉG safnaði, í góðri trú að rynni óskertur til Krafts - stuðningsfélags ungs fólks með krabbamein og aðstandanda þeirra fyrir rekstrarkostnað?! Í ALVÖRUNNI!” sagði Lára þegar hún deildi leiðara Kristínar Þorsteinsdóttur, aðalritstjóra 365 miðla, úr Fréttablaðinu í gær. Þar vakti Kristín athygli á því að peningarnir færu ekki allir til góðgerðamála: „Það sem ekki allir vita er að þær upphæðir sem safnast gegnum síðuna hlaupastyrkur.is renna ekki óskiptar til þeirra góðu málefna sem hlauparar hafa valið sér. Á síðunni, sem Íslandsbanki rekur og er kirfilega merkt bankanum í auglýsingaskyni, kemur fram að 10% söfnunarfjár að hámarki fari í kostnað við rekstur vefsins, greiðslu færslugjalda og fleira. Í fyrra var þessi kostnaður um fimm milljónir króna.” Lára lýkur stöðuuppfærslu sinni á því að segjast hafa staðið við sitt og hlaupið tíu kílómetra þvert gegn læknisráði. Þetta gerði Lára vegna þess að hún hafði strengt þess heit: „ég var búin að gefa loforð, loforð um að skrölta alla þessa kílómetra gegn því að fólk myndi styrkja málefni sem er mér svo gríðarlega mikilvægt,” segir Lára. Stöðuuppfærslunni hefur verið deilt á þriðja hundrað sinnum og þá hafa á sjötta hundrað líka við hana þegar þetta er skrifað.Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka.Hafa engar tekjur af söfnuninni Eins og kemur fram í fréttatilkynningu frá Íslandsbanka verður annar háttur hafður á í ár og munu áheitin renna óskert til góðgerðafélaga. Í tilkynningunni kemur auk þess fram að bankinn greiði allan kostnað sem fellur til við söfnunina eins og viðhald á tölvukerfi vegna heimasíðu maraþonsins og færslugjöld vegna áheita. Íslandsbanki hafi ekki neinar tekjur af söfnuninni „hvorki beinar né óbeinar.” Íslandsbanki stofnaði Hlaupastyrkur.is fyrir tíu árum síðan og meira en 100 góðgerðafélög skrá sig til þátttöku árlega. Reykjavíkurmaraþonið í safnaði í ár hæstu upphæð frá upphafi.Uppfært klukkan 22:48: Fyrirsögninni hefur verið breytt þar sem sú fyrri gaf til kynna að Íslandsbanki hefði áður fengið hluta áheitanna til sín. Hið rétta er að 5% áheitanna hafa runnið til Íþróttabandalags Reykjavíkur sem hefur umsjón með hlaupinu. Tengdar fréttir Hreyfingarhátíð Reykjavíkurmaraþonið fer fram í dag í 33. skipti. Maraþonið hefur fyrir löngu skipað sér sess sem einn af stærstu almenningsviðburðum á Íslandi. Tugir þúsunda fólks á öllum aldri safnast saman í miðborg Reykjavíkur. Sumir hlaupa, aðrir fylgjast með og hvetja hlauparana. 19. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Fleiri fréttir Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Sjá meira
Í ár munu áheit á hlaupara Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka renna óskert til góðgerðafélaga. Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur umsjón með hlaupinu og hafa 5% af áheitum farið í kostnað. Nokkuð hefur borið á gagnrýni sem lýtur að því að upphæðin renni ekki óskipt til góðgerðamála. Meðal þeirra sem lýstu óánægju sinni með þá staðreynd að áheitin færu ekki óskipt til góðgerðarmála var Lára Guðrún Jóhönnudóttir, ein af söfnunarstjörnum maraþonsins, en hún tjáði sig um málið í dag:Lára Guðrún Jóhönnudóttir hafði sannarlega áhrif með skrifum sínum í dag.Visir/VilhelmSafnaði í góðri trú „Ætliði í ALVÖRUNNI ALVÖRUNNI að stela (mér líður eins og þetta sé rán um hábjartan dag) óræðum hluta af peningunum sem ÉG safnaði, í góðri trú að rynni óskertur til Krafts - stuðningsfélags ungs fólks með krabbamein og aðstandanda þeirra fyrir rekstrarkostnað?! Í ALVÖRUNNI!” sagði Lára þegar hún deildi leiðara Kristínar Þorsteinsdóttur, aðalritstjóra 365 miðla, úr Fréttablaðinu í gær. Þar vakti Kristín athygli á því að peningarnir færu ekki allir til góðgerðamála: „Það sem ekki allir vita er að þær upphæðir sem safnast gegnum síðuna hlaupastyrkur.is renna ekki óskiptar til þeirra góðu málefna sem hlauparar hafa valið sér. Á síðunni, sem Íslandsbanki rekur og er kirfilega merkt bankanum í auglýsingaskyni, kemur fram að 10% söfnunarfjár að hámarki fari í kostnað við rekstur vefsins, greiðslu færslugjalda og fleira. Í fyrra var þessi kostnaður um fimm milljónir króna.” Lára lýkur stöðuuppfærslu sinni á því að segjast hafa staðið við sitt og hlaupið tíu kílómetra þvert gegn læknisráði. Þetta gerði Lára vegna þess að hún hafði strengt þess heit: „ég var búin að gefa loforð, loforð um að skrölta alla þessa kílómetra gegn því að fólk myndi styrkja málefni sem er mér svo gríðarlega mikilvægt,” segir Lára. Stöðuuppfærslunni hefur verið deilt á þriðja hundrað sinnum og þá hafa á sjötta hundrað líka við hana þegar þetta er skrifað.Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka.Hafa engar tekjur af söfnuninni Eins og kemur fram í fréttatilkynningu frá Íslandsbanka verður annar háttur hafður á í ár og munu áheitin renna óskert til góðgerðafélaga. Í tilkynningunni kemur auk þess fram að bankinn greiði allan kostnað sem fellur til við söfnunina eins og viðhald á tölvukerfi vegna heimasíðu maraþonsins og færslugjöld vegna áheita. Íslandsbanki hafi ekki neinar tekjur af söfnuninni „hvorki beinar né óbeinar.” Íslandsbanki stofnaði Hlaupastyrkur.is fyrir tíu árum síðan og meira en 100 góðgerðafélög skrá sig til þátttöku árlega. Reykjavíkurmaraþonið í safnaði í ár hæstu upphæð frá upphafi.Uppfært klukkan 22:48: Fyrirsögninni hefur verið breytt þar sem sú fyrri gaf til kynna að Íslandsbanki hefði áður fengið hluta áheitanna til sín. Hið rétta er að 5% áheitanna hafa runnið til Íþróttabandalags Reykjavíkur sem hefur umsjón með hlaupinu.
Tengdar fréttir Hreyfingarhátíð Reykjavíkurmaraþonið fer fram í dag í 33. skipti. Maraþonið hefur fyrir löngu skipað sér sess sem einn af stærstu almenningsviðburðum á Íslandi. Tugir þúsunda fólks á öllum aldri safnast saman í miðborg Reykjavíkur. Sumir hlaupa, aðrir fylgjast með og hvetja hlauparana. 19. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Fleiri fréttir Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Sjá meira
Hreyfingarhátíð Reykjavíkurmaraþonið fer fram í dag í 33. skipti. Maraþonið hefur fyrir löngu skipað sér sess sem einn af stærstu almenningsviðburðum á Íslandi. Tugir þúsunda fólks á öllum aldri safnast saman í miðborg Reykjavíkur. Sumir hlaupa, aðrir fylgjast með og hvetja hlauparana. 19. ágúst 2017 06:00