Markametið er í hættu og hér er ein stór ástæða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2017 07:00 Andri Rúnar Bjarnason. Vísir/Stefán Það hefur enginn fengið inngöngu í klúbbinn í tuttugu ár og markamet Péturs Péturssonar mun halda upp á fertugsafmælið sitt á næsta ári. En lifir það svo lengi? Andri Rúnar Bjarnason er langt á undan methöfunum fjórum þegar þeir áttu jafn marga leiki eftir og hann á í Pepsi-deildinni í sumar. 19. ágúst 1978 varð Skagamaðurinn Pétur Pétursson fyrstur til að skora 19 mörk í efstu deild á Íslandi þegar hann skoraði tvö mörk á lokamínútum í leik í Keflavík og bætti með því markamet Hermanns Gunnarssonar. Nú 39 árum síðar stendur metið hans enn. Þrír hafa reyndar bæst í 19 marka klúbbinn en það eru liðnir tveir áratugir síðan að sá síðasti fékk inngöngu. Fjórir bónusleikir hjálpuðu ekki mikið til. Tíu ár eru síðan að fjölgað var um tvö lið og fyrstu níu tímabilin í tólf liða deild ógnaði enginn markametinu fyrir alvöru en tíunda sumarið gætið orðið sögulegt. Skytturnar fjórar, Pétur, Guðmundur Torfason, Þórður Guðjónsson og Tryggvi Guðmundsson, hafa hingað til ekki þurft að hafa miklar áhyggjur af því að þær væru að fara missa metið sitt. Nú er aftur á móti heitasti maður sumarsins að gera sig líklegan til að komast í 19 marka klúbbinn eða jafnvel stofna nýjan tuttugu marka klúbb. Grindvíkingurinn Andri Rúnar Bjarnason hefur skorað 14 mörk í 15 leikjum í Pepsi-deildinni í sumar og hann á enn eftir sjö leiki. Fréttablaðið skoðaði hversu mörg mörk meðlimir 19 marka klúbbsins voru búnir að skora þegar sjö leikir voru eftir af mótinu og þá fyrst fær maður trú á því að metið sé í hættu.Sex marka forskot á tvo Það er sláandi að sjá hversu langt methafarnir fjórir voru langt á eftir Andra Rúnari á þessum tímapunkti í mótinu. Framarinn Guðmundur Torfason var búinn að skora langflest mörk af þessum fjórum en var engu að síður með þremur mörkum færra en Andri Rúnar þegar sjö leikir voru eftir af mótinu 1986. Þeir Pétur Pétursson og Tryggvi Guðmundsson voru sex mörkum á eftir og Þórð Guðjónsson vantaði fimm mörk upp á að vera búinn að skora jafnmörg mörk og Andri Rúnar þegar sjö leikir voru eftir. Annað sem ýtir undir væntingarnar er að Andri Rúnar er kominn aftur á mikinn skrið en hann er með fjögur mörk í síðustu þremur leikjum. Hann lagði þó grunninn að góðri stöðu þegar hann skoraði 8 mörk í fimm leikjum í maílok og júní. Það er óhætt að segja að Andri Rúnar haldi uppi sóknarleik Grindavíkurliðsins en hann hefur skorað 67 prósent marka liðsins í Pepsi-deildinni í sumar. Andri Rúnar hefur enn fremur skorað 13 af 16 mörkum liðsins í síðustu tólf leikjum.Þrír erfiðir leikir Næsti leikur Andra Rúnars Bjarnasonar og félaga í Grindavík er á móti toppliði Vals á Hlíðarenda í kvöld. Andri Rúnar skoraði eina markið í fyrri leik liðanna en mun í kvöld glíma við tvo af bestu miðvörðum deildarinnar. Við taka síðan leikir gegn KR og FH og má búast við því að þessir þrír leikir á móti þremur af sterkustu liðum deildarinnar gefi best til kynna hvort Andri Rúnar nái markametinu í sumar.Andri Rúnar Bjarnason.Vísir/StefánHvenær skoruðu þeir fjórtánda markið sitt: Guðmundur Torfason 27. júlí Pétur Pétursson 1. ágúst Andri Rúnar Bjarnason 14. ágúst Þórður Guðjónsson 26. ágúst Tryggvi Guðmundsson 3. septemberHæsta hlutfall af mörkum síns liðs: Andri Rúnar Bjarnason, Grindavík 2017 67 prósent (14 af 21) Guðmundur Torfasson Fram 1986 49 prósent (19 af 39) Tryggvi Guðmundsson ÍBV 1997 43 prósent (19 af 44) Pétur Pétursson ÍA 1978 40 prósent (19 af 47) Þórður Guðjónsson ÍA 1993 31 prósent (19 af 62) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Sjá meira
Það hefur enginn fengið inngöngu í klúbbinn í tuttugu ár og markamet Péturs Péturssonar mun halda upp á fertugsafmælið sitt á næsta ári. En lifir það svo lengi? Andri Rúnar Bjarnason er langt á undan methöfunum fjórum þegar þeir áttu jafn marga leiki eftir og hann á í Pepsi-deildinni í sumar. 19. ágúst 1978 varð Skagamaðurinn Pétur Pétursson fyrstur til að skora 19 mörk í efstu deild á Íslandi þegar hann skoraði tvö mörk á lokamínútum í leik í Keflavík og bætti með því markamet Hermanns Gunnarssonar. Nú 39 árum síðar stendur metið hans enn. Þrír hafa reyndar bæst í 19 marka klúbbinn en það eru liðnir tveir áratugir síðan að sá síðasti fékk inngöngu. Fjórir bónusleikir hjálpuðu ekki mikið til. Tíu ár eru síðan að fjölgað var um tvö lið og fyrstu níu tímabilin í tólf liða deild ógnaði enginn markametinu fyrir alvöru en tíunda sumarið gætið orðið sögulegt. Skytturnar fjórar, Pétur, Guðmundur Torfason, Þórður Guðjónsson og Tryggvi Guðmundsson, hafa hingað til ekki þurft að hafa miklar áhyggjur af því að þær væru að fara missa metið sitt. Nú er aftur á móti heitasti maður sumarsins að gera sig líklegan til að komast í 19 marka klúbbinn eða jafnvel stofna nýjan tuttugu marka klúbb. Grindvíkingurinn Andri Rúnar Bjarnason hefur skorað 14 mörk í 15 leikjum í Pepsi-deildinni í sumar og hann á enn eftir sjö leiki. Fréttablaðið skoðaði hversu mörg mörk meðlimir 19 marka klúbbsins voru búnir að skora þegar sjö leikir voru eftir af mótinu og þá fyrst fær maður trú á því að metið sé í hættu.Sex marka forskot á tvo Það er sláandi að sjá hversu langt methafarnir fjórir voru langt á eftir Andra Rúnari á þessum tímapunkti í mótinu. Framarinn Guðmundur Torfason var búinn að skora langflest mörk af þessum fjórum en var engu að síður með þremur mörkum færra en Andri Rúnar þegar sjö leikir voru eftir af mótinu 1986. Þeir Pétur Pétursson og Tryggvi Guðmundsson voru sex mörkum á eftir og Þórð Guðjónsson vantaði fimm mörk upp á að vera búinn að skora jafnmörg mörk og Andri Rúnar þegar sjö leikir voru eftir. Annað sem ýtir undir væntingarnar er að Andri Rúnar er kominn aftur á mikinn skrið en hann er með fjögur mörk í síðustu þremur leikjum. Hann lagði þó grunninn að góðri stöðu þegar hann skoraði 8 mörk í fimm leikjum í maílok og júní. Það er óhætt að segja að Andri Rúnar haldi uppi sóknarleik Grindavíkurliðsins en hann hefur skorað 67 prósent marka liðsins í Pepsi-deildinni í sumar. Andri Rúnar hefur enn fremur skorað 13 af 16 mörkum liðsins í síðustu tólf leikjum.Þrír erfiðir leikir Næsti leikur Andra Rúnars Bjarnasonar og félaga í Grindavík er á móti toppliði Vals á Hlíðarenda í kvöld. Andri Rúnar skoraði eina markið í fyrri leik liðanna en mun í kvöld glíma við tvo af bestu miðvörðum deildarinnar. Við taka síðan leikir gegn KR og FH og má búast við því að þessir þrír leikir á móti þremur af sterkustu liðum deildarinnar gefi best til kynna hvort Andri Rúnar nái markametinu í sumar.Andri Rúnar Bjarnason.Vísir/StefánHvenær skoruðu þeir fjórtánda markið sitt: Guðmundur Torfason 27. júlí Pétur Pétursson 1. ágúst Andri Rúnar Bjarnason 14. ágúst Þórður Guðjónsson 26. ágúst Tryggvi Guðmundsson 3. septemberHæsta hlutfall af mörkum síns liðs: Andri Rúnar Bjarnason, Grindavík 2017 67 prósent (14 af 21) Guðmundur Torfasson Fram 1986 49 prósent (19 af 39) Tryggvi Guðmundsson ÍBV 1997 43 prósent (19 af 44) Pétur Pétursson ÍA 1978 40 prósent (19 af 47) Þórður Guðjónsson ÍA 1993 31 prósent (19 af 62)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Sjá meira