Áheitin renna óskert til góðgerðafélaga Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. ágúst 2017 20:26 Mörgum hefur þótt gagnrýnivert að upphæðin renni ekki óskipt til góðgerðamála en Íslandsbanki ætlar að auka stuðning við hlaupið í ár. Í ár munu áheit á hlaupara Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka renna óskert til góðgerðafélaga. Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur umsjón með hlaupinu og hafa 5% af áheitum farið í kostnað. Nokkuð hefur borið á gagnrýni sem lýtur að því að upphæðin renni ekki óskipt til góðgerðamála. Meðal þeirra sem lýstu óánægju sinni með þá staðreynd að áheitin færu ekki óskipt til góðgerðarmála var Lára Guðrún Jóhönnudóttir, ein af söfnunarstjörnum maraþonsins, en hún tjáði sig um málið í dag:Lára Guðrún Jóhönnudóttir hafði sannarlega áhrif með skrifum sínum í dag.Visir/VilhelmSafnaði í góðri trú „Ætliði í ALVÖRUNNI ALVÖRUNNI að stela (mér líður eins og þetta sé rán um hábjartan dag) óræðum hluta af peningunum sem ÉG safnaði, í góðri trú að rynni óskertur til Krafts - stuðningsfélags ungs fólks með krabbamein og aðstandanda þeirra fyrir rekstrarkostnað?! Í ALVÖRUNNI!” sagði Lára þegar hún deildi leiðara Kristínar Þorsteinsdóttur, aðalritstjóra 365 miðla, úr Fréttablaðinu í gær. Þar vakti Kristín athygli á því að peningarnir færu ekki allir til góðgerðamála: „Það sem ekki allir vita er að þær upphæðir sem safnast gegnum síðuna hlaupastyrkur.is renna ekki óskiptar til þeirra góðu málefna sem hlauparar hafa valið sér. Á síðunni, sem Íslandsbanki rekur og er kirfilega merkt bankanum í auglýsingaskyni, kemur fram að 10% söfnunarfjár að hámarki fari í kostnað við rekstur vefsins, greiðslu færslugjalda og fleira. Í fyrra var þessi kostnaður um fimm milljónir króna.” Lára lýkur stöðuuppfærslu sinni á því að segjast hafa staðið við sitt og hlaupið tíu kílómetra þvert gegn læknisráði. Þetta gerði Lára vegna þess að hún hafði strengt þess heit: „ég var búin að gefa loforð, loforð um að skrölta alla þessa kílómetra gegn því að fólk myndi styrkja málefni sem er mér svo gríðarlega mikilvægt,” segir Lára. Stöðuuppfærslunni hefur verið deilt á þriðja hundrað sinnum og þá hafa á sjötta hundrað líka við hana þegar þetta er skrifað.Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka.Hafa engar tekjur af söfnuninni Eins og kemur fram í fréttatilkynningu frá Íslandsbanka verður annar háttur hafður á í ár og munu áheitin renna óskert til góðgerðafélaga. Í tilkynningunni kemur auk þess fram að bankinn greiði allan kostnað sem fellur til við söfnunina eins og viðhald á tölvukerfi vegna heimasíðu maraþonsins og færslugjöld vegna áheita. Íslandsbanki hafi ekki neinar tekjur af söfnuninni „hvorki beinar né óbeinar.” Íslandsbanki stofnaði Hlaupastyrkur.is fyrir tíu árum síðan og meira en 100 góðgerðafélög skrá sig til þátttöku árlega. Reykjavíkurmaraþonið í safnaði í ár hæstu upphæð frá upphafi.Uppfært klukkan 22:48: Fyrirsögninni hefur verið breytt þar sem sú fyrri gaf til kynna að Íslandsbanki hefði áður fengið hluta áheitanna til sín. Hið rétta er að 5% áheitanna hafa runnið til Íþróttabandalags Reykjavíkur sem hefur umsjón með hlaupinu. Tengdar fréttir Hreyfingarhátíð Reykjavíkurmaraþonið fer fram í dag í 33. skipti. Maraþonið hefur fyrir löngu skipað sér sess sem einn af stærstu almenningsviðburðum á Íslandi. Tugir þúsunda fólks á öllum aldri safnast saman í miðborg Reykjavíkur. Sumir hlaupa, aðrir fylgjast með og hvetja hlauparana. 19. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Sjá meira
Í ár munu áheit á hlaupara Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka renna óskert til góðgerðafélaga. Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur umsjón með hlaupinu og hafa 5% af áheitum farið í kostnað. Nokkuð hefur borið á gagnrýni sem lýtur að því að upphæðin renni ekki óskipt til góðgerðamála. Meðal þeirra sem lýstu óánægju sinni með þá staðreynd að áheitin færu ekki óskipt til góðgerðarmála var Lára Guðrún Jóhönnudóttir, ein af söfnunarstjörnum maraþonsins, en hún tjáði sig um málið í dag:Lára Guðrún Jóhönnudóttir hafði sannarlega áhrif með skrifum sínum í dag.Visir/VilhelmSafnaði í góðri trú „Ætliði í ALVÖRUNNI ALVÖRUNNI að stela (mér líður eins og þetta sé rán um hábjartan dag) óræðum hluta af peningunum sem ÉG safnaði, í góðri trú að rynni óskertur til Krafts - stuðningsfélags ungs fólks með krabbamein og aðstandanda þeirra fyrir rekstrarkostnað?! Í ALVÖRUNNI!” sagði Lára þegar hún deildi leiðara Kristínar Þorsteinsdóttur, aðalritstjóra 365 miðla, úr Fréttablaðinu í gær. Þar vakti Kristín athygli á því að peningarnir færu ekki allir til góðgerðamála: „Það sem ekki allir vita er að þær upphæðir sem safnast gegnum síðuna hlaupastyrkur.is renna ekki óskiptar til þeirra góðu málefna sem hlauparar hafa valið sér. Á síðunni, sem Íslandsbanki rekur og er kirfilega merkt bankanum í auglýsingaskyni, kemur fram að 10% söfnunarfjár að hámarki fari í kostnað við rekstur vefsins, greiðslu færslugjalda og fleira. Í fyrra var þessi kostnaður um fimm milljónir króna.” Lára lýkur stöðuuppfærslu sinni á því að segjast hafa staðið við sitt og hlaupið tíu kílómetra þvert gegn læknisráði. Þetta gerði Lára vegna þess að hún hafði strengt þess heit: „ég var búin að gefa loforð, loforð um að skrölta alla þessa kílómetra gegn því að fólk myndi styrkja málefni sem er mér svo gríðarlega mikilvægt,” segir Lára. Stöðuuppfærslunni hefur verið deilt á þriðja hundrað sinnum og þá hafa á sjötta hundrað líka við hana þegar þetta er skrifað.Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka.Hafa engar tekjur af söfnuninni Eins og kemur fram í fréttatilkynningu frá Íslandsbanka verður annar háttur hafður á í ár og munu áheitin renna óskert til góðgerðafélaga. Í tilkynningunni kemur auk þess fram að bankinn greiði allan kostnað sem fellur til við söfnunina eins og viðhald á tölvukerfi vegna heimasíðu maraþonsins og færslugjöld vegna áheita. Íslandsbanki hafi ekki neinar tekjur af söfnuninni „hvorki beinar né óbeinar.” Íslandsbanki stofnaði Hlaupastyrkur.is fyrir tíu árum síðan og meira en 100 góðgerðafélög skrá sig til þátttöku árlega. Reykjavíkurmaraþonið í safnaði í ár hæstu upphæð frá upphafi.Uppfært klukkan 22:48: Fyrirsögninni hefur verið breytt þar sem sú fyrri gaf til kynna að Íslandsbanki hefði áður fengið hluta áheitanna til sín. Hið rétta er að 5% áheitanna hafa runnið til Íþróttabandalags Reykjavíkur sem hefur umsjón með hlaupinu.
Tengdar fréttir Hreyfingarhátíð Reykjavíkurmaraþonið fer fram í dag í 33. skipti. Maraþonið hefur fyrir löngu skipað sér sess sem einn af stærstu almenningsviðburðum á Íslandi. Tugir þúsunda fólks á öllum aldri safnast saman í miðborg Reykjavíkur. Sumir hlaupa, aðrir fylgjast með og hvetja hlauparana. 19. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Sjá meira
Hreyfingarhátíð Reykjavíkurmaraþonið fer fram í dag í 33. skipti. Maraþonið hefur fyrir löngu skipað sér sess sem einn af stærstu almenningsviðburðum á Íslandi. Tugir þúsunda fólks á öllum aldri safnast saman í miðborg Reykjavíkur. Sumir hlaupa, aðrir fylgjast með og hvetja hlauparana. 19. ágúst 2017 06:00